Halló alllir saman!!
Hríð, hríð og aftur hríð. Ég er alls ekkert að gúddera þetta. Svo heyrir maður af sól og læti í R-vík!!
Ég er annars núna að föndra inni í tölvuherbergi, laga til hillurnar sem Hjölli setti upp fyrir mig um daginn, ætlaði að mála það sem þurfti að mála - en hún snillingurinn hún systir mín kom með þá tillögu að snjallt væri að setja lista, borða eitthvað sætt á þær - svo ég tók hana á orðinu og hamraði á þær gömlum sætum gardínuborða. (og það snjóar enn)
En það sem er að frétta þessa dagana er að systir mín og börnin hennar komu í heimsókn á laugardaginn, alveg meiriháttar að sjá þau og geta sýnt þeim slotið.
Og á sunnudeginum komu Jón og Stína með þríburana sína sem eru heil skæruliðasveit - veit að Saddam Hussein hefði ekki viljað að lenda í þeim á góðum degi, þau eru rosalega "dugleg"
Og á sunnudeginum gerði mín svo tilraun til að baka brauðbollur - sem heppnuðust alveg hreint ótrúlega vel - ég verð að segja það að þarna leynist kannski dulinn hæfileiki sem hefur ekki fengið að líta dagsins ljós fyrr en núna.
þriðjudagur, apríl 29, 2003
föstudagur, apríl 25, 2003
Jæja góðir gestir!
Geggjað veður í dag, settum samtals í 3 vélar og hengdum út - ekkert smá gaman að fá að hengja rúmfötin út og fá þessa gömlu góðu útilykt í þau eins og í gamladaga hjá mömmu... vekur upp gamlar og góðar minningar.
Annars bara góður dagur í dag, þreif bílinn, fór til doksa (pillan mar) verslaði, stimplaði mig.
Hlaupabólan kom upp líka í dag. Atli Freyr vaknaði í morgun með fullt af bólum um allt, og kom úr krafsinu að yngri bróðir hans hafði verið með hlaupabóluna þegar strákurinn kom hingað, svo hann var þegar þá smitaður - vei....
Svo það var aftur rokið á stað til að kaupa krem til að slá á kláðann, sem virðist virka.
Og þvílíka hamingjan í Birkihrauninu yfir nýja fjölskyldumeðliminum, allavega erum við pabbi alveg himinsæl yfir þessu - en hann keypti sér ferðavél í dag!!!! Honum er búið að langa lengi í svoleiðis grip og lét loksins undan lönguninni "Til hamingju pabbi minn" !!!!
Og fleira skemmtilegt í vændum - Þórhalla systir kemur kannski um helgina - en hún hefur ekki séð slotið enn, hlakka mikið til að fá hana í heimsókn og sína henni híbýlin okkar.
Geggjað veður í dag, settum samtals í 3 vélar og hengdum út - ekkert smá gaman að fá að hengja rúmfötin út og fá þessa gömlu góðu útilykt í þau eins og í gamladaga hjá mömmu... vekur upp gamlar og góðar minningar.
Annars bara góður dagur í dag, þreif bílinn, fór til doksa (pillan mar) verslaði, stimplaði mig.
Hlaupabólan kom upp líka í dag. Atli Freyr vaknaði í morgun með fullt af bólum um allt, og kom úr krafsinu að yngri bróðir hans hafði verið með hlaupabóluna þegar strákurinn kom hingað, svo hann var þegar þá smitaður - vei....
Svo það var aftur rokið á stað til að kaupa krem til að slá á kláðann, sem virðist virka.
Og þvílíka hamingjan í Birkihrauninu yfir nýja fjölskyldumeðliminum, allavega erum við pabbi alveg himinsæl yfir þessu - en hann keypti sér ferðavél í dag!!!! Honum er búið að langa lengi í svoleiðis grip og lét loksins undan lönguninni "Til hamingju pabbi minn" !!!!
Og fleira skemmtilegt í vændum - Þórhalla systir kemur kannski um helgina - en hún hefur ekki séð slotið enn, hlakka mikið til að fá hana í heimsókn og sína henni híbýlin okkar.
fimmtudagur, apríl 24, 2003
Gleðilegt sumar!!
Það er ekki svo mjög sumarlegt úti hjá mér, frekar þungskýjað, og lítur út fyrir að það ætli að rigna.
Dagurinn í dag er búinn að vera eins rólegur og hægt getur orðið. Ég hef ekkert verið að brasa í tölvunni, heldur faðmað minn kodda og legið í nýjustu James Patterson bókinni minni, The Jester. Alveg frábær lesning. Hefur hjálpað mér að hugsa ekki um hve næs það mundi vera að liggja í sólbaði í Mývatnssveitinni með mömmu. En þau undur og stórmerki gerðust að hún móðir mín gafst upp á sólbaðinu sökum þess að það var allt of heitt fyrir hana. Það og að litli frændi minn fengi leið á súkkulaði eru hlutir sem ég hélt að myndu aldrei gerast.
Enn og aftur gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!!!
Það er ekki svo mjög sumarlegt úti hjá mér, frekar þungskýjað, og lítur út fyrir að það ætli að rigna.
Dagurinn í dag er búinn að vera eins rólegur og hægt getur orðið. Ég hef ekkert verið að brasa í tölvunni, heldur faðmað minn kodda og legið í nýjustu James Patterson bókinni minni, The Jester. Alveg frábær lesning. Hefur hjálpað mér að hugsa ekki um hve næs það mundi vera að liggja í sólbaði í Mývatnssveitinni með mömmu. En þau undur og stórmerki gerðust að hún móðir mín gafst upp á sólbaðinu sökum þess að það var allt of heitt fyrir hana. Það og að litli frændi minn fengi leið á súkkulaði eru hlutir sem ég hélt að myndu aldrei gerast.
Enn og aftur gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!!!
miðvikudagur, apríl 23, 2003
Jæja þetta virðist vera komið nokkurn veginn í réttan farveg.
Allavega, þá er lífið alveg snilld þessa dagana. Maður er að losna alveg við R-víkur stressið úr sísteminu. Komst að því að góð aðferð við það er að kaupa hús úti á landi, mála það og laga til. Synda og fara í gufubað á eftir. Kíkja reglulega til Mývatnsveitar, á hótel mömmu og pabba. Þar er sko hægt að slaka á.
Maður er svona enn að átta sig á að ég er flutt frá R-vík, en það er góð tilfinning. Það er allt svo rólegt og notalegt hérna. Garðurinn minn er að lifna við, og trén eru að laufgast. Mér finnst afar skrýtið að eiga garð, geta sett niður blóm, þurfa að reyta arfa. Fórum út í garð núna á Föstudaginn langa, í þvílíkri blíðu og tókum til í garðinum. Fann blómabeð, og við fundum rifsberjarunna, 2 stk af rabbabarabeðum, hvönn og sitthvað fleira.... já og sandkassa!!
Mývatnssveit var afslappandi. Fór alla dagana með pabba í gufu, sem er byggt yfir eina gufuholuna uppi í Bjarnarflagi. Þetta er ekkert fancy, en þó með búningsaðstöðu og einni sturtu sem hægt er að skola sig í og þvo sér á eftir. Þetta er víst kjörinn partýstaður á kvöldin um helgar. Maður kemur svo aflsappaður og fínn úr þessari gufu, tilbúinn til að takast á við hvað sem er.
Á laugardeginum fór ég með pabba og Jóni í Belg á netin. Pabbi hafði víst heitið á pottinn deginum áður - handa mér - nýjum silung. En þar sem það má ekki heita á pottinn þá gátu þeir ekki lagt netin á föstudeginum vegna veðurs, svo hann reif sig upp fyrir allar aldir á laugardagsmorgni til að leggja netin. Og við fórum þá seinnipartinn til að vitja þeirra, og við fengum í soðið. Einnig tókum við netin upp, því sá er siðurinn í sveitinni að aldrei eru net í vatninu á páskadag.
Páskadagur rann upp, ekki svo bjartur eins og ég hefði vonast. Frekar svalt. Og fyrriparturinn einkenndist af Formúlu 1 kappakstrinum. En þá er helgistund í Birkihrauninu, og Guð hjálpi þeim sem truflar á þeim tíma. Pabbi afar ánægður með úrslitin, en við mamma gátum unnt honum þess, vegna þess að "kúkurinn" hafði ekkert komist á blað síðan keppnin byrjaði.. hehehehe!!! (þeir sem fylgjast með formúlu vita um hvern ræðir)
Og að sjálfsögðu var kalkúnninn aLa Pabbi á borðum. Svakalega góður eins og honum er lagið. Hjónaleysin Þórhalla og Lalli mættu í mat með krakkana, og má þess geta að sumir stuttir, ljóshærðir fengu leið á súkkulaði eftir daginn.
Á mánudeginum fórum við til Akureyrar. Hjölli og Atli fylgdu með til að heimsækja tengdó. En við pabbi fórum í matarstellsleiðangur. Innflutningsgjöf frá honum, og var hún þörf því við Hjölli áttum aðeins 2 stóra matardiska, og ef gestur er þá notaði Hjölli disk sem er ætlaður undir ostabakka. Þannig að núna getum við boðið allt að 10 manns í mat, og öll setið við nýja eldhúsborðið sem tengdamamma gaf okkur í afmælis/innflutningsgjöf í mars.
Allavega, þá er lífið alveg snilld þessa dagana. Maður er að losna alveg við R-víkur stressið úr sísteminu. Komst að því að góð aðferð við það er að kaupa hús úti á landi, mála það og laga til. Synda og fara í gufubað á eftir. Kíkja reglulega til Mývatnsveitar, á hótel mömmu og pabba. Þar er sko hægt að slaka á.
Maður er svona enn að átta sig á að ég er flutt frá R-vík, en það er góð tilfinning. Það er allt svo rólegt og notalegt hérna. Garðurinn minn er að lifna við, og trén eru að laufgast. Mér finnst afar skrýtið að eiga garð, geta sett niður blóm, þurfa að reyta arfa. Fórum út í garð núna á Föstudaginn langa, í þvílíkri blíðu og tókum til í garðinum. Fann blómabeð, og við fundum rifsberjarunna, 2 stk af rabbabarabeðum, hvönn og sitthvað fleira.... já og sandkassa!!
Mývatnssveit var afslappandi. Fór alla dagana með pabba í gufu, sem er byggt yfir eina gufuholuna uppi í Bjarnarflagi. Þetta er ekkert fancy, en þó með búningsaðstöðu og einni sturtu sem hægt er að skola sig í og þvo sér á eftir. Þetta er víst kjörinn partýstaður á kvöldin um helgar. Maður kemur svo aflsappaður og fínn úr þessari gufu, tilbúinn til að takast á við hvað sem er.
Á laugardeginum fór ég með pabba og Jóni í Belg á netin. Pabbi hafði víst heitið á pottinn deginum áður - handa mér - nýjum silung. En þar sem það má ekki heita á pottinn þá gátu þeir ekki lagt netin á föstudeginum vegna veðurs, svo hann reif sig upp fyrir allar aldir á laugardagsmorgni til að leggja netin. Og við fórum þá seinnipartinn til að vitja þeirra, og við fengum í soðið. Einnig tókum við netin upp, því sá er siðurinn í sveitinni að aldrei eru net í vatninu á páskadag.
Páskadagur rann upp, ekki svo bjartur eins og ég hefði vonast. Frekar svalt. Og fyrriparturinn einkenndist af Formúlu 1 kappakstrinum. En þá er helgistund í Birkihrauninu, og Guð hjálpi þeim sem truflar á þeim tíma. Pabbi afar ánægður með úrslitin, en við mamma gátum unnt honum þess, vegna þess að "kúkurinn" hafði ekkert komist á blað síðan keppnin byrjaði.. hehehehe!!! (þeir sem fylgjast með formúlu vita um hvern ræðir)
Og að sjálfsögðu var kalkúnninn aLa Pabbi á borðum. Svakalega góður eins og honum er lagið. Hjónaleysin Þórhalla og Lalli mættu í mat með krakkana, og má þess geta að sumir stuttir, ljóshærðir fengu leið á súkkulaði eftir daginn.
Á mánudeginum fórum við til Akureyrar. Hjölli og Atli fylgdu með til að heimsækja tengdó. En við pabbi fórum í matarstellsleiðangur. Innflutningsgjöf frá honum, og var hún þörf því við Hjölli áttum aðeins 2 stóra matardiska, og ef gestur er þá notaði Hjölli disk sem er ætlaður undir ostabakka. Þannig að núna getum við boðið allt að 10 manns í mat, og öll setið við nýja eldhúsborðið sem tengdamamma gaf okkur í afmælis/innflutningsgjöf í mars.