miðvikudagur, júlí 27, 2005

home sweet home

jamm við ákváðum að fara heim á mánudaginn. Hjölli á að mæta í skoðun inni á A-eyri 4. ágúst svo við nenntum ekki að bíða þangað til. Gott að koma heim!
Fórum alla leið í Varmaland, komumst ekki lengra suður enda var það ekki á planinu. Ættarmót var fínt, rosalega heitt og Gabríel ekki alveg að fíla allann þennann hita. Hann var samt algjör gullmoli, og knúsaður af mörgum ættmennum Hjörleifs.
Vikan okkar á Akureyri var afskaplega róleg og notaleg. Vorum ein í húsinu hans tengdó og létum fara afskaplega vel um okkur. Ég hins vegar náði að tábrjóta mig á litlu tá - þið sem þekkið mig þá vitið þið að ég er einstaklega heppinn á þessu sviði. Ekki gott, blæddi inn á liðinn og hvað eina - er með teipaða tá núna.
Við fjárfestum okkur í nýju rúmi. Var á mega afslætti í Húsgagnahöllinni um helgina - sjá bækling sem kom í öll hús. Og við splæstum líka í gasgrill og er Hjölli búinn að taka til staðinn fyrir grillið en það er væntanlegt með pósti í dag. Rúmið kom í gær og í morgun var fyrsta skipti sem ég vakna og er ekki að drepast í bakinu - þvílík snilld.
Gabríel er kominn með 2 tennur í viðbót - í efri góm. Hann er einstaklega pirraður út af þessu, en samt er alltaf stutt í brosið hjá þessum gullmola mínum. Hann tók þessu flakki okkar einstaklega vel. Brunað suður á laugardaginn, norður aftur á sunnudag og svo austur á mánudag. Hann var reyndar farinn að mótmæla þegar við vorum að nálgast Egs, en það er bara skiljanlegt. Ég var farin að mótmæla löngu áður.....

Engin ummæli: