fimmtudagur, desember 16, 2010

Jólin eru að komaaaa!!

og það eru bara 8 dagar þangað til ! Dásamlegt alveg Smile 

Er að verða búin með jólagjafir, þe ég er búin að kaupa og gera allt, bara eftir að pakka.  Sendi eina suður og er að vona að ég meiki að koma henni á póstinn á morgun, þá er þetta allt í höfn. 

Við höldum upp á afmælið hans Gabríels í dag – bjóðum nokkrum strákum úr bekknum hans, verður eflaust mjög mikið stuð. 

Annars reyni ég að láta dimmuna og kuldan ekki hafa áhrif á mig í desember.  Nóvember var nógu erfiður; langur, dimmur og kaldur.  Núna er aðventan með jólaljósum og jólalögum og piparkökum og kertum.  Dagarnir fara að lengjast aftur – eftir bara 5 daga !

Þar til næst – látið fara vel um  ykkur og ekki stressast of mikið; jólin koma þó það sé smá ryk í hornum!

Christmas-Lights-Donald-Duck

mánudagur, október 25, 2010

Veriðað versla

sunnudagur, október 24, 2010

ÞEssi dasamlegi dökki hálfs líters bjór kostaaði 111 kr ... Bjór er ódýrr og góður hér í Riga...!

Fallegar byggingar

Riga — græn og falleg

mánudagur, október 04, 2010

Prince of Persia

Hafði það loksins af að horfa á þessa blessuðu mynd Prince of Persia.  En OMG… ég þarf að horfa á hana aftur því Jake Gyllenhaal er svo flottur að ég náði ekkert að fylgjast með myndinni sjálfri….

Prince of Persia: The Sands of Time Poster

miðvikudagur, september 22, 2010

93 dagar til jóla

og 29 dagar til Riga ferðarinnar og bara 17 dagar í Rocky Horror sýninguna…

Nóg um að vera það vantar ekki.  En ég er voðalega andlaus eitthvað.  Maður bara vaknar, fer á fætur, í vinnu og svo heim.. gæti verið út af því að það er búið að vera “pastavika” allann mánuðinn ?

Sonurinn er alltaf jafn kátur.  Duglegur í skólanum, labbar sjálfur og er alltaf kátur þegar ég sæki hann.  Lífgar upp á tilveruna þessi elska.

Það er skítakuldi, snjóslæður yfir fjöllum og heiðum í kringum mig.  Mig langar ekkert til að fá vetur og myrkur… kannski er bara það sem er að bögga mig ?

En ég finn alltaf ljósu hliðarnar; fyrst að skammdegið er að skríða yfir með kulda og vetri þá eru bara 93 dagar til jóla (9 sunnudagar í það að maður geti sett upp jólaseríur), 29 dagar til Riga og 17 dagar í Rocky Horror ! :)

Lífið er snilld :)

laugardagur, september 18, 2010

Róandi

Fallegur dagur í sveitinni minni í dag. Sit við vatnið og bíð eftir kindunum koma yfir höfðann

laugardagur, september 04, 2010

Tilvalið að fara á fjórhjól á svona fallegum degi

Tilvalið að fara á fjórhjól í svona fallegu veðri

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Einn að njóta sín

Einn að njóta sín

mánudagur, ágúst 16, 2010

Rennandi og happy

Rennandi eftir vatnsbyssuleikinn og agalega ánægður

Vatnsbyssuleikur

Sumir náðu afa sínum i vatnsbyssuleik

miðvikudagur, ágúst 04, 2010

Dimmuborginr 04.08.2010


04.08.2010
Originally uploaded by Sólargeislinn
Fengum okkur góðan göngutúr í Dimmuborgir í morgun. Ég fór svo til Önnu minnar í fótsnyrtingu, alltaf jafn dásamlegt að láta dekra við táslurnar - enda Happy Feet núna sko !
Fórum svo í Vogafós - kíktum á kálfana. Agalega sætir kálfar.

Dásamlegt að vera í sumarfríi !

þriðjudagur, ágúst 03, 2010

Kárahnjúkarúntur 31.júlí 2010


DSC08482
Originally uploaded by Sólargeislinn
fórum rúnt, byrjuðum á Egilstöðum, nesti borðað í Altlavík. Fórum svo yfir á Kárahnjúka. Þaðan yfir í Sænautarsel í lummur og kakó og svo heim. Þetta var alveg snilldar hringur og veður var dásamlegt. Hef aldrei komið á Kárahnjúka né Sænautarsel. Pabbi bauð á rúntinn og við Gabríel, mamma, amma og afi fórum með.

fimmtudagur, júlí 29, 2010

alveg að hafast.

“á morgun á morgun” er það eina sem kemst að hjá mér núna.   Ég fer í frí á morgun.  Ég er gjörsamlega komin með upp í kok og algjörlega búin með alla orku sem ég á til.   Er búin að njóta þess að vera ein í vinnunni, hlusta á tónlistina mína og hafa það fínt.  Líka heima, búin að njóta þess en ég er farin að sakna guttans heldur mikið núna og hlakka óskaplega til að fá hann heim á morgun. 

Síðustu helgi sátum við vinkonurnar úti á svölum með hvítt og sushi. Afskaplega notalegt, dönsuðum smá á Pósthúsinu á eftir. 

Ættarmót á Reynisstað á laugardeginum, gaman að hitta alla þar, grillað, spjallað og hlegið.  Mjög gaman :o)

Svaf út á sunnudag.  OMG hvað það var mikil snilld !

En á morgun – á morgun eftir vinnu er ég komin í sumarfrí.  Litla mömmu hjartað mitt er samt smá stressað yfir því að sonurinn er að fara í skóla í haust.  Ætla að fara með hann á morgun og leyfa honum að velja sér skólatösku, og kaupa svo liti og dótið ofaní hana :) – töskurnar eru sko á tilboði núna í Eymundsson, þessar góðu með bakstuðningnum og smellunni yfir brjóstkassann, auk þess eru þær með nestisboxi og brúsa.  Minn maður verður ekkert smá stoltur þegar hann fær að velja sér tösku, hann er svo spenntur fyrir skólanum :)

þriðjudagur, júlí 20, 2010

Austurland júlí 2010

Myndirnar frá ferðinni austur á firði :o)

ein í heiminum

- eða nei ekki alveg en stundum er það afskaplega líkt því.  Gabríel er hjá pabba sínum og allir í vinnunni eru í fríi.  Ég er nánast ein í öllu Rarik húsinu.  En það er bara notalegt, hlusta á tónlistina og hef það gott. 

Er þó farin að sakna sonarins.  Hann er búinn að vera að heiman í viku og á eftir að vera í burtu í tvær í viðbót.  Hann er án efa að njóta þess að vera með pabba sínum :o)

Fór síðustu helgi austur á firði.  Þangað hafði ég ekki komið síðan ég flutti þaðan 8. desember 2006! Og það hríslaðist um mig einhver tilfinning þegar ég kom niður af Fargradal í Reyðarfjörðinn.  Ég fór með vinkonu minni Freydísi að heimsækja Eygló og Sólveigu – bara ef það hafði farið framhjá einhverjum á facebook hehe.  þetta var snilldar helgi- hreint út sagt dásamleg. 

Við fórum að skoða álverið á laugardeginum og það var bara snilld.  Allt er svo stórt og það er svo heitt þarna.  Fengum að fylgjast með ferlinu, frá því að það er í kerjunum, flakkið í deiglunum og vinnsluni í steypuskálanum.  Og álið er svo ótrlúlegt svona fljótandi, gæti staðið og starað endalaust á það glóandi heitt, fljótandi glitrandi … 

Fórum og skoðuðum steinasafnið á Stöðvarfirði.  Hafði aldrei komið þangað.   Alveg agalega gaman að skoða það.  

Við keyrðum rúnt í gegnum Fáskrúðsfjörð og stoppuðum á Sumarlínu til að fá okkur að borða.  Ég fékk smá hnút í magann við að sjá húsið mitt, en þegar ég heyrði að það hafði fólk keypt það sem væri búið að taka það alveg í gegn þá leið mér betur.  Þau hafa bara fínisserað efstu hæðina, tóku mið hæðina í nefið og eru að byrja á kjallaranum.  Eygló vinkona þekkir stelpuna sem keypti það og sagði að það hefði ekki verið neitt mál að banka uppá ef hún hefði ekki verið að vinna.  Svo komst ég að því að þegar við vorum að skoða álverið þá hitti ég þessa stelpu þegar Eygló og Freydís voru að reykja.  Mér þykir svo ótrúlega vænt um þetta hús, en það er í góðum höndum :o)

Ég hef alltaf talað um það að ég væri til í að flytja aftur austur.  En eftir þessa ferð mína þá komst ég að því að það er ekkert þar sem kallar á mig.  Fékk bara svona pjúra closure þegar ég var að keyra í burtu frá Fáskrúðsfirði.  Og vá hvað það var frábær tilfinning, klappaði Freydísi á öxlina og sagði henni að hún sæti uppi með mig hérna á Akureyri.  Enda á ég yndislegt líf hérna á Ak í dag !

knús á ykkur ! Myndir:

 http://www.flickr.com/photos/gudrunkv/sets/72157624406743231/

steinasafn

mánudagur, júlí 05, 2010

Ásbyrgi 25-26 júní 2010

komnar myndir inn úr ásbyrgi :o)

þriðjudagur, júní 08, 2010

sólríkir sumardagar

er búin að eiga dásemdar daga núna í dag og í gær.  Reyndar á ég yfirhöfuð nokkuð oftast dásemdar daga – þegar fólk böggar mig ekki of mikið hehe

en þessi yndislega sól er bara að gera dagana dásamlega ! Í gær fórum við Gabríel með Freydísi vinkonu og hennar börnum út í Kjarnaskóg.  Við grilluðum og krakkarnir óðu í læknum og urðu blaut og skítug.  Sonur minn allavega naut sín í botn. Strákagenið í honum alveg í essinu sínu þarna, með sorgarrendur á öllum 10 nöglum, skrápuð græn hné og rispaða fótleggi og svo grútskítugur frá toppi til táar.  Og hann einn sólskins bros.  Það gefur deginum bara gildi!

Í dag fórum við sonur í sund eftir vinnu/skóla.  Ég varð að leggja barnið í bleyti þar sem sturtan og skrúbbið mitt í gær dugði ekki til á grasgrænu hnén og sorgarrendurnar undir 10 nöglum.  Sem góð mamma setti ég hann samt í hreinum fötum í skólann, en málið er að þessir drengir ná að vera í hreinum fötum frá hurðinni heima og varla út að bíl á svona sumardögum…

Við grilluðum okkur hamborgara og sonur sofnaði hálf átta, búinn á því.  Og þessir dagar hafa þau áhrif á mig að ég hreinlega nenni ekki að vera í tölvuleikjum sjálf.  Er bara að njóta kvöldsins, les, horfi á góða sakamálaþætti og fer sjálf snemma, þreytt í bælið.  Kíki á veðurspánna fyrir morgundaginn; jú það á að vera gott veður á morgun líka :o)

Gabríel með grilluðu pylsuna og svalann Sætastur

miðvikudagur, júní 02, 2010

eins og í gamla daga

í gær var ég að vesenast með að einu sinni þá var lífið miklu einfaldara.  Ég átti mína tölvu, leigði mitt herbergi og spilaði minn tölvuleik og var ekkert að brasa með skóla, barn, peningaáhyggjur, bílamál, íbúðarmál og allt þetta sem herjar á mann í dag ( þe fylgifiskur að verða fullorðin)

En svo þegar sonur var sofnaður þá tók ég fram gamlan leik sem ég hafði keypt rétt eftir að ég byrjaði að spila WoW, og komst greinilega aldrei í að spila hann.  Þetta er síðasti leikurinn úr Might and Magic smiðjunni og auðvitað varð ég að eiga hann til að eiga allt safnið (já á alla 10 might and magic leikina… hmm kannski gæti sett eldri leikina í gamla vél og farið að kenna Gabríel…. ok nú er ég komin út fyrir bloggið haha….)

Ég setti hann í og ég hreinlega gleymdi mér, vá hvað ég skemmti mér vel.. og ég upplifði aftur þessa sömu afslöppunar tilfinningu.  Nördinn kom aftur upp í mér og ég sat með gleraugun á nefinu og naut mín. 

þriðjudagur, júní 01, 2010

fann gamla síðu sem ég bjó til

dagur sem ég og Kítara gamli hundurinn minn áttum saman á Fásk eftir að það snjóaði í heila 2 daga þannig að það var varla hundi út sigandi.  Hún allavega hélt í sér nánast allan laugardaginn þar sem það var svo brjálað veður!

snjódagur á Fásk: http://snjodagur.tripod.com/

kitara Þessar myndir á ég ekki lengur á vélinni minni þar sem þær glötuðust þegar diskurinn hrundi, hrikalega er ég kát að finna þessa síðu !!

mánudagur, maí 31, 2010

Myndir úr brúðkaupi komnar inn :)

Ég tók nokkrar myndir í brúðkaupi þeirra Jóhönnu og Jóa.  Þetta var alveg hreint frábær stund. 

Brúðkaup Jóhönnu og Jóa 29.05.2010

DSC07959

Dásemdar helgi

átti yndislega helgi.  Fór suður á laugardag og var viðstödd giftinu góðrar vinkonu.  Athöfn og veisla alveg snilldin ein!   Er svo gaman að taka þátt í svona stórum dögum hjá þeim sem manni þykir vænt um.  Var frábært veður og dagurinn alveg meiriháttar :o)

Fór svo upp í sveit þegar ég lenti á Akureyri í hádeginu í gær.  Hjálpaði pabba að marka það sem var borið og allt sett út í góða veðrið. 

Var lúin þegar ég kom heim í gær, pantaði mér pizzu og setti lappir upp í loft í Lazy boy og horfði á TV.

Mikið hlakka ég til að fá mömmu knúsið mitt á eftir :o)

fimmtudagur, maí 27, 2010

Hvítasunnuhelgin

var fín, vorum í sauðburði.  Kíkti til AK á smá djamm með skvísunum og kom aftur í sveita sæluna á sunnudag.   Gabríel með hjólið sitt, og það tók upp mestan áhugann hjá honum.  Það var ekki fyrr en síðasta frídaginn (þriðjudaginn) sem hann vildi bara vera í afslappinu og horfa á barnaefnið.  Annars var hann farinn út að hjóla eða með okkur upp í hús , svaka duglegur :o)

Tók Orlofsdaga þrið og mið til að aðstoða heima, bara fínt :o)

miðvikudagur, apríl 21, 2010

sumar á morgun.. ??

- nei ég held ekki…

Og ég er að kafna úr bloggleti.  Enda ekkert mikið um að vera.  Djammaði reyndar slatta um páskana – hrikalega gaman. 

Fór á tónleika með Dikta 9. apríl með Önnu vinkonu, hrikalega gaman. 

Náði mér svo í nokkradaga flensu – ekki svo mjög gaman…

annars er ekkert að frétta…

þriðjudagur, mars 30, 2010

Frábær helgi og páskar framundan

átti alveg snilldar helgi í borginni.  Vinkona mín Eygló kom með mér og við skemmtum okkur snilldar vel.  Mikið labbað, kjaftað og verslað.   hjalpar til að tína veskinu sínu á djamminu – þá eyðir maður ekki eins miklu í brennivín, og ekki skemmir að finna veskið í óskilamunum á Broadway svo maður geti verslað almennilega í þynnkunni !

Og núna eru páskarnir.  Sé frammá að vera heima.  Slappa af ein heima.  Sonur fer til pabba síns.  Skutlast í sveitina í steik til mömmu og pabba.  En það er nóg um að vera hérna á Ak. 

Er svo fegin að pabbi Gabríels býr hérna á Ak núna.  Já fyrir nokkrum árum (nánar tiltekið 3) þá hefði það ekki hvarflað að mér.  En þegar ég flaug suður og heim aftur um helgina þá var meginhluti farþeganna börn yngri en 10 ára.  Jafnvel kríli á aldur við son minn.  Merkt í bak og fyrir með hálsböndum og flugfreyjurnar hafa varla undan við að passa krakkana.  Öll áttu þau það þó sameiginlegt að þau voru til fyrirmyndar í vélinni, þæg og flott.  Harður heimur fyrir þessi börn að hitta kannski annað foreldrið sjaldan og þurfa að fljúga landshorna á milli til þess. Gabríel gat hoppað yfir til pabba síns um helgina því ég þurfti úr bænum.  það er ómetanlegt fyrir “skilnaðarbörnin” að geta hitt báða foreldrana án mikillar fyrirhafnar. 

sunnudagur, mars 21, 2010

Þórhalla systir á afmæli í dag !

Til hamingju með afmælið elsku Þórhalla !!

untitled

Knús og kossar frá okkur Gabríel !

fimmtudagur, mars 18, 2010

.. and thanks for all the fish..

Þetta er skuggalega fljótt að líða ! kannski er það bara þessi árlega afmæliskrísa sem læðist upp að manni og “booo” þannig maður flörgrar upp af værum doða.. Á enn eftir tæpa viku í að verða alvöru fullorðin.. samt finnst mér ég ekki degi eldri en þegar ég átti soninn fyrir 5 árum síðan.  Hann stækkar og þroskast en ég bara er ennþá í sömu sporum.. hmm…

mánudagur, mars 01, 2010

Myndskilaboð

Sumir vilja bara vera uti i svona vedri



já já – og febrúar…

ok – það er bara nóg að gera og ekkert fréttnæmt – kannski nota ég facebook líka of mikið gætiverið. 

En við erum hress og hraust og kát .  Ekkert nýtt að frétta bara gaman að vera til :o)

núna er kominn mars semsagt, bjórinn á 21. árs afmæli í dag, nokkur önnur afmæli í mánuðinum, árshátíð í enda mánaðarins og svo páskar í byrjun aprí – þá fer sumarið alveg að koma :D

fimmtudagur, janúar 21, 2010

og janúar að verða búinn

var að fatta að það er kominn 21 janúar- fyrsti mánuður ársins að verða búinn.  Þetta er að liða svo allt of hratt. 

En okkur líður alltaf jafn vel.  Sonur bara stækkar og stækkar.   Búin að vera heldur róleg í janúar hvað varðar skemmtanir.  Búin að njóta þess að vera heima og slappa af. 

Og framundan er Þorrablót í Reykjadal.  Ákvað að fara ekki á blótið í Mývó þar sem maður verður að halda utan um peningana sína heldur fast.  Kannski líka ástæða þess að djammið hefur verið í minna lagi. 

clip_image002