þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Tíminn flýgur!

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða! Vikurnar fljúga áfram.  Það er líka gaman að vera til.  Okkur líður vel. 

Kíktum í Fellshlíð um helgina.  Og eins og alltaf er yndislegt að koma þangað.  Rólegt, hlýlegt, afslappandi andrúmsloft, notalegheitin.  Anna mín var lasin greyið.  Vona að hún nái að hrista þetta af sér. 

Hvolparnir eru bara yndislegir.  Gabríel var hálf smeykur við þá.  Td vildi hann ekki klappa þeim.  Hann vildi frekar tala við Blíðu.  Eins og hann væri feiminn við hvolpana; Frigg og Freyju.   Hann beið eftri Hermanni.  Hann dýrkar Hermann.  Hermann náttla náði honum alveg þegar hann gaf honum stóra slummu af sultu á kjöt eitt skiptið sem við vorum þarna.  Eftir það þá var Hermann í goða tölu hjá honum.  Heyrist reglulega í honum "þegar ég verð stór eins og Hermann... " - já hann Lárus  má passa sig he he he En það kom mér á óvart að hann vildi ekki fara á sleða.  Hann þverneitaði þegar sleðinn var kominn í gang.  Jafnvel ekki með mér heldur.  Mér dettur í hug að plata pabba og Lárus næstu helgi til að plata hann á sleðann í Belg.  Hann talar um sleðann, með svo mikilli hrifningu, og hann var svo ákveðinn í að fara á sleða, en hávaðinn verður hjartanu sterkari og hann bakkar. 

Ég er náttla ógó montin mamma.  Hann fékk svo góða dóma í foreldraviðtalinu á föstudaginn.   Allt jákvætt, duglegur að gera allt, góður og blíður, stríðir ekki, er ekki strítt, duglegur að tileinka sér nýja hluti, að læra, jákvæður í leik, og jákvæður á nýja hluti. 

Ég var svo ein heima á laugardagskvöldið.  Hann kíkti til pabba síns og gisti eina nótt í Grænugötu.  Kom svo hress heim daginn eftir. 

Lake Mývatn 2

Mývatn í vetrarskrúða

1 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Hehe, þetta hefur verið mikilvæg sulta :)