fimmtudagur, október 13, 2005

Ég er á lífi

hæ hó honeys - ég er á lífi jámm og jæja. Er núna búin að vera heila viku í Mývó og er orðin afar þreytt og komin með mikla heimþrá. Alltaf gott að vera hjá mömmu og pabba, en ég er farin að sakna tölvunnar minnar, stólsins míns, hókus pókus stólsins, rúmsins míns, og já auddað Hjölla mar! Hann og Gunnar eru búnir að vera í að draga nýtt rafmagn í húsið okkar. Hlakka til að sjá árangurinn.
Ég er komin með vinnu - byrja að vinna næsta mánudag - enda er komið MEGA stress í mína núna. Svona fyrstivinnudagarstressið er að herja á mig... það er semst reikningadeild Alcoa sem ég er að fara að brasa við. Ég sendi nánari details þegar ég veit meira - allavega á ég að mæta á svæðið kl átta nk mánudag!!
Ég er reyndar afskaplega ánægð með þetta!
'till later - knús og kossar

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með nýju vinnuna :) Það var rosa gaman að hitta ykkur þegar þið komuð suður :)

Kv.
Hrund

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna elsku vinkona, samgleðst þér innilega :)
kveðja Ragga

Nafnlaus sagði...

Frábært, til hamingju með vinnuna :)
Inga Hrund

Dóa sagði...

Til lukku með starfið mín kæra! Þetta er náttlea alveg magnað, vissi að þú myndir rúlla þessu upp!

Vona að við getum samt stundum fengið morgunbollan saman, myndi sakna þess mikið ef það hætti - alveg eins og ég er búin að vera voða einmanna með bollann minn þessa viku! :o)

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel á morgun, dúllan mín! :D