sunnudagur, júlí 20, 2003

Jæja - biðs afsökunar á hve langt síðan ég hef skrifað síðast. Nóg að gera, reyni að reka nefið eins oft út í sólina á virkum dögum, þe að fara út í kaffi og hádegismat. Vona alltaf í einfeldni minni að um helgar verði eins gott veður. En Hjölli sagði áðan að ég væri bara einstaklega óheppin hvað það varðar. T.d. núna er ekki sól, hlýtt og er að byrja að rigna. í gær, þá var hlýtt en engin sól. En aftur á móti miðvikudag, fimmtudag og föstudag var bilað gott veður, sól, skýlaust og logn. Allir blaðrandi um "hva akkurru lokið þið ekki bara vegna veðurs??" huh.... þetta sama fólk hefði sennilegast ekki fílað það að komast ekki í búð, enda hvað var það að gera þarna annars???

En gaman gaman á föstudaginn var fékk ég Ingu Hrund í heimsókn. Var meiriháttar að hitta hana, og sátum við lengi frameftir að babla og sötra bjór og rauðvín. Alveg meiriháttar!!
Hjölli hafði farið inn á Eskifjörð á þriðjudaginn og kom heim aftur á föstudag, svo vikan var róleg og fín, fyrir utan það að sjálfsögðu að ég var lasin þri og mið, akkúrat þegar góða veðrið byrjaði, típísk ég..
Inga Hrund fór aftur í gær, og við Hjölli fórum þegar ég var búin að vinna á franska safnið, skoðuðum það, margt áhugavert þar. Sáum td myndir af húsinu okkar síðan when ever og engin hús í nágrenni við það, skýtið að sjá það svona. Enda tókum við eftir að inngangurinn var þá hérna niðri, aðalinngangur var í kjallaranum okkar, og tröppur lágu upp að húsinu. Enda vissum við að þar sem inngangurinn er núna er viðbygging.

Fórum inn á Egilstaði í dag. Aðallega til að ná í strákinn í flug. Versluðum og fórum í sund, þegar flugið kom drifum við okkur heim aftur því það var ekkert spes veður þar, ætluðum fyrst að njóta sólar í sundi, en nei engin sól þar (búið að vera bilað veður þar líka undanfarna dag :( )
BT var lokað - ætlaði að splæsa á mig Bloodmoon - addon á Morrowind. Ekki happy þar, en það er ok, ég er hvort eð er að fara að vinna á morgun og hef ekkert með að gera að hanga í tölvunni langt frameftir í kvöld.

Svo núna ætla ég að koma mér vel fyrir í lazy-boyinum mínum með nýju James Patterson bókina mína, The LakeHouse.
Bless bless að sinni

Engin ummæli: