mánudagur, febrúar 27, 2006

Komin heim

Jæja þá er ég mætt aftur til vinnu. Fór suður á fimmtudaginn að beiðni manns míns, hann var mættur suður til að hitta bróður sinn sem fer hrakandi þessa dagana. Við Gabríel skutluðumst í flug og tókum okkur bílaleigubíl í bænum til að skjótast á milli staða. Ef bíl skyldi kalla - Yaris, þetta eru sko dósir - ekkert meira hægt að segja, ég kitlaði pinnann reglulega - en ekkert gerist - þetta eru bara smásnattabílar sem eru varla fyrir manneskju með innkauparæði!

Ég bið þá afsökunnar sem ég hitti ekki, og eru þeir nokkuð margir, enda var þetta ekki ferð til þess að skemmta sér. Þetta var erfitt, og ég er lúin eftir þetta, andlega og líkamlega (dauð í baki eftir að hafa keyrt dolluna til akureyrar)

Næstu helgi mun ég svo keyra (minn eigin yndislega súbba) á Bifrsöst til að sitja þar byrjunardaga á námskeiði hjá þeim. Ég er farin að hlakka til. Förum hérna nokkrar, þetta verður bara gaman hugsa ég :o)

Engin ummæli: