þriðjudagur, mars 27, 2007

same ol'

Átti yndislega helgi :o)

Við sonur fórum snemma í sveitina á föstudaginn og áttum svo góða og rólega helgi. Nutum þess að vera saman, og vera þar og gera ekki neitt. Fórum í fjárhúsin á laugardaginn, kubbuðum, sváfum lásum og átum :o)

Sonur svo glaður að vera kominn til afa og ömmu loksins að hann réð sér varla fyrir kæti og vildi gera allt í einu strax, svo glaður var hann. Athuga hvort allt væri ekki örugglega á sínum stað :o)

Hann og amma hans leyfðu mér svo að sofa á sunnudaginn. Afskaplega gott var það, að sofa út :) ekki oft sem það gerist á mínum bæ. Enda kann maður að meta það þegar það gefst færi á.


Svo er maður komin aftur í hið daglega amstur, og hugsar um næsta frí sem maður getur verið meira með litla kút. Mér finnst stundum frekar erfitt að vera að vinna svona langan dag frá honum. Við fáum ekki það mikinn tíma saman á virkum dögum. En njótum þess þó. Morgnarnir eru oft samt erfiðir. Sumir stuttir eru með skap og eru ekki alltaf til í að hlýða mömmu sinni. Og er oft skipst á skoðunum. En það er bara svoleiðis, en við förum aldrei ósátt út. Knúsumst alltaf áður en farið er af stað inn í daginn :o)
---

Gott að borða hjá afa !!!

föstudagur, mars 23, 2007

Afmæli í dag....

ég á afmæli í dag... 27+ :) en er alltaf jafn ung í anda !!!
----

Eigið góða helgi dúllurnar mínar !!!

fimmtudagur, mars 22, 2007

omg...

hvað tíminn getur verið lengi að líða milli 17:45 og 18:00... :(

Ætla að vitna í vinkonu mína Dóublessaða


upp og niður vika

búin að eiga upp og niður daga í vikunni. Frábær helgi, Þórhalla systir og sonur hennar komu í heimsókn. Þau voru að keppa á Dalvík á skíðum og það styttir rúntinn þeirra þessa daga að gista hjá okkur. Og er nú búið að prufukeyra Tjarnarlundinn í gestastússi og kom þetta vel út allt saman.
Svo niðurdagur á mánudag þar sem sonur fékk í eyrað kvöldið áður. Sváfum ekkert um nóttina. Var kíkt í eyrað á mánudag og er það í lagi núna. Hann þarf ekki einu sinni sýklalyf hann er svo hress og hraustur að eðlisfari. Hristir þetta af sér. Ég náttla fékk samviskubit; hvar hef ég nú klikkað?? En læknirinn sagði mér að ég væri að gera allt rétt, þetta væri sýkill venjulega í hvers manns nebba, og hann hefði getað blómstrað bara við að strákurinn fengi flensuna þarna um daginn, eða einhver krakki á leikskólanum verið að bera þetta um.
Þriðjudagurinn var mjög fínn. Brynja saumó kom í vinnuferð norður og fengum við að fara út að borða saman á Greifanum í boði vinnunnar. Mjög gaman að hitta hana! Ég kláraði skattaskýrsluna og fékk veður af utanlandsferðinni sem verður árshátíðin okkar í haust. Sonur alltaf yndislegur.
Í gær var downdagur og nær hann að teygja sig yfir á daginn í dag. Stundum eru bara ljósupunktarnir í tilverunni svo afar langt í burtu að maður sér varla glitta í þá.
Málið er held ég að nú er ég búin að vera í brjálaðri keyrslu síðan í desember. Og svo margt búið að ganga á go eitt leitt af öðru. En núna eru 2 vikur sem bara hafa verið venjulegar. Og ég er ekki að ná að tjúnna mig niður aftur. Er yfirspennt, yfirstressuð, og er með áhyggjur af öllu mögulegu og næ ekki að slaka á. Ég er alltaf þreytt, sef ílla, vakna jafn þreytt og þegar ég fór að sofa. Hádegismaturinn fer í að hlaupa og gera það sem ég þarf að gera fyrir heimilið þar semég hef engan annann tíma til að td versla.
Ég hef hugsað um að fara aftur á þunglyndislyfin mín, á þau uppi í skáp. En þau halda bara svo djöfulli fast í aukakílóin. Og ég hreinlega langa ekki til að byrja að reykja aftur.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Sýning sonarins

Vá - allt í einu kominn fimmtudagur ... aftur! Vikan að verða búin aftur.. Ekki mikið búið að gerast. Fór á danssýningu hjá syni mínum, sem var svo ekki mikil sýning þar sem fætur sonarins hættu að virka og vildi bara vera í fangi mömmu. En þetta var rosa gaman, sá vini hans, og fóstrur. Fengum veitingar sem börnin höfðu sjálf bakað og sonur minn var afar montinn af möffinsunum sem hann hafði átt þátt í að baka.
Þetta eru sonur minn (lengst til hægri) og félagar hans á Undralandi, Flúðum. Þess má geta að þeir eru allir 7-9 mánuðum eldri en hann.
Annars er allt ágætis að frétta. Maður er dálítið þreyttur. Er mikið að fara skalann, upp og niður í skapinu, þar sem allt er að settlast og hin nýju daglegu vandamál eru að líta dagsins ljós. Og líka þar sem allt er að komast í fastar skorður hef ég meiri tíma til að hugsa, og þar sem ég hef ekki fellt eitt tár almennilega yfir því sem gerðist, finn ég núna fyrir að ég er viðkvæm, má við litlu. En ég samt næ að hrista það af mér og halda áfram :) Aðallega er ég fegin yfir öllu, en svo blossar upp reiðin.

Núna er maður farinn að hugsa um sumarið, og hvað maður eigi nú að gera af sér í þeim málum :) Einhverjar hugmyndir?

mánudagur, mars 12, 2007

Fín helgi að baki

með syni mínum og WoW. Hitti systur mína og son hennar sem voru hér að keppa í fótbolta. Kveikti í lifrapylsunni og blóðmörskeppunum sem ég var að sjóða á laugardag, og þurfti að kaupa úr búð... Og ég skammast mín ekkert að viðurkenna þetta, eldamennska er ekki mitt fag. Mitt helsta áhyggjuefni er daglega "hvað á ég að gefa syni mínum að borða í kvöld" Hann er svo svangur þegar dagurinn er liðinn því hann fær ekkert að borða milli 14:30 og 18:00 og hann er gjörsamlega hungurmorða greyið og ég er ekkert sátt við það.
Svo finn ég stundum fyrir blues... einmannablús. Og jafnvel sakna fjarðarins fyrir austan. Sakna hússins míns, og já hundsins sem ég átti bróðurpartinn af veru minni þar. Og ég fyllist reiði við manninn sem tók þetta allt af mér án þess að gefa mér tækifæri á að halda í það.
En ég er heppin að eiga gullmolann minn. Við leiruðum, kubbuðum, lituðum og pússluðum. Hlógum og lékum okkur. Hann átti mömmsuna sína alveg útaf fyrir sig og honum fannst það ekki leiðinlegt þessari elsku :o)
þar til næst - hafið það gott og farið vel með ykkur

föstudagur, mars 09, 2007

Þreytt á gamla

komin tími til að breyta smá til... þó það sé ekki nema útlit frá blogger sjálfum! En 12 mín í lokun, föstudagur, rólegheit framundan. Ætla að vera heima með syni mínum og hafa það notalegt.
Foreldrar mínir komu í heimsókn í hádeginu og buðu mér í mat á Greifanum, ohhh það var svo notalegt og svo gaman að hitta þau svona surprise!
Hafið það gott um helgina elskurnar mínar !

fimmtudagur, mars 08, 2007

Ný helgi framundan

já - ég var svo lasin alveg fram á þriðjudag - þá vogaði ég mér út fyrir hússins dyr og í vinnu. Nema sonur var orðinn frískur og var afar hress um helgina ! Mamma og pabbi lágu hinsvegar eftir að við fórum.
Já lífið heldur áfram sinn vanagang hjá okkur mæðginum. Okkur líður vel, gaman í vinnu, gaman á leikskólanum, og svei mér þá en ég átti fyrir öllum reikn um mánaðarmótin (sleppum að ræða afganginn sem var heldur lítill)
En ég er að skipuleggja mig og mitt líf upp á nýtt. Guð má vita hvar ég kem karlmönnum fyrir -en ekki alveg í náinni framtíð - sorry Jóhanna en ég er ekki á leiðinni að verða skotin strax (hleyp enn hratt úr sundi þegar ég sé helgarpabbana mæta) Pússluspilið býður bara ekki uppá það í augnablikinu. Þó gaman væri að hafa bíóbuddy á svæðinu.
Snjórinn er farinn - vonandi kemur hann ekki aftur. Bjart þegar ég er búin að vinna og ég fíla það. Barnapían mín er bara yndisleg, og Gabríel er svo sáttur og kátur, ég er svo heppin með hann, ég þakka fyrir hann á hverjum degi. Knús!

föstudagur, mars 02, 2007

back to the land of the living...

jamm - þegar ég vaknaði í morgun leið mér eins og manneskju aftur. Enginn mega hausverkur, hor eða eyrnaverkur sem gerði það að verkum að lyfta haus af kodda væri ógerlegt. Og ég fattaði að það væri föstudagur og þetta væri 3 dagur minn heima í veikindum. Í gærmorgun þá vissi ég ekki vikudag, eða hve lengi ég hafði verið heima, eða neitt var hreinlega út úr kortinu.
Í morgun langaði mig meira að segja í kaffi! og sá var ljúfur bollinn! Ég hef ekki getað verið í tölvunni, ekki getað gert neitt, nema bara legið og stytt stundir með NCIS og skjánum.
Sonur minn er enn í sveitinni og veit ég að fer vel um hann. Sakna hans ógurlega, en ég veit að ég hefði aldrei getað sinnt honum sem skyldi núna sl daga. Er ég því óendanlega þakklát þeim öllum fyrir aðstoðina. Mamma og pabbi hafa verið með hann og gullmolarnir systir mín og hennar lið fært honum dót og sinnt honum líka!
Ég vona að mér líði það vel í dag að ég komist uppeftir.
Eigið góða helgi!

fimmtudagur, mars 01, 2007

Hver er sætastur!



þriðjudagur, febrúar 27, 2007

blehhh

og pestin herjar á mig lika. Ég er í vinnunni - en vildi óska ég væri heima í bleiku frottesokkunum mínum, undir teppi/sæng. Meira að segja tölvan heillar ekki, svo það er mikið í gangi, hor, hiti, hausverkur, augnverkur, beinverkir...
Litli knúsustrákurinn minn er í sveitinni. Sakna hans. Þakka fyrir að eiga góða að þar sem geta hugsað um hann svo ég geti unnið.
En Dóa mín á afmæli í dag!!! Hún fær að testa aldurinn á undan okkur Önnu G. - en ekki í langan tíma þar sem þetta er óumflýjanlegur andskoti að eldast!
Innilega til hamingju með daginn í dag hjartaknúsan mín!!!

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Duglegur strákur


Að hjálpa mömmu með þvottinn

laugardagur, febrúar 17, 2007

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

gubbupúki

og sonur minn tók upp á því að byrja að gubba á mánudaginn. Mátti fara fyrr úr vinnu og sækja hann í skólann. Og núna er Alli farinn í frí, og Jónas er í Frakklandi, svo við Reynir erum bara tvö með búðina. Og þar sem hann er ekta yfirmaður þá er hann mikið á fundum, og ég get bara ekki tekið mér fleiri daga frá vinnu. Svo mínir yndislegu foreldrar eru með son minn. Fór með hann þangað á þriðjudagsmorgun fyrir vinnu. Var ein heima á þrið.kvöld- svakalega einmanna sérstaklega um morguninn. Var svo tómlegt í íbúðinni. Saknaði litla mannsins míns svo rosalega - kom mér frekar á óvart hve mikill söknuðurinn var og var hann ekki langt í burtu.


Og núna er hann að hressast. Hann er enn í sveitinni, en neitar alveg að borða. Hann drekkur en borðar ekki neitt. Elsku kallinn minn litli. Ég vona að þetta sé restin. Vona að næsta vika verði eðlileg.


Mér finnst svo erfitt að biðja um pössun, og erfitt að skilja hann svona eftir, að keyra í burtu og hann grætur á eftir mér vegna þess að hann hefur varla séð mig þessa vikuna.
Hann er litla hetjan mín þessi elska.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Back to work...life...


og þá er þetta loks yfirstaðið. Og maður er kominn út á meðal fólks. Svakalega finnur maður fyrir því að vera einn í bænum á svona stundum... Varð td að klæða barnið mitt út í gær til að fara í apótek til að kaupa hitamæli! (hinn rann til og datt í flísarnar go brotnaði) En sem betur fer er barnið mitt hraust og apótekið er nálægt. Og svo bara einveran.. enginn í kaffi, enginn að kíkja við. Bara við Gabríel. Sem betur fer er sonur minn það besta í heimi. Manni leiðist sko ekki í nærveru hans, og hann er svo hjartahlýr og góður, klár og skemmtilegur. Hugsa alltaf um hve heppin ég er um að eiga svona hraustan go duglegan strák! Á þessum 2 árum sem hann hefur lifað hefur hann bara 2 orðið svona almennilega veikur - bæði skiptin þegar hann er að byrja á leikskóla! Það bítur fátt á hann og hann fékk ekki í eyrun með þessu! Hann er hetja!

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

mánudagur, febrúar 05, 2007

pestarbæli og Bubbi byggir

jámm. hérna er sko pestarbæli. Sonur vaknar á morgnana með 38,5 stiga hita og fer í rúmið með 39+ á kvöldin - síðan á föstudag. Vona að þetta fari að lagast. Afi hans Magnús læknir kom í gær og hlustaði hann og vill hitta okkur á stofunni i dag. Hann var ekki ánægður með að heyra í smá astma. En það er einhver fylgikvilli flensunnar.
Svo það eina sem blívar er bubbi byggir... og ég kann dvd diskinn utan að núna. omg..
Ég er náttla að deyja úr samviskubiti út af vinnunni. Nýbyrjuð og alles, en svo sé ég framan í litla lasarusinn minn og veit að hann einn skiptir máli, hitt má bíða. Við leikum okkur með kubba og bubba byggir bílana sem hann á, gröfurnar og Gogga...

sunnudagur, febrúar 04, 2007

laugardagur, febrúar 03, 2007

Kubbar og Bubbi byggir


er í uppágaldi núna!

miðvikudagur, janúar 31, 2007

So true...

"Af hverju er þessi mánuður búinn að vera grunsamlega lengi að líða, en samt fljótur.. það er kominn 3o jan, en samt einn dagur í útborgun enn!!!"
þessa klausu fann ég á bloggi systur vinkonu minnar. þegar vinkonur blogga lítið fer maður að glugga í blogg þeirra nærstöddu til að ath hvort eitthvað sé að gerast. En þetta var akkúrat það sem ég hugsaði í gær. "vá hvað þessi mánuður er búinn að vera lengi að líða - samt búinn að vera á milljón allann mánuðinn. Svo mikið búið að gerast og miðað við það allt ætti að vera kominn Mars!! þetta er ekki venjulega svona og ég er alls ekki vön þessu áreiti og þessu stressi sem fylgir svona miklum breytingum. 2007 byrjar með bombu hjá mér - það er satt. Og það er enn ekki útborgað fyrr en á morgun.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Þorrablót og fl

fór á snilldar þorrablót í Reykjadal um helgina!! það var bara gaman! Reykdælingar eru klikk segi ég nú bara. Það var dulítið skondið að sjá gömlu kennarana af Laugum reyndar :o) Anna og Hermann eru nú alltaf jafn miklar perlur þessar elskur! Og það var etið að góðum sið mikið og vel af skemmdum jafnt sem ferskum mat! Allavega var ánægjulegt að borða hákarl með fólki sem finnst hann jafn góður og mér (smbr Védís; mamma Önnu, og Hermann).
Gabríel var í passi hjá mömmu og pabba og var þokkalega ánægður með það allt saman. Fer alltaf vel um hann þar! Honum finnst alltaf jafn gaman að fara þangað, og ég er alltaf jafn hrædd um að hann vilji svo ekki fara heim aftur. En hann er líka jafn kátur að fara heim og á sunnudag sönglaði hann í bílum "heim hjóla heim hjóla" og hlakkaði til að komast í hjólið sitt heima.
Já okkur líður rosalega vel.
Gaman í vinnunni. Hresst fólk sem ég vinn með, og gaman að koma í vinnu á morgnana, sem skiptir jú miklu máli. Dagarnir eru langir reyndar, en svona er þetta bara þegar maður er "sjálfstætt" foreldri. Þetta virkar, Gabríel er ánægður og það er fyrir öllu :)
/knús :o)

laugardagur, janúar 20, 2007

föstudagur, janúar 12, 2007

Gleðifréttir!


Ég fékk vinnu hjá EJS! Og í gær fórum við Gabríel á Glerártorg og héldum upp á það á viðeigandi máta!

Fyrsta freyðibaðið mitt


og kominn tími til!

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Gjafakort í Eymundsson


færði mér 2 seríur af uppáhaldinu mínu NCIS!!

sunnudagur, desember 31, 2006



Gleðilegt nýtt ár!



fimmtudagur, desember 28, 2006

Gaman á jólaballi


Fórum á jólaball í sveitinni. Amma Gabríels og hann skemmtu sér vel enda var rosa gaman hjá okkur!B-)

miðvikudagur, desember 27, 2006

Þau eru í uppáhaldi


öll þrjú!

sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól


Kæru vinir og vandamenn. Við Gabríel þökkum allt gamalt og gott á árinu sem að líða

2 ára í dag


Svona litu sumir út fyrir 2 árum!

laugardagur, desember 23, 2006

fimmtudagur, desember 21, 2006



Hægt ad nota gestina



Ég hlakka til jólanna!



þriðjudagur, desember 19, 2006

tær snilld!!

Fékk þær frábæru fréttir í dag hjá henni Sesselju í skóladeild Akureyrarbæjar að Gabríel kemst inn á leikskólann Flúðir í Janúar!!!! ég á að hringja í konu á Flúðum og ath hvenær við megum byrja í aðlögun!! en hann er sem sagt KOMINN MEÐ LEIKSKÓLAPLÁSS!!!! *dancing around the christmas treeee*

Inni í dag

og ætla helst ekkert út. Nenni því bara ekki, þá eyði ég bara pening, og ég er að spara... það er brjáluð hálka. svona fljúgandi - allavega er hún svífandi hér fyrir utan gluggann minn á hæð 2....
Ætla að skreyta á morgun. Dóa mín kemur á fimmtudag, og við Gabríel förum í Mývó á föstudag. Langar til að hafa smá jóló hérna, tré og soleis. Ég er þó með 2 seríur, dúka og styttur uppi, svo það er aðeins jóló hjá mér. Já og ekki gleyma jólagluggatjöldunum sem mamma mín gaf mér :)

keyrið varlega og gangið varlega þið sem eruð úti í þessari hálku!

Strákur í kassa



mánudagur, desember 18, 2006

Í baði


Spurnimg um hvort baðið sé nógu stórt??

I'm fine...

hæ hó.
Þá erum við Gabríel búin að koma okkur vel fyrir hérna á eyrinni. Meira að segja fundum róló í morgun sem voru börn og dagmömmur að leik, he he þá fær hann smá útrás fyrir hve leiður hann er orðinn á að hanga alltaf bara með mér. Hann td lét mig alveg heyra það inni á Glerártorgi áðan og símabúðinni í göngugötunni. Nota bene hann er með fín lungu sá stutti.
Ég fæ vonandi að vita síðar í dag um hvenær hann fær inn í leikskóla. Annars var helgin fín. Við skruppum í Mývó (kúl að "skreppa" í Mývó) og gerðum laufabrauð. Það hafði verið á áætlun sl helgi, en þar sem hún fór í flutninga þá frestaðist það. Var rosalega gaman. Gabríel fór í fjárhús í fyrsta skipti og var ekkert smeykur við þær ferfættu.
Annars er ég ok bara. Koma stundir sem mér finnst allt ómögulegt, ömurlegt og ekkert hafi neinn tilgang og hversu ömurleg ég skuli vera þar sem auminginn hefur ekki einu sinni hringt eða látið í sér heyra í 3 vikur!! En svo hugsa ég um alka hliðina og hristi þetta af mér, þakka Guði fyrir að vera laus og þurfa ekki að hafa áhyggjur, og þakka fyrir að eiga svona marga og góða að sem eru alltaf reiðubúnir til að aðstoða, og vil ég hér með þakka fyrir yndislega aðstoð sem ég hef fengið.

Knús og kossar


laugardagur, desember 09, 2006



fimmtudagur, desember 07, 2006

Síðasta kvöldið...

Þá er það runnið upp, síðasta kvöldið hér í Sunnuhvoli. Og líðanin eftir því. Fegin að hafa tekið þessa ákvörðun, hlakka til að takast á við nýtt líf á nýjum stað. En mér þykir mikið vænt um þetta 103 ára gamla hús, og er döpur yfir hvernig þetta fór. Fyrir viku síðan þá var ég bara í tölvunni, áður en ég fattaði hvað var í gangi, grunlaus og áhyggjulaus.
Ég er enn að átta mig á þessu - hvernig nokkur getur verið svona kaldrifjuð, undirförul og svikul gunga, að þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann og taka ábyrgð á hlutunum, heldur laumast í burtu með skottið á milli lappana.
Nei ég hef ekki heyrt í honum enn og raun bara fegin. Hann lokaði sinni síðustu hurð í þessu sambandi sl fimmtudag.

Kúristrákur



miðvikudagur, desember 06, 2006

laugardagur, desember 02, 2006

Skilin...

ok ef þið sjáið Hjörleif í Reykjavík, ekki hringja í mig. Hann kemur mér ekki við lengur. Til að gera stutta sögu styttri þá fór hann á fund á fimmtudag, og hefur ekki sést síðan, eins og sagan um manninn sem fór út í búð að kaupa sígó, þá fór hann á fund....

Við Gabríel höfum það fínt, við erum að flytja til Akureyrar, erum já gott sem komin með íbúð :) og ég fékk mörg jákvæð svör varðandi vinnu þar, svo ég er bara bjartsýn á þetta.

svo ... jólapakkar - vinsamlegast sendið þá og kort til mývó, við verðum þar um jólin :)

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Til umhugsunar...

One of the hardest things in life to learn is which bridge to cross and which bridge to burn.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ætla að kaupa jólamandarínukassa á morgun..

Sko... ég er í vinnunni, klukkan er bara 09:25, og ég sit og les blogg, les moggann,.. fæ mér te og less blogg. Langar ekki kaffi, er frekar áhyggjufull vegna þess, ekki líkt mér að vilja ekki kaffi. En gæti verið kvefið að tala.

Er búin að heyra í nokkrum yndislegum manneskjum í morgun, aðallega á msn, en þær eru heppnar og eru bissí að vinna. Mér finnst þetta ekki sniðugt lengur.

Annars er allt hið besta að frétta. Áætlað er að fara í Mývó helgina 8-10 des í laufabrauðsgerð. Þá ætla ég að klára jólagjafastússið, hitta fólk og njóta jólafílingsins. Það er ekkert planað að fara um jólin eitt eða neitt. Langar helst að slappa af heima hjá mér. Ég þarf að sitja á mér að byrja ekki að spila jólatónlistina. Og er í startholunum með seríurnar. Vika til stefnu...

Annars – my mind is blank.. maður verður heiladauður á að sitja og gera ekki neitt svona lengi...

mánudagur, nóvember 20, 2006

Enn einn mánudagurinn....

Góðan daginn og “gleðilegan” mándudag
Ég er mætt,.. aftur .... í vinnuna mína þar sem ég upplifi mig sem þann ónýttasta starfskraft veraldar í augnablikinu. Komin klukkan 08:20.. og fæ mér kaffi, les moggann á netinu, les blogg, athuga póstinn, les meiri blogg, fasteignaauglýsingar og atvinnuauglýsingar. Og klukkan er bara 09:20... klukkutími liðinn. Blehh.. . This will be a very long day. Bólar ekkert á yfirmanni mínum. Já einn dag sl viku mæti ég of seint og þá var hann hérna, “Gudrun I missed u this morning” - en hinir dagarnir, sem ég er hérna , er ég algjörlega atvinnulaus.
Annars mætti
ég ekki í 2 daga sl viku vegna veðurs, go ég skammast mín ekkert fyrir það. Nema ég varð hálf hvummsa þegar ég heyrði að það væru rútuferðir á milli Fásk og vinnunnar. Hafði ekki hugmynd um það. En litli bíllinn minn er ekki glaður í svona færð. Þetta er jeppafærð og ég nappaði Fordinum í morgun, mega gella á jeppa :o)
Helgin var ljúf eins og alltaf. Sonur glaður og kátur. Ætluðum að versla á laugardaginn en Gabríel svaf frá hálf eitt til hálf fimm. Þá var orðið of seint að brenna til Egs að versla, fórum í gær í staðinn. Sonur vill sofa svona vel regluelga. Við höfðum vaknað snemma um morguninn, fórum og hömuðumst í íþróttahúsinu. Þá var minn bara búinn og steinsofnaði eftir pastadiskinn sem hann fékk í hádeginu. Það besta er að þetta hefur engin áhrif á hans 12 tíma nætursvefn. Gott að hann getur sofið þessi elska.


þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Blehhhh


Og þetta vaknar maður upp við:
“Það er stórhríð á Þverárfjalli og milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Víkurskarð er ófært en þar er verið að moka. Þá er varað við stórhríð á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og eins á Breiðdalsheiði en annars er víðast verið að hreinsa vegi bæði á Norður- og Asuturlandi. Sérstaklega er beðið um að smærri bílar séu ekki á ferð á Oddsskarði þar sem mokstur stendur yfir og verið er að koma sjúkrabílum í gegn.”( 14.11.2006 | 7:50) og “Viðvörun: Búist er við stormi....”
Sko er ekki komið nóg???

Ætla sko að fara í hádeginu eitthvað út. Fór ekkert í gær, ætlaði að spara peninga og bensín, en þess í stað, var dagurinn helmingi lengur að líða, ég helmingi pirraðri, og þá er bara spurningin um hvort það sé virkilega þess virði, að spara peninga og bensín??


mánudagur, nóvember 13, 2006

Mánudagur til myglu #2

Ok nú er ég komn með dúbíus plott “hvernig get ég stungið af úr vinnu án þess að bossinn fatti” þá verð ég no 1. að bíða þar til hann fer á fund.. no 2. RUN FOR IT!!!!

Seriously... klukkan er 15;42 og ég er ekki búin að gera HANDTAK síðan 11 í morgun. Þetta er náttla bara ekki sniðugt. Sit og bora í nefið, laumast á netið, sem ég má eiginlega ekki gera. Ég SAKNA Tæknivals, og þeirra hlunninda sem þar voru, eða Netx sem ég var minn eiginn herra. Omg omg omg ég meika ekki marga daga af þessu....

mánudagur til myglu

“Viðvörun: Búist er við stormi” er ég orðin leið á þessum orðum... þokkalega. Eina sem maður hefur heyrt í 3 daga .. “veðurhorfur næstu daga, viðvörun búist er við stormi.....” Og svo brestur allt á, húsið mitt færist til um 5 cm í hverri hviðu, ég fljótlega get sagst eiga heima á Hamarsgötu í stað Skólavegs, (Hamarsgatan er gatan fyrir neðan mig) Og oft um helgina var ég viss um að ég og mínir myndu enda úti á firði. Mér leiðist vetur. Snjór og allt sem honum fylgir. Kuldi, gustur og bleyta. Klakabrynjur og hor.

Mánudags myglan alveg að drepa mig. Kannski væri ekki svo slæmt ef maður hefði eitthvað að gera til að láta daginn líða – bara smá hraðar.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Heima....

í dag hjá veiku barni og veikum manni. Hiti og slen að ganga....

föstudagur, nóvember 03, 2006

jibbí skibbí

14:09
Jámm ég á nýjan lítin svartan bíl bíl !!!
Var að koma aftur frá Heklu á nýja bílnum mínum – geggjað! Lítill Póló, alveg nægilegur fyrir mig og mínar þarfir. Meira pláss aftur í honum en í impnum, svo kannski hætti ég að slá hausnum á barninu mínu í bílinn núna þegar ég set hann í aftursætið. Svo þegar átti að fara að kvitta þá kom það í ljós að Hjölli var skráður fyrir impnum svo hann varð að kvitta – sem betur fer hafði ég lokkað hann með mér á bílasöluna!
Núna – aftur við borðið mitt – hugsa ég bara um að komast á rúntinn. Og þar sem það er nákvæmlega ekkert að gera þá hreinlega finn ég til...

Svo ég bara föndra tímaskrýslu í excel, bara að dútla.

Núna þegar pengerne eru komnir á reikn þá get ég borgað það sem ég skulda í dag :D en ég geri það ekki hérna í vinnunni þar sem allir eru með augun á allra skjáum og ég hef engann áhuga á að gera neitt solleis hérna. Auk þess sem ég veit ekkert hvernig þeir monitora netið og hef engann áhuga á að skilja eftir lykilorðs cookie á servernum hérna!. Svo elsku Blíða – takk fyir lánið og biðin er senn á enda legg inn á þig í kvöld :D

15:18

Bleeehhh – ætlaði að borga reikn – glatað þegar dagurinn líður svona nákvæmlega ekki neitt. Og hvað – nema það að heimildin dottin niður – seriously!! Hvað ef ég hefði nú ætla að halda mig við að borga reikn í kvöld?? Ekki gott ekki gott... En þær eru svo yndislegar að redda þessu fyrir mig.. þe heimildinni – ha ha hvað ætli sé langt síðan ég fór yfir núllið HA HA HA HA HA HA

Það fyndna er samt að heimildin og nú bíllinn minn nýji eru einu skuldirnar á kennitölunni minni ! (fyrir utan RÚV skuld dauðans)

15:54
Þá fer þetta að koma – 30 mín eftir.. kannski sting ég af fyrr ef bossinn stendur einhverntímann upp frá tölvunni. Fyndið. Maðurinn sést varla alla vikuna og svo akkúrat núna þá situr hann sem fastast !

16:30
Ok now I am getting nervous... heimild ekki upp enn... ekki gott
L Og mig bara langar til að borga reikn og stinga af... á nýja bílnum...

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Á sjó.....


10:20
Omg.. er bara ekki í stuði til að vinna. Er of spennt/stressuð vegan nýja bílsins míns. Alltaf þegar ég geri svona fjárfestingar þá fer alltaf í gegnum kollinn “get ég þetta, hef ég efni á þessu” ég er búin að liggja yfir þessu og hugsa fram og aftur, aftur og fram, hægri vinstri snú og alles og kem alltaf að þeirri niðurstöðu “jú ég get þetta alveg” - nú ef eitthvað gerist sem setur strik í reikninginn þá er hægt að selja bílinn aftur ekki satt? – ss atvinnuleysi, hugs hugs... já atvinnuleysi (það eina sem mé dettur í hug sem gæti breytt áætlun minni)

Sú sem situr við hliðina á mér á bleikt veski /tösku úr hreindýraskinni. Já ég segi satt og þetta er það flottasta sem ég hef séð til þessa.!!! Dóa – varð svo hugsað til þín!

11:33
Bíllinn minn er enn á sjó.... grátur grátur, er ekki von á honum í land fyrr en 7 í kvöld... – þá er skipið allavega sólarhring á eftir áætlun....

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Vikan hálfnuð...

Ok.. núna er ég með þennan þráláta hausverk aftur. Byrjaði næstum því samdægurs þegar ég byrjaði að vinna hérna aftur. Síðast þá var ég alltaf með hausverk, byrjaði á nuddi og bla bla en svo hætti ég og fór að vinna hjá Netx og hausverkurinn hætti. Núna bryð ég ibufen aftur. Ég veit hreinlega ekki hvað veldur. Vinnustaðan er rétt, góður stóll, borð í réttri hæð, og ég sit rétt. Ég stend upp og labba um, kannski ekki nógu mikið, en samt næ mér í kaffi, te eða kók með reglulegu millibili. Fæ mér pásu með Moniku og fæ mér ferskt loft (passa mig að standa ekki í reyknum) og þar sem ég þarf að fara reglulega með skjöl yfir í aðrar byggingar þá tek ég mér tíma og staldra við í góða loftinu úti, eða spjalla við fólk á leiðinni, ég semst sit ekki hreyfingarlaus frá 8 til 5. Auk þess sem ég man ekki eftir því að vera með hausverk á kvöldin þegar ég er komin heim, eða á leiðinni heim.. svo hvað veldur??

þriðjudagur, október 31, 2006

Happy Halloween

12:42
Það er svo rólegt eitthvað á skrifstofunni, matartíminn kannski veit ekki. Sá til sólar áðan, og var brutally minnt á það að fljótlega þá fæ ég ekki að sjá hana fyrr en aftur í janúar að mig minnir. En hún felur sig á bakvið fjöllin á þessum dimmasta tíma ársins...

Húsasmiðjan á sennilegast til kaffikönnu handa mér en minn heittelskaði sonur braut glerkönnuna um helgina og ekki er hægt að hella upp á kaffi. Sem betur fer drekk ég frekar cappuccino svo ég er ekki í bráðri koffeinleysishættu.

13:00

Og þá er friðurinn úti.. um leið og fólk var búið í mat, hefði actually verið næs að hafa svona kyrrð...

13:37

Mikið svakalega hlakka ég til að fá bílinn – þá get ég td stungið af í hád go komist út aðeins frá vinnunni, brotið upp daginn, er núna td með hausverk af súrefnisskorti, og búin að sitja á sama stað síðan kl 08:17 í morgun... fyrir utan nokkrar klósettferðir og teferðir

Happy Halloween!!!

mánudagur, október 30, 2006

Vel heppnuð helgi

12:20

Var að hefja hádegismatinn minn. Sit með bollasúpu, og sötra hægt, hún er svo heit... Og kók með, yumm. Djö gleymdi nefnilega makkarónuréttinum sem Hjölli eldaði í gær, hefði verið gott að hafa hann með í vinnuna og kjamsa á honum.

Helgin var afskaplega ljúf. Fórum “út að borða” á laugardag, semst hammara í sjoppunni á Reyðarfirði. Syni mínum finnst alltaf svo gaman þar, svo margt að skoða. Vildi óska að ég væri svona eins og hann – þarf svo lítið til að gleðja.

Tengdapabbi kom á fimmtudag og fór laugardagsmorgun. Hann var að selja Hvamm. Skrýtin tilhugsun að Hvammur sé ekki “option” lengur. Ekkert fiskerí þar eða hænur. Og maður á margar góðar minningar þaðan. Vona að nýjir eigendur fari vel með staðinn og hugsi um húsið og sálina sem þar er (draugana).

Sunnudag fórum við í sund á Eskifirði. Sonur minn er svo mikill selur, vatnið hræðir hann sko ekki. Hann vill ekki lengur fara í litlu rennibrautina – sú stóra er sko málið! Og bíllinn, litli leikfangabíllinn sem hann fékk á laugardeginum skildi sko með annars færi hann ekki í laugina!!

Við lékum okkur helling í gær, og hann er alltaf að bæta við í orðaforðann. “mamma le” þá á ég að lesa, “kubakuba” þá á ég að koma og kubba með honum, og núna er “mamma sa” þá á ég að koma og sjá. Svo eru bara fullt fullt af orðum sem hann er farinn að mynda, og hann reynir alltaf að herma. Litla ungbarna talið hans, semst “bullið” er hætt. Og hann er farinn að segja “já” og “nei” á réttum stöðum, þegar púkinn er sofandi... ef púkinn er til staðar þá notar hann “nei” frekar, og hlær ..... yndislegur!

föstudagur, október 27, 2006

Föstudagur

13:07

Rólgegt rólegt rólegt... föstudagur og ekkert um að vera. Sá sem ég vinn eða á að vinna mest fyrir lætur mig ekki fá nein verkefni, svo þegar ekkert er frá innkaupadeildinni þá hef ég ekkert að gera. Var að skoða jólatöfluna, og hef ákveðið að taka frí milli jóla og nýárs. Yfirmaðurinn verður í Ástralíu, svo það verður frekar lítið ef eitthvað fyrir mig að gera..

Og hvar er allt fólkið á msn... að vinna??? Össsss

13:41

Og tíminn líður ekki baun.. fæ ekki einu sinni meil..

14:17

Og tíminn stendur í stað. Var að útbúa “my personal safety plan” sem allir verða að gera og hafa nálægt vinnustöð sinni:

I will be committed to put safety as a priority,

I will not set a bad example for my co-workers ,

I will always think before I take an action and make sure I won’t put my own safety or others at risk,

I will respect speed limit and comply to all local traffic rules,

I will keep my desk organized as well my whole work environment,

I will deliver my best in order to fulfill the expectations of my position.

Þannig lítur það út…. Með dúllum og myndum og þessháttar sem ekki sést hér... Annars sit ég hérna og hugsa um nýja bílinn minn sem kemur með skipi næstu viku. Búin að hugsa allan skalann um hann, og er full tilhlökkunar um að fá þennan grip minn, er næstum búin að finna nafn á bílinn... Auglýsingin um jeppann á skipinu er búin að fljóta nokkrum sinnum í gegnum hugann, og ég hugsa bara “gvööð skildi bíllinn vera ein sjávarselta þegar hann kemur” en auddað ekki ... döööhhhh mar.

Fór á rúntinn í gær, tók bílinn hans Hjölla og fór á rúntinn, hækkaði í hátölurum og hafði það næs.. skildi vera kúl græjur í bílnum sem leyfa mér að hækka?? Já !! það eru það!!!

15:55

Jæja þá fer þetta að styttast. Og enn ekkert að gera. Samt einhvern veginn búin að vera að dunda, lengja verkefnin um helming.. er bara ekki vön að vinna svona hægt. Maðurinn minn þessi elska búinn að vera svooo duglegur í þessari viku, búinn að flísaleggja þvottahúsið okkar! Mega magnað skal ég segja ykkur! Og svo keypti þessi elska mp3 spilara handa mér, þar sem ég má ekki “streama” útvarpið og má helst ekki adda tónlist á vélina hérna. Málið er að þó ég mætti stríma og adda tónlist þá er ég bara ekki viss um að þessi vélarelska myndi ráða við það...

Leikskólar... já ég er búin að fylgjast með 2 sona móður í Reykjavíkinni fara ílla úr þeim málunum. Hélt að það myndi ekki vera svona úti á landi.. Það var þá blekkinging.. Núna þegar ég er í vinnu þá vil ég hafa málin þannig að ég geti sótt son minn á réttum tíma. Fékk td að breyta vinnutímanum svo ég geti farið með hann og sótt hann – nema þá þarf Gabríel að vera skráður frá kl 07:45 til 17:15 á leikskólaum, ég er alltaf 20 mín að keyra á milli. Nema hvað, við fyllum út svona tímabreytingamiða, og ekkert mál fyrr en leikskólastýran ullar því út úr sér að þetta taki ekki breytingum fyrr en 1. des...!!! ég hélt mér hefði misheyrst .. nei – 1. des er það heillin – þar sem við breyttum ekki fyrir 20 þessa mánaðar!!! Omg – heill mánuður í breytingu!!! Hvað er málið???

fimmtudagur, október 26, 2006

úr vinnunni

Hérna er ég í nýju vinnunni minni. Ekki mikið um að vera í þessu starfi. Vona að ég nái samt að læra það fljótt sem þarf að læra en það er mest megnis aftreitt á mánudögum og þriðjudögum…

Og ekki mikið hefur breyst – reykingapásum hefur ekki fækkað á þessum bæ hjá fyrrum samstarfsmönnum mínum. Sem betur fer er ég ekki í sama hóp og þau svo ég finn ekki fyrir því lengur þegar þau fóru svona oft út. En ég man bara hvað það fór rosalega í taugarnar á mér. Og ég taldi skiptin og reiknaði tímann og það nam um 2 klst sem fóru bara í smók... mér fannst það nokkuð mikið, því svo bættist við matartíminn sem er um 30 mín.

Ég er búin að leggja inn pöntun á nýjum Polo J mega gleði! Og auddað er hann svartur og sætur, vildi ekki gráan þó hann sé oggó praktískur, né grænan.. svartur varð fyrir valinu

En til að hryggja mínar elskur í Reykjavíkinni þá fæ ég hann með skipi. Ég kem ekki suður til að ná í hann. Ég ætla bara að koma ein aftur einhverja helgina til að versla í flottu búðinni okkar!!

En ég hlakka svo til að fá minn litla stelpu bíl, nýjan, glansandi með nýtt og glansandi lakk, nýrri lykt að innan og nýtt áklæði og og og ......

þriðjudagur, október 24, 2006

smá breytingar

ég átti yndislega helgi. Fór suður til að vera við útskrift Dóu elskunnar. Þó svo hún mátti bara taka 2 með sér á athöfnina sjálfa þá samt er þetta stór dagur og gaman að fá að taka þátt í þessu líka!
Flaug suður á föst morgunn, átti góða stund með Röggu minni, sem er alveg mögnuð manneskja. Við átum á okkur gat á brilliat pizza stað - og slúðruðum mikið :o)

Föstudagseftirmiddagurinn fór í dekur og leti hjá Dóu og Önnu. Anna er svo mikill snyrtisnillingur að ég er með nýplokkaðar og litaðar augnBRÚNIR og gaman að fá að fylgjast með henni að störfum , ss vaxmeðferðum og þessháttar... ég á myndir en þær eru ekki ætlaðar viðkvæmum sálum.

Laugardag var startað í rólegheitum, Dóa gerir sig klára fyrir athöfn og fer í glæsilegan upphlut sem er í eign ömmu hennar. Sjálf verður hún hin glæsilegasta og stoltir foreldrar fylgja henni til útskriftar. Við Anna Kringluðumst á meðan þar sem ég fékk að misnota vísað hennar í brilliant búð Evans. Kaffihús með yndislegu kaffi og himneskri köku...

það sem var möst í Reykjavík var pizza og kaffihús, Ragga reddaði því strax á föstudeginum, en alltaf má endurtaka góða hluti :o)

Við Anna elduðum okkur læri, og hún farðaði okkur, svo flott hjá henni! Hún er bara snillingur stelpan!!
Héldum út á lífið, afskaplega hressandi, en þar sem ég átti snemma flug og var ekki að drekka (þar sem ég drekk ekki) þá fór ég snemma heim, þær stöllur voru á tjúttinu frameftir.

Gott að sjá þá feðga taka á móti mér á vellinum. Litla mömmuhjartað barðist ótt þegar hún sá littla gullmolann sinn, og knúsaði hann og fékk líka sovoooo stórt knús til baka að ekkert þá meina ég ekkert getur komið í stað þess eða verið í líkingu við það.

Talandi um gullmola.. þá er hann á þeim aldri, að hann finnur dót, sem honum þykir spennandi, og fer með það. Ok. ég fann hringinn minn, en ég get ekki sett símann minn í hleðslu þar sem millistykkið á hleðslutækið vantar, svo ýmislegt fleira sem maður er að finna á hinum ýmsu stöðum og aðrir hlutir sem maður finnur bara alls ekki.... maður þarf að hugsa alveg frá grunni , hvenær var sá tími sem hann hafði aðgang að þessu, hver var hans næsta hreyfing og hvert.... og svo fikra sig eftir því... getur verið nokkuð snúið...

Ok.. já ég er byrjuð að vinna - næstum því í gamla jobbinu hjá Bechtel, en ekki alveg - fínt barasta.

fimmtudagur, október 19, 2006

Loksins loksins

ég er að fara suður trallallaaaaa!!!! Dóa mín er að útskrifast og Hjölli fann pening til að senda mig suður, far soldið fljótur að finna hann, datt barasta í hug að hann væri dulítið feginn að losna smá við mig. ha ha ha
en ég fer ein suður, sonur og maður heima í kósíheitum.
Hlakka svo til !
2 sem ég þarf að gera, kaffihús og pizza..

sunnudagur, október 08, 2006

Ótrúlegt....

Fékk þetta sent í e-maili frá Röggu vinkonu, og svo ótrúlega vill til þá er hún ekki sú eina sem kannast við þetta... :

Ég hef á seinni árum verið plöguð af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er. Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp : Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á uppáhaldsþáttinn "Sex in the City". Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera !!! Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og var auk þess búinn að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið kalt á eldhúsborðinu.
Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".

sunnudagur, október 01, 2006

bloggleti

Fann þetta á Pöddulíf....

You are


sko... ég er að kafna úr bloggleti..

miðvikudagur, september 27, 2006

&%$&#

ég er með túrverki DAUÐANS!!!!!!

miðvikudagur, september 20, 2006

Fæst orð hafa minnsta ábyrgð

og ekki orð um það meir. Sumarið farið haustið komið með tilheyrandi regni og roki.

Allt gott að frétta annars. Myndir á vefnum ef þið viljið skoða. Það sem hefur verið ða gerast er vel skráð að vef sonarins, annað er bara svona gangandi zombie, þar sem maður er enn atvinnulaus.

föstudagur, september 08, 2006

bara allt við það saman

Gabríel sáttur á leikskólanum, farinn að hjóla um allt á þríhjólinu sínu og segir nei... Fær kúlur go skrámur eins og allir litlir strákar gera, sem er eðlilegt :o)
Ég er enn heimavinnandi mamma, finnst það ok, er orðin svolítið þreytt a því en finnst gott að eiga frí og smá tíma fyrir mig.
Svo afsakið bloggletina - bara lítið að frétta, allt í góðu. knús...

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Magni bara snilld

og ég held að meginn þorri þjóðarinnar hafi kosið manninn, hafi vakað eða látið vekja sig til að senda nokkur sms, ég sendi örugglega um 25 stk

sorry

hvað ég er löt að skrifa. Ekki mikið um að vera, enn atvinnulaus, Gabríel á leikskólanum, Hjölli að vinna, svo highligts mánaðarins var að við fórum suður 1 dag í brúðkaup systur Hjölla, Vilborg vinkona gisti hjá okkur í 2 nætur, fórum norður sl helgi á réttir, Sylvía Ósk komin á drullumallara og mamma go pabbi kíktu í heimsókn.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

bara bilun


en ég er í skapi til að horfa á Clueless myndina.... kannski er það Pollyanna sem rekur mig til þessa en ég er alveg jafn hissa og þið. En stundum þá bara rekur hið daglega amstur og þankagangar til þess að loka sig út úr öllum normal hugsunum og vera heiladauður í smá tíma.
Og hvað er þá betra en að horfa á þessa blessuðu mynd.
Nema ég á hana ekki - ein af þessum stundum sem ég vildi að ég ætti hana. Og ég veit að þegar ég er búin að fá hana "lánaða" þá er ég dottin úr þessum gír.

Ætti ég kannski að kaupa hana á dvd svo ég lendi ekki í þessu dilemma aftur í framtíðinni?

laugardagur, ágúst 05, 2006

Ekki mikið að gerast

Ég er búin að vera frekar down eftir að ég frétti að Kíttið mitt hafi orðið undir bíl sl mánuð og ekki lifað slysið af. Þetta frétti ég sl föstudag (fyrir viku síðan) og var ég ekki í miklu hátíðarstuði frönsku helgina út af því. Hjölli var að vinna alla helgina og vorum við Gabríel bara heima í ró og næði þar sem ég gat fengið að gráta í friði yfir þessum örlögum knúsustelpunnar minnar. Ég auðvitað kenni sjálfri mér um, hefði aldrei átt að láta hana frá mér, en það bara þýðir ekki. Ég átti ekki um annað að velja þegar sú staða kom upp. Hún allavega fílaði sig vel á bænum go bóndinn var svakalega ánægður með hana og sá mikið eftir henni. Sem er huggun fyrir mig - henni leið vel þar.

  • Annars er það að frétta að við fjárfestum í nýjum (úr kassanum) Ford Ranger pickup, mega fallegur bíll sem á eftir að nýtast okkur vel.
  • Hjölli vinnur og vinnur.
  • Við stoppum ekki lengi í R-vík næstu helgi, sennilegast fljúgum við um morgun og svo heim aftur um kvöldið. Ég fæ bara að koma seinna ein þegar hann er í fríi.
  • Enn atvinnulaus
  • Nóg aðgera sem "full time mom"
Laters all
Njótið helgarinnar :o)

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Heimavinnandi húsmóðir

er rosalega krefjandi starf. En alveg rosalega gaman og maður sofnar þreyttur á kvöldin. Að vera heima með "terrible two's" eins go sagt er um þau sem eru á öðru ári, er hasar vinna. Svo eru sumir extra duglegir sem gerir hlutina aðeins flóknari. En þetta er rosalega gaman. Challenge en gaman.
Hjölli er byrjaður að vinna úti a svæði og líkar vel svona fyrstu dagana. Svo vonandi á það eftir að haldast gaman hjá honum. Hann er að vinna með hressum gaurum svo hann er að kynnast nýju fólki go sjá ný andlit. Og tala nú ekki um eftri að hann fékk bílprófið, ég sá hann varla - ég veit að hann kom heim til að sofa, en hann td fyllti bílinn 3 sinnum á 5 dögum... nokkuð gott segi ég nú bara! En ég uni honum þess, og mér finnst snilld að vera ekki eini bílstjórinn á heimilinu :)
Svo er ég að fá góða gesti í dag. Litla fjölskyldan að sunnan er að koma og gista eina nótt. Inga Hrund, maður hennar Kári og litla nýja prinsessan þeirra Anna Valgeirður (f. 12. apríl 2006) eru væntanleg. Hlakka afskaplega mikið til að sjá þau. Hef td ekki hitt Kára enn, og hlakka til að sjá litlu dúlluna þeirra.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

ekki gott

fékk uppsagnarbréf áðan... hvað gera skuldugir bændur þá?

Komin til vinnu aftur

og í þessu líka flotta veðri.. væri alveg til í að fara og nota nýja flotta sláttuorfið mitt í garðinum í dag. En þessu ræður maður ekki, sérstaklega ekki þegar maður veit ekki hvernig vinnumálin standa. Kemur í ljós.
Hjölli var farinn út kl átta í morgun - og fór 2x í sjoppu í gærkveldi - nýtur bílprófsins - ég líka. Mér finnst þetta bara snilldin ein !!!

Minni á Myndasíðuna af ferðalagi - svona rétt til að sýna hvar við vorum áður en ferðasagan verður sögð hér í góðu tómi og með meiri tíma til að blogga (sonur er með mér hérna)

Sjáumst knúsirnar mínar :o)

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Myndir á ferðalagi

hæ hæ
http://solargeisli.hexia.net/ eru myndirnar mínar sem ég sendi úr gemsanum. Hérna þarf ég ekki að logga mig inn til að pubblissa þær online eins og hérna :o)
Svo á meðan ég er í fríi http://solargeisli.hexia.net/ er staðurinn til að sjá nýjustu gsm myndirnar mínar og okkar og allra :o)
Allt gott að frétta annars, allir hressir gott veður gott að borða go skemmtilegt fólk :o)

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Þreyttur strákur

Sent með símbloggi Hex

mánudagur, júlí 03, 2006

Á greifanum

Erum a GreifanumB-)
Sent með símbloggi Hex

föstudagur, júní 30, 2006

Gott að sofa

Sent með símbloggi Hex

miðvikudagur, júní 14, 2006

Frábær helgi

Fórum á laugardaginn í Mývó, bara svona til að skreppa. Fórum í lónið, fengum okkur ís og pylsur, pabbi grillaði, rosalega notalegt.
María og Gunni komu sunnudagsrúntinn með stelpurnar til okkar og skelltum við okkur aftur í lónið. Alltaf gaman að hitta þau blessuð. Gabríel spilaði út öllum sínum sjarmakortum alla helgina, og var bara yndislegur. Komst í formúlustuð og sukkhornið með afa sínum og ömmu.
Kíktum í Belg hittum þar forystuær sem er brauðbíll - með sín tvö fallegu lömb. Gabríel var rosalega hrifinn af þeim og fékk að gefa þeim brauð.
Góð og notaleg helgi

Annars er fullt um að vera og skapið eftir því (sjá prv póst) ætla ekki að fara að útlsita því hérna þar sem þetta er ekki alveg fullfrágengið.
No worries - þetta er vinnutengt ekki hjúskapar..

ekki gott...

mig langar í sígó....

miðvikudagur, júní 07, 2006

Döpur í hjarta


Á sunnudaginn kom dagurinn sem ég hef kviðið fyrir í langan tíma, og alltaf vitað að kæmi að honum, bara vissi ekki hvaða dag þetta myndi gerast. En á sunnudaginn varð ég að láta hundinn minn fara. Sambúðin var hreinlega ekki að ganga upp. Ætla ekkert að fara að útlista af hverju, bara að hún fór út á Vattarnes go er núna hálsólarlaus sveitahundur. Kannski henni líði bara jafnvel betur þar. Vona það.
Allavega þá sakna ég hennar ofboðslega og sl dagar hafa verið mér mjög erfiðir.

Elsku Anna og Ragga, til hamingju með afmælin ykkar núna 4 og 5 júni. Ég gleymdi ykkur ekki, ég var bara ekki í gír til að bjalla í ykkur því þið hefðuð bara heyrt "sobs" í símann.
Innilega til hamingju með afmælin elskurnar mínar!!

fimmtudagur, júní 01, 2006

Sól og sumarhiti

Góðan daginn gott fólk. Loksins er komið sannkallað sumarveður hérna á Austurlandi. Kallinn minn sat úti á "svölum" í sólinni með sígó þegar ég fór. Hann duglegur, reykir ekkert inni lengur, fer út til þess.
En firðirnir eru spegilsléttir, fuglarnir kvaka í trjánum sem eru orðin græn. Og þar að auki er útborgunnar dagur í dag, hvernig getur maður annað en verið í góðu skapi :o)

Þið ykkar sem voruð að reyna að ná sambandi við mig sl daga, td á mánudag og þriðjudag en ekkert gekk - var vegna þess að ég kom heim á mánudag með gubbuna, sem stóð frameftir kvöldi. Og fór ekki í vinnu á þriðjudag vegna slappleika og slens, einnig var ég gjörsamlega búin á því eftir átökin kvöldinu áður. Ekki fór svo betur en Hjölli minn lagðist líka á þriðjudagskvöldið.

Ég var að spá í að fara í Mývó um helgina. En ef það á að vera svona veður hérna þá hreinlega tími ég ekki að fara. Heldur taka til í garðinum, grilla go hafa það næs heima hjá mér.

mánudagur, maí 29, 2006

3ja hæðin tekin í gagnið :o)


Halló halló - yndisleg helgi. Við fluttum tölvurnar upp á 3ju hæðina - sem er alveg ofboðslega flott! Er meeega þreytt í fótunum eftir flutningana, ekkert smá að flytja dótið upp 2 hæðir... he he vorum að gera grín að því að við værum ekki lengur í flutningsæfingu :o)
En þetta er alveg rooosalega flott hæð hjá honum Hjölla mínum!!

Svo klippti ég gaurinn minn, notaði svona rakvél, svo hann er með hálfsnoðaðan kollinn, sumarklippingin í ár :o) hann er algjör rúsína svoleiðis. Hann er rosalega ánægður með þessar breytingar á húsinu, það er nefnilega svo miklu meira af opnu rými og hann getur hlaupið miklu meira um allt þarna uppi.
Eins og sést á myndinni eru genin á réttum stað í litla prinsinum mínum :o)

hafið góðan dag, Guðrún K. "stolt móðir"


mánudagur, maí 22, 2006

Dóa snillingur!!

Hún Dóa mín, snillingurinn, heilinn, námshesturinn, besta manneskja í heimi,
kláraði BA verkefnið sitt á föstudaginn!!!!
Gefum henni gott klapp á bakið!!!!

TIL HAMINGJU!!!!

Hvaða dagur er í dag?


og hvað mætir manni þennann mánudagsmorgun?? Þetta er nóg til að gera mánudaginn þokkalega erfiðari en vant er... og mánudagar eru sko ekki mínur uppáhalds dagar eins og mörg ykkar sko vita....

föstudagur, maí 19, 2006

Tímamót.



Fyrsta listaverk sonarins litið dagsins ljós. Málverk frá leikskólanum Kærabæ. Það er full vinna að vera stolt mamma, og ég er ekkert að spara montið. Þetta er svo ótrúleg tilfinning, og brosið sem maður fær þegar maður sækir litla mann á leikskólann er það dýrmætasta sem ég hef átt um ævina. Allir dagar verða sérstakir þegar maður fær svoleiðið bros.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Góðan daginn


ég vaknaði við kvakið í syni mínum í morgun kl 7. merkilegt nokk þokkalega útsofin barasta! Oki, ég ákvað að prufa að nota sprey, þeas hrotusprey, og viti menn, allir sofa betur í húsinu. Hmmm... og ég er ekki lengur marin á hnénu eftir barsmíðar mannsisn míns um miðjar nætur. Versta er að ég vakna núna við hans hrotur. Reyna að fá hann til að nota þetta líka.
En Gabríel er orðinn hress og kátur. Sefur núna allar nætur, og ekkert vesen.
Hjölli er búinn að lakka allt uppi, og nú getum við farið að ferja dót upp á 3 hæð og taka hana í gagnið. Hér má sjá smá sýnishorn af þessari hæð : Sunnuhvoll 3 hæð. Ég fæ stórt herbergi undir mitt dót, semst tölvuna og allt föndrið mitt. Auk þess sem ég kem sófanum leikandi fyrir. Hlakka mikið til. Stór gluggi, útsýni til austurs og yfir fjörðinn.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Ótrúlegt en satt...



Í gærkveldi gerðust þau stórmerki að ég sofnaði við tölvuna mína. Já, ég sofnaði framan á lyklaborðið, í miðjum leik, WoW, á teamspeak með yfir 20 manns spjallandi í eyrun á mér, og plottandi hvernig væri best að ná Hakkar í ZG niður einungis með einum warrior.

Já þessi ælupest sonarins er farin að taka sinn toll á okkur. Ekki heill nætursvefn í heila viku, 4-6 þvottavélar á dag af gubbudóti, grátur og gnístandi tennur. Og að horfa á soninn missa undirhökuna, bollukinnarnar og bumbuna. Hann er alltaf jafn sætur, en halló - ekki allt á einni viku commmonnn!!

En þetta er held ég bara að verða búið, hann svaf í alla nótt - já ó já það var svo gott að vakna í morgun....
Svo erum við með breyttan opnunar tíma - frá 09:00-16:00 og lokað á laugardögum - þetta er semst sumaropnunnartíminn ég er rosa ánægð!!

miðvikudagur, maí 03, 2006

mæðulegur miðvikudagur



Ég vaknaði í morgun, reyndi eftir fremsta megni að segja sjálfri mér að dagurinn í dag yrði góður dagur, þrátt fyrir svefnlitla nótt, grenjandi rigningu og yfirvofandi blankheit. Gabríel er eitthvað rosalega pirraður, sennilegast illt í gómnum, jafnvel mallanum, með hita. Gallinn er sá að hann getur ekki sagt mér hvar hann finnur til, ég reyni að gera lífið hans bærilegra, en samt er ég ekki að ná að hitta á réttan stað. Endanum lagði ég hann í rúmið aftur og hann sofnaði, aðeins klukkutíma eftir að hann vaknaði. Enda kannski svaf hann álíka lítið og ég í nótt þar sem hann var ástæðan mín fyrir vöku.
Er í vinnunni. Ekkert að gera. Rigning, og skap í fólki eftir því. Kannski virkar hluturinn ekki og þá kemur upp pirringur, og rigningin og rokið hjálpa ekki til. Ég er að reyna að halda sönsum, en eins og sjá má mynd þá er mitt útsýni ekki upp á marga.....