fimmtudagur, apríl 24, 2003

Gleðilegt sumar!!
Það er ekki svo mjög sumarlegt úti hjá mér, frekar þungskýjað, og lítur út fyrir að það ætli að rigna.
Dagurinn í dag er búinn að vera eins rólegur og hægt getur orðið. Ég hef ekkert verið að brasa í tölvunni, heldur faðmað minn kodda og legið í nýjustu James Patterson bókinni minni, The Jester. Alveg frábær lesning. Hefur hjálpað mér að hugsa ekki um hve næs það mundi vera að liggja í sólbaði í Mývatnssveitinni með mömmu. En þau undur og stórmerki gerðust að hún móðir mín gafst upp á sólbaðinu sökum þess að það var allt of heitt fyrir hana. Það og að litli frændi minn fengi leið á súkkulaði eru hlutir sem ég hélt að myndu aldrei gerast.

Enn og aftur gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!!!

Engin ummæli: