mánudagur, október 27, 2008

Og lífið heldur áfram...

já gott fólk - ég var ein af þessum 33 sem fékk reisupassann á þriðjudaginn var.  Mér er nánast runnin reiðin, en það vottar smá eftir.   Var lítið við í vinnunni sl viku.  Naut samvista með syninum, snjór og snjóþota.  Hugsaði minn gang, mitt mál, mína aðstöðu.  Ég er jú eigna og skuldlaus þannig að það liggja allar leiðir opnar.   Ég get í raun gert hvað sem mig langar til.  Skólaganga er afskaplega freistandi, fyrir utan að það er nángast ógerlegt að lifa á LÍN láni  á leigumarkaði.  Og tala nú ekki um sem eina fyrirvinna heimilis.  Svo skólar erlendis?? 

Ég er heilsuhraust og við bæði.  Eigum góða að og erum ekki ein.   Það var td alveg það sem ég þurfti að fara í sveitina um helgina og kúpla aðeins út.  Smá rollustúss, og óveður.  Þegar dagsverkum var lokið var afskaplega notalegt að þurfa ekki að fara út, og hugsa til þess að maður gæti alveg komist upp með að vera bara inni :o)

Þetta að missa vinnuna er ekki heimsendir þó svo að manni finnist það fyrstu dagana.  Sérstaklega núna þar sem allt er svo óljóst varðandi fjármál og framtíðina í fjármálaheiminum.  Og enginn virðist vera óhultur með vinnuna sína.  Enginn veit hvað gerist á morgun eða eftir viku eða eftir áramót. 

Ég hef lent í  þessu áður.  Og hingað til hefur þetta alltaf leitt til góðs.  Í dag verð ég að trúa því að þetta geri það líka. Og muna að maður er ekki einn.

DSC00640

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff já þetta hlýtur að vera erfitt en ég hef enga trú á öðru en að þú finnir þér bara enn betri vinnu og ef ekki þá eitthvað sniðugt og spennandi nám - þú ert svo dugleg :)

Já og mikið eru þetta sætir frændur á myndinni, það hefur sko verið gaman í snjónum í sveitinni um helgina :)

Síminn hennar Sunnefu er eitthvað klikk og hún getur ekki opnað myndir þannig að við gátum ekki skoðað það sem þú sendir henni um helgina :(

Baráttuknús úr sköflunum í Skagafirði í skaflana á Akureyri :)
Eikin

Nafnlaus sagði...

Leitt að heyra að þú misstir vinnuna en mikið er gott að heyra að þú ert jákvæð.

Það er alveg eðlilegt að vera reið og allt í lagi að leyfa sér það, reiði er jú bara hluti af tilfinningalitrófinu.

Hafðu það gott.

Solla

J?hanna sagði...

Þegar einar dyr lokast opnast aðrar... og kannski miklu meira spennandi dyr.
Vertu bara reið - það má alveg!

Hugsa til þín, dúllan mín.

Loveya,

JL

Inga Hrund sagði...

Knúúúúús á ykkur :) Svo verum við sjúklega bjartsýn og lítum á þetta sem tækifæri til að gera nýja hluti :P