- eða nei ekki alveg en stundum er það afskaplega líkt því. Gabríel er hjá pabba sínum og allir í vinnunni eru í fríi. Ég er nánast ein í öllu Rarik húsinu. En það er bara notalegt, hlusta á tónlistina og hef það gott.
Er þó farin að sakna sonarins. Hann er búinn að vera að heiman í viku og á eftir að vera í burtu í tvær í viðbót. Hann er án efa að njóta þess að vera með pabba sínum :o)
Fór síðustu helgi austur á firði. Þangað hafði ég ekki komið síðan ég flutti þaðan 8. desember 2006! Og það hríslaðist um mig einhver tilfinning þegar ég kom niður af Fargradal í Reyðarfjörðinn. Ég fór með vinkonu minni Freydísi að heimsækja Eygló og Sólveigu – bara ef það hafði farið framhjá einhverjum á facebook hehe. þetta var snilldar helgi- hreint út sagt dásamleg.
Við fórum að skoða álverið á laugardeginum og það var bara snilld. Allt er svo stórt og það er svo heitt þarna. Fengum að fylgjast með ferlinu, frá því að það er í kerjunum, flakkið í deiglunum og vinnsluni í steypuskálanum. Og álið er svo ótrlúlegt svona fljótandi, gæti staðið og starað endalaust á það glóandi heitt, fljótandi glitrandi …
Fórum og skoðuðum steinasafnið á Stöðvarfirði. Hafði aldrei komið þangað. Alveg agalega gaman að skoða það.
Við keyrðum rúnt í gegnum Fáskrúðsfjörð og stoppuðum á Sumarlínu til að fá okkur að borða. Ég fékk smá hnút í magann við að sjá húsið mitt, en þegar ég heyrði að það hafði fólk keypt það sem væri búið að taka það alveg í gegn þá leið mér betur. Þau hafa bara fínisserað efstu hæðina, tóku mið hæðina í nefið og eru að byrja á kjallaranum. Eygló vinkona þekkir stelpuna sem keypti það og sagði að það hefði ekki verið neitt mál að banka uppá ef hún hefði ekki verið að vinna. Svo komst ég að því að þegar við vorum að skoða álverið þá hitti ég þessa stelpu þegar Eygló og Freydís voru að reykja. Mér þykir svo ótrúlega vænt um þetta hús, en það er í góðum höndum :o)
Ég hef alltaf talað um það að ég væri til í að flytja aftur austur. En eftir þessa ferð mína þá komst ég að því að það er ekkert þar sem kallar á mig. Fékk bara svona pjúra closure þegar ég var að keyra í burtu frá Fáskrúðsfirði. Og vá hvað það var frábær tilfinning, klappaði Freydísi á öxlina og sagði henni að hún sæti uppi með mig hérna á Akureyri. Enda á ég yndislegt líf hérna á Ak í dag !
knús á ykkur ! Myndir:
http://www.flickr.com/photos/gudrunkv/sets/72157624406743231/