mánudagur, júní 11, 2012

annasöm helgi

in the wild by Guðrún K.
in the wild, a photo by Guðrún K. on Flickr.

fór í sveitina mína fallegu. Sonurinn þegar farinn þar sem hann verður þar í sumar á meðan ég er enn að vinna.

Hjálpaði pabba með að keyra á fjall og það var virkilega gaman. Svo gott að fá að umgangast skepnurnar á svona fallegum dögum. Hugurinn hreinsast og batteríin hlaðast alveg. Maður verður líkamlega þreyttur og manni líður svo virkilega vel.
Fann að ég átti miklu auðveldar með þetta núna en í fyrra. Ótrúlegt hvað mér hefur farið fram í vetur, þó ég sjái það ekki eða fatti það hreinlega ekki. Ekki fyrr en reynir á greinilega. Gerir mig bara miklu ákveðnari fyrir vikið og ég get ekki beðið eftir að komast í tímann í dag.
Myndavélin var auðvitað með. Náði td mynd af fálka sem fylgdist með okkur, af Herðubreið sem skartaði sínu fegursta í gær og auðvitað af þessum fallegu lömbum, sem eru svo skemmtileg.
Er virkilega farin að hlakka til að komast í sumarfrí...

Engin ummæli: