mánudagur, júlí 28, 2003

Jæja góðir hálsar - ég er hætt að nöldra yfir því að aðrir séu bloggaratrassar, ég er greinilega ekkert skárri sjálf. En það er búið að vera nóg að gera hjá mér.
Vinna og vinna.
En ég er komin í stríð við sólina - keypti mér ljósakort!! Og var að koma úr ljósum akkúrat núna, og líður afskaplega vel.

Um helgina voru Franskir dagar hérna á Fáskrúðsfirði, og var mega gaman, að mínu mati. Reyndar var ég að vinna um helgina, 09-15 á laugardaginn og 14-16 á sunnudaginn. það rættist úr veðri á laugardaginn, var sko spáð rigningu og leiðindum en það var skínandi sól og mega gott veður. Enda þegar ég var búin að vinna dreif ég mig heim - skipti um föt (þe fór í færri föt) og dreif mig út í sólina. Horfði á skemmtiatriðin sem eftir voru - þar á meðal sá ég Helgu Braga dansa magadans og var það meiriháttar.
Fór svo heim og lagðist út í garð með krossgátur og hafði það afar notalegt.

Um kvöldið fór ég á fyrsta djammið mitt hérna í bænum. Fór á ball með hljómsveitinni Karma í félagsheimilinu Skrúð. Tvær giftar húsmæður á mínum aldri, hressar og skemmtilegar, leyfðu mér að fljóta með sér og sínum körlum á ballið, fór fyrst heim til annarrar og byrjaði að djúsa þar. Þau voru og eru mjög hress og það var hryllilega gaman. Á ballinu voru allir, þá á ég við ALLIR sem búa hérna, fyrir utan þá fáu eldri sem voru notaðir sem barnapíur, en fólk greinilega kemur börnunum fyrir mörgum á hverjum stað svo sem flestir komist. Og þá er líka mikið notast við stelpurnar sem eru ekki orðnar 16 ára (aldurstakmark 16 ár á ballið)
Svo það var stappað á ballinu, hljómsveitin alveg frábær og félagsskapurinn alveg snilld!!! = ég skemmti mér konunglega, drakk helling og var mega þunn á sunnudaginn í vinnunni.

Og á morgun byrjar strembin vika, verslunarstjórinn er að fara í nokkra daga frí, og ég verð með lyklavöldin í hans stað. Mæta átta alla morgna, (föstudagurinn verður hell...) og sjá um öll hans mál í fjarveru hans, auk þess sem ég er að gera þarna daglega. En það er bara út þessa vikuna, svo fæ ég 3 daga frí - því það verður lokað alla helgina, líka laugardaginn!!!! Alger snilld.
Og þar sem RAGGA ætlar frekar að drekka sig fulla í Eyjum en að koma til mín (hún er svo skrýtin) þá er ég að spá í að fara til mömmu og pabba um verlsó. þau eru bæði í fríi, svo það verður notalegt.

Engin ummæli: