þriðjudagur, október 25, 2005

útivinnandi mamma

ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve flókið þetta getur orðið. En ég er heppin, Gabríel á frábæran pabba, og er sjálfur svo góður. Síðasta vika var strembin, en við lærum öll á þetta. Ég tek bara ofan hattinn fyrir einstæðrum mæðrum!
Vinnan er fín. Hresst fólk sem ég vinn með, góður andi, frá öllum hornum heims. Naut þess að eiga "helgarfrí", knúsaði barnið mitt, karlinn minn og hundinn minn, lék mér í tölvunni, svaf út á sunnudaginn, og náði mér í einhvern flensuskít einhverstaðar. En það er ekki svo slæmt, nefrennsli og smá hausverkur, get alveg eins setið hér fyrir framan tölvuna go heima fyrir framan tölvuna þar.
Ég vil óska kærri vinkonu minni - dugnaðar konu - til hamingju með syni sína tvo, sem eiga afmæli um þessar mundir!! Knús og kossar að austan!!

Engin ummæli: