laugardagur, maí 28, 2005

Mývó, ammæli, eyrin.

Jamm jamm og jæja. Biðst afsökunnar á bloggleti. Málið er að WoW hefur átt allann minn aukatíma undanfarið. Ég er gjörsamlega húkkt á þessum leik, enda er hann geggjað skemmtilegur, og ég er að spila með meiriháttar hressu fólki allstaðar í heiminum.
Gabríel er yndislegur. Hann mældist á 5 mánaða afmæli sínu 66 cm og 8,8 kg. Flottur, sprækur og hress strákur. Hann er draumabarn.
Ég fór ein af bæ um helgina. Reyndar með tíkina með mér, en skildi þá feðga eftir heima. Kominn tími til að lengja aðeins á naflastrengnum. Gekk svona líka vel. Leið frekar asnalega heima hjá mömmu og pabba á fimmtudagskvöldið, enginn Gabríel til að stumra yfir og sinna. Átti yndislegan dag með mömmu minni á Akureyrinni á föstudeginum (í gær) og svo um kvöldið átti ég frábæra kvöldstund með tveimur kjarnakonum og krumpudýrum Dóu og Önnu. Það var mikið spjallað og skrafað. Þetta var í tilefni krumpuafmælis Önnu, en hún verður 30. núna 5. júní.. þarf að finna mynd til að pósta hérna á ammælisdaginn sjálfann!!! Þær fengu sér bjór og rauðvín (ég er alveg hætt öllu slíku) var magnaður matur á þeim bæ. Og frábært andrúmsloft. Spiluðuðm hið bráðskemmtilega Jungle Speed, úff mar, það fengu glös og skálar að fljúga og nef klóruð, og puttar beyglaðir, mikið helgið og mikið gaman!!!
Alveg snilld.....

Engin ummæli: