Fór í vinnu - í fínasta veðri, og hlakkaði til dagsins sem ég átti í vændum. Dagurinn er búinn að vera fínn, nóg að gera, - reyndar alveg brjálað að gera, er núna fyrst að setjast niður. Og svo er komið ljótt veður. Vona að það gangi yfir.
Elli samstarfsmaður minn er á námskeiði í R-vík, svo ég er ein hérna í dag og á morgun, bara næs skal ég segja ykkur. Dúlla mér við að ganga frá vörum, verðmerkja, raða í hillur sjæna og svoleiðis.
Gabríel fór í leikskólann loks í gær aftur, en viti menn, hann var slappur í gær, mældi hann, 9 kommur, og í morgun 4 komur, svo hann fór ekki í dag.... Er orðin nett þreytt á þessum veikindum í okkur litlu fjölskyldunni.
Jámm ég ákvað að púkka aðeins upp á síðuna mína - veit ekki hvort kommentin koma inn - nennekki að pæla í þeim núna :o)