þriðjudagur, nóvember 13, 2012

Haustsólin

evening sun by Guðrún K.
evening sun, a photo by Guðrún K. on Flickr.

.... og sumarið mitt er búið, farið jafn snögglega og það kom...

Norðurljósin mín

Aurora over Lake Mývatn by Guðrún K.
Aurora over Lake Mývatn, a photo by Guðrún K. on Flickr.

eina góða við veturinn og myrkrið eru norðurljósin...
einnig að leika mér með stjörnurnar ! Ég finn alveg að myrkrið er að stríða mér, þarf að vera vakandi yfir þessu..

föstudagur, júlí 06, 2012

ÁLFkonusumar

Sólsetur by Guðrún K.
Sólsetur, a photo by Guðrún K. on Flickr.

búið að vera alveg dásamleg vika núna. Er komin með Canon EOS D550 sem Sverrir á. Ætla að kaupa hana af honum, og það er svo gaman að leika sér með alvöru vél. Meiriháttar linsa sem Freydís lánaði mér með. Vonandi fæ ég að fóstra linsu frá pabba. En þetta er dásamlegt alveg.

Fór 2x út í miðnæturtökur núna í vikunni. Alveg dásamlegt veður. Ég gleymi mér algjörlega á svona kvöldum. Fatta þegar mér er orðið kalt eða þarf á klóið hvað klukkan er og dríf mig heim.

Í gær gekk ég um Lystigarðinn. Dásamlegt veður, tók fullt af blómamyndum. Æfa mig. Hitti þar eina ÁLFkonu sem var svo yndisleg að labba með mér um allt og sýna mér hluti og segja mér frá garðinum og jurtunum. Var virkilega gaman.
Þegar hún var farin þá hélt ég áfram, og gleymdi mér. Garðurinn er svo yndislegur núna að maður hreinlega gat geymt allar áhyggjur, allt stress og allt daglegt fyrir utan. Kom endurnærð og kát úr þessari göngu til búin í helgina :)

miðvikudagur, júní 13, 2012

ÁLFkona

colorful flowers by Guðrún K.
colorful flowers, a photo by Guðrún K. on Flickr.
ég er í yndislegum ljósmyndahóp sem kallast ÁLFkonur eða ÁhugaLjósmyndaraFélag fyrir konur og erum við núna lokaður hópur kvenna á Eyjafjarðarsvæðinu.

Þessar konur eru yndislegar og hafa kennt mér allt sem ég kann. Þær eru wikipedia ljósmyndunar, óþrjótandi viskubrunnur og allar svo tilbúnar til að hjálpa og leiðbeina.

Þessar stundir eru ómetanlegar. Mikið hlegið og skrafað.

Núna eru þær að skipuleggja ljósmyndasýningu í Lystigarðinum hér á Akureyri. Sýningin eru myndir úr garðinum sjálfum. Sýningin er sett upp í tilefni afmælisins í sumar.  Þessi sýning á eftir að vera svo flott hjá þeim - ég hlakka svo til að sjá hana ! 

Ég er hreinlega ekki tilbúin til að taka þátt í sýningu, ég er svo nýbyrjuð.  Ég á þessa einu mynd úr Lystigarðinum sem ég tel vera þess verð að sýna opinberlega, en bara hér og á flikkrinu.

Ég vona að ég verði einhverntímann það góður ljósmyndari að ég geti stolt sýnt myndirnar mínar, verið ófeimin við að sýna þær opinberlega á sýningum, hætta með þessa fáránlegu minnimáttarkennd þegar kemur að þeim.
Kannski erfitt þegar maður er í svona sprengreyndum hóp, en ég kýs að horfa ekki á það þannig.  Frekar að njóta þess að vera með svona miklum reynsluboltum, læra af þeim.  Held að aðalatriðið sé ekki að hætta, ekki gefast upp.

Mér finnst þetta bara svo gaman !

mánudagur, júní 11, 2012

annasöm helgi

in the wild by Guðrún K.
in the wild, a photo by Guðrún K. on Flickr.

fór í sveitina mína fallegu. Sonurinn þegar farinn þar sem hann verður þar í sumar á meðan ég er enn að vinna.

Hjálpaði pabba með að keyra á fjall og það var virkilega gaman. Svo gott að fá að umgangast skepnurnar á svona fallegum dögum. Hugurinn hreinsast og batteríin hlaðast alveg. Maður verður líkamlega þreyttur og manni líður svo virkilega vel.
Fann að ég átti miklu auðveldar með þetta núna en í fyrra. Ótrúlegt hvað mér hefur farið fram í vetur, þó ég sjái það ekki eða fatti það hreinlega ekki. Ekki fyrr en reynir á greinilega. Gerir mig bara miklu ákveðnari fyrir vikið og ég get ekki beðið eftir að komast í tímann í dag.
Myndavélin var auðvitað með. Náði td mynd af fálka sem fylgdist með okkur, af Herðubreið sem skartaði sínu fegursta í gær og auðvitað af þessum fallegu lömbum, sem eru svo skemmtileg.
Er virkilega farin að hlakka til að komast í sumarfrí...

sunnudagur, apríl 15, 2012

eftirmiddagur á Hjalteyri

is spring here ?  by Guðrún K.
is spring here ? , a photo by Guðrún K. on Flickr.

átti dásamlega helgi. Á laugardaginn fór sonur í afmæli úti á Þelamörk. Á meðan fór ég með vélina og rúntaði um nærliggjandi sveitir, skoðaði og tók myndir. Svo kom ég á Hjalteyri. Það var algjört logn, sólin skein og fuglarnir alveg á fullu í "vorverkum" og hávaðin í steggjunum þegar þeir voru að heilla kellur. Var yndislegt að fylgjast með. Hefði getað setið þarna allann daginn.

Kannski ekki vorlegt úti að líta, en sólin, hitin og fuglarnir voru alveg á öðru máli :)

þriðjudagur, apríl 10, 2012

Gleðilega páska

Við sonur áttum dásemdar páska. Fórum í sveitina fallegu og áttum þar rólega og notalega daga. Fórum út að hjóla, í sund, spiluðum og skröfuðum.
Hitti Önnu mína og Hermann og fórum í 7 ára afmæli Júlíusar (sonur Freydísar) hittum kappana í Skálmöld og borðuðum súkkulaði.

Er að taka þátt í 30 daga myndaáskorun með ÁLFkonum og það er bara snilld. Núna er ég með vélina mína hvert sem ég fer. Ótrúlega þægilegt. Og ég bara smelli af, stundum koma flottar myndir en stundum eru þær ekkert spes. En það er gaman að fá þessar sem takast því áður hefði ég misst af þeim. Það eru þegar nokkrar myndir komnar hjá sumum sem ég þekki sem ég hef oft sagt við sjálfa mig "verð að ná þessu á mynd" en fresta því alltaf, og svo birtist myndin mín.. eftir annann.. ótrúlega leiðinlegt. Þess vegna heitir Blibbið mitt "now or never" - taka myndina núna eða bara sleppa því og hætta að hugsa um það !
Þessi mynd var notuð á sunnudaginn þegar ég átti að taka mynd af eggi. Mátti vera hvað sem var út frá hugmyndinni Egg.. ég átti þessa stund á sunnudaginn. Með jólagrýlukanil kaffi - ilmandi og svo ljúffengt með páskaeggjum, svo ljúf stund, svo róleg og notaleg. Myndin á að sýna það, sem ég held hún geri . Hún er alveg til að lýsa hve notalegir páskarnir mínir voru :)

þriðjudagur, apríl 03, 2012

vor ?

ég er alveg komin með nóg af vetrinum. Reyndar hefur hann verið þokkalegur þetta árið. En komin með nóg samt :)

mánudagur, janúar 09, 2012

Jólin komin og farin

- og þau voru yndisleg. Sonurinn var hjá pabbanum og hafði það gott, var ánægður með jólin sín þar. Hann kom svo til mín 26. des, og var svo kátur og ánægður með allt. Áttum yndisleg áramót í sveitinni, fullt af "gettum" skotið upp.

Er núna að vinna mig upp í það andlega að taka niður jólaskrautið í dag. Td kveikti ég ekki á seríunum í morgun, svo ég þarf ekki að byrja á að slökkva á þeim í dag. Jólabollinn kominn í skúffu, þarf að finna mér svona könnu heima, gleðilega könnu undir sódavatnið mitt :)
Annars var síðasta vika hell, óheppnin elti mig. Byrjaði á að sjóða þvottinn minn, síðan var kortið mitt hackað, og að lokum dó routerinn minn. Byrjun á nýju ári. Fall er fararheill ?

Allavega, þá byrjar rútínan aftur í dag. Vinna, rækt, og allt að komast í fastar skorður.
Átti já dásamleg jól, áramót, þrettánda og helgin sl var góð.

Myndavélin mín hefur mikið um þetta að segja. Að taka það sem hefur áður kynnt undir þunglyndinu mínu, og koma því á fallegar myndir er ótrúlega gefandi, styrkjandi. Og að fá viðurkenningu vegna þess frá öðrum hjálpar líka til við að styrkja sálartetrið og sjálfsímyndina. Að fara út, standa með vélina, get svo gleymt mér, tímunum saman.