föstudagur, apríl 25, 2003

Jæja góðir gestir!
Geggjað veður í dag, settum samtals í 3 vélar og hengdum út - ekkert smá gaman að fá að hengja rúmfötin út og fá þessa gömlu góðu útilykt í þau eins og í gamladaga hjá mömmu... vekur upp gamlar og góðar minningar.
Annars bara góður dagur í dag, þreif bílinn, fór til doksa (pillan mar) verslaði, stimplaði mig.
Hlaupabólan kom upp líka í dag. Atli Freyr vaknaði í morgun með fullt af bólum um allt, og kom úr krafsinu að yngri bróðir hans hafði verið með hlaupabóluna þegar strákurinn kom hingað, svo hann var þegar þá smitaður - vei....
Svo það var aftur rokið á stað til að kaupa krem til að slá á kláðann, sem virðist virka.
Og þvílíka hamingjan í Birkihrauninu yfir nýja fjölskyldumeðliminum, allavega erum við pabbi alveg himinsæl yfir þessu - en hann keypti sér ferðavél í dag!!!! Honum er búið að langa lengi í svoleiðis grip og lét loksins undan lönguninni "Til hamingju pabbi minn" !!!!
Og fleira skemmtilegt í vændum - Þórhalla systir kemur kannski um helgina - en hún hefur ekki séð slotið enn, hlakka mikið til að fá hana í heimsókn og sína henni híbýlin okkar.

Engin ummæli: