föstudagur, desember 05, 2008

Laufabrauð og Emil í Kattholti

jámm við sonur erum á leið í sveitina á eftir.  Hann bað um nesti, ég spurði hvort hann vildi fá svona popp í poka eins og síðast "nei ég vil samloku... samloku með skinku og osti í svona poka eins og poppið var í" - minn maður ákveðinn.

Já það er sem sagt stefnt á laufabrauðsgerð og svo leikhús.  Hlakka mikið til að sjá verkið.  Vel látið af þessar sýningu og þetta verður fyrsta leikhúsferð sonarins :)

Hérna eru myndir frá fryrri árum laufabrauðsgerðar - hefur oft verið farið í Vogafjós og hitt jólasveinana:

2006:

gah_jolo2

2007: 

2101243419_0c1e1e47b7

Vona að þið eigið góða helgi :o)

  

Engin ummæli: