búið að vera nóg að gera í dag, seldi tölvu sem gerist ekki oft hérna, fullt af smásölum, og góðu fólki dottið inn.
Fimmtudagur í dag, helgin frammundan, og Elli kemur til vinnu á morgun. Það er fínt að rolast hérna ein finnst mér. Er búin að dúllast með vörur, verðmerkja, laga til, raða í hillur, held að ég geti dúllað við þetta endalaust.
Já lagaði bloggsíðuna mína, auddað rambaði ég á sama lúkkið og Blíðan er með, svo ég auddað skipti um. Að sjálfsögðu vorum við Anna með sömu síðuna, enda langflottasta skinnið og eins og sagt er "great minds think alike" það er sko "klárlega" hverju öðru sannara....
Annars - ég gjörsamlega þoli ekki Sylvíu Nótt.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli