jæja - sorry dyggu lesendur. Bara í sumarfríi, sit samt rosalega mikið við tölvuna en er ekki í stuði til að blogga. það sem er fréttnæmast er þetta:
- þann 25. júni átti mín kæra æskuvinkona Edda Björg sitt fyrsta barn, drengur, 14 merkur og 54 cm. Hann er rosalega flottur sá strákur, en við Gabríel fórum og hittum þau mæðgin á fæðingardeildinni á Húsavík. Ótrúlegt að hugsa til þess að Gabríel hafi verið einu sinni svona lítill.
- Þann 2. júlí var Gabríel Alexander skírður. Athöfnin fór fram í Kolfreyjustaðarkirkju, sem er hérna rétt utar í firðinum, afskaplega falleg, lítil og gömul sveitakirkja. Séra Þórey frænka sá um athöfnina. Var fámennt en góðmennt, en við ákváðum að bjóða aðeins nánasta fólki, vona að engum sárni sú ákvörðun okkar.
- Búið að vera svakalega gott veður.
- Fór í sund með Gabríel á sunnudaginn sl. Drifum Rímu og Hartmann með, svaka stuð!
- Þórhalla systir, Lalli og Hjörtur Smári eru í bústað á Einarstöðum (rétt við Egs) Hitti þau á mánudaginn sl. Rosa gaman.
- Hartmann átti afmæli núna 9. júlí, eins árs guttinn, var rosa fín veisla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli