mánudagur, júlí 07, 2003

Og enn og aftur mánudagur, sem betur fer að enda.
Skítakuldi úti, og ekkert sumarlegt, frekar eins og það væri komið fram í september, mér er alveg hætt að lítast á þetta.

Var að lesa á öðru bloggi að vinkona mín hefði farið til spákonu, mér finnst það afar spennandi, mig langar virkilega til að prófa og athuga hvað hún hefði að segja. Það er svo margt, svo margt sem mig langar til að vita, það er svo ótrúlega margt að brjótast um í hausnum á mér þessa dagana.

Fórum á "kaffihúsið" hérna í gær. Sumarlína heitir það, og er bara opið á sumrin. Þar er bar og léttar veitingar. Fengum okkur sveppasúpu og heimabakað brauð. Þetta er afar kósi og næs, einn galli, má ekki reykja, svo maður getur ekki tekið vinkonur sínar sem koma í heimsókn (hint hint) þangað til að kjafta og gera það sem við venjulega gerum á kaffihúsum....

Sorry ég er eitthvað andlaus núna, er ekkert í allt of góðu skapi. Sumir voru komnir í sína "eftirlætis" iðju í hádeginu í dag! Ég varð og er virkilega reið. Var mega rimma á föstudaginn yfir þessu, sem betur fer á ég góðan Lazy-boy...... Enda var fílan sleikt úr mér á laugardaginn, bjóst ekki við þessu í dag.

En ég fékk ÆÐISLEGAR fréttir í dag!! Var að tala við Röggu vinkonu og hún ætlar sennilegast að koma um verslunarmannahelgina, sem er pjúra snillld því ég verð í fríi alla helgina - þar sem það er enginn ferðamannastraumur hérna þá verður lokað alla helgina!! 'Eg hlakka svo til að hitta hana - ég sakna ykkar allra svooooo mikið!!!!

Engin ummæli: