Ok nú er ég farin að vinna í skemmtilegri búð, með fullt af skemmtilegum vörum, alls kyns dóti fyrir alla á öllum aldri, karlkyns sem kvenkyns. Ég er náttla ekki "innanbæjarmanneskja" hérna, og heldur ekki á Fáskrúðsfirði. Og þar sem fólk er ekki alltaf into utanbæjarfólk þá fæ ég jafnvel ókurteisi - svona sneyptar kveðjur frá sambæjungum mínum þegar þeir koma hingað til að versla hjá mér. Eins og ég sé ekki þess verðug að afgreiða í þessari búð hérna. Eins og fólk geti ekki unað mér því að flytja hingað austur og finna aðra vinnu en frystihúsið? Merkielga er að körlunum finnst skemmtilegt að sjá mig hérna, og rabba mikið, á meðan kellur eru fúllyndar og kuldalegar.....
mánudagur, janúar 30, 2006
Gleðilegan mánudag
Ég er bara að reyna að halda sönsum á þessum mánudegi - þið sem þekkið mig vitið að ég er ekkert allt of hrifin af mánudögum.
Annars er þetta ágætis dagur so far. Ég er ein í dag, þar sem Elli er veikur - og þetta er víst ekkert smá leiðindar kvefflensa, sem herjar á manninn minn heima líka. Gabríel kemst semst ekki í leikskólann í dag þar sem pabbi hans er nærri rúmliggjandi og hefði átt að vera með honum þar í dag. Hmm - ég verð að finna eitthvað handa elskunni minni til að hressa hann við.
Annars er bara allt gott, veður gott, fjármálin í ok farvegi so far, sonur hraustur og hress , svo ég kvarta ekki yfir neinu..
Gaman í vinnunni :o) og netið mitt heima ætti að vera betra núna svo ég verð ekki dissuð trekk í trekk úr wow...
föstudagur, janúar 27, 2006
Nóg að gera
er ein í dag - þe frá hádegi og er búið að vera nóg að gera hjá mér. Svona reytingur í allann dag og flestir versla eitthvað. Sem er gott mál :o)
Ég er svo að vinna á morgun, ég fíla að vinna á laugardögum, rólegt og notalegt. Fæ að dúlla mér sjálf í hillum og vörum, rólegheitin alls ráðandi, hef góða tónlist á, og logga mig á msn af og til.
Það fyndna er að það er enn nærri bjart úti og ég er að fara heim....
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Klikkaði á Þorrablótinu !
Sko - ég ætlaði sko að ath núna í vikunni um hvenær blótið yrði í Mývó - og ætlaði að stíla þá helgi inn á "ekki vinna, Hjölli panelklæða, við Gabríel í sveitina á meðan" og ég myndi skella mér á blót. En nei - auðvitað þá var blótið haldið í kyrrþey sl helgi!! Ég er niðurbrotin manneskja!!
- Ætli bleikur dvd skrifanlegur diskur muni hjálpa sálartetrinu?
Við það sama hér
já hér er allt bara hið besta - okkur líður vel. Gaman í vinnunni, hresst fólk, nóg að gera en samt rólegt andrúmsloft. Það er rosalega fínt að vera hérna og þetta leggst rosalega vel í mig allt saman. Þeir strákar sem ég er að vinna með hafa tekið mér mjög vel.
Gabríel fer í annað sinn á leikskóla í dag. Dagurinn í gær byrjaði vel, og máttu fóstrurnar meira að segja tala við hann og taka hann upp. Ég vildi bara óska að ég gæti verið með í aðlögun... Hann smakkaði á leirnum og litunum og lék sér við hin börnin og var hinn sælasti með þetta allt saman. Hann var líka ekkert smá þreyttur í gær, og það bara eftir 1 klst hvernig verður hann þá í dag eftir tvo tíma ?? En þetta er allt alveg meiriháttar og leggst vel í okkur. Það verður ekkert mál að skilja hann eftir þarna, allavega fyrir hann, annað mál með mig og mitt litla mömmu hjarta....
föstudagur, janúar 20, 2006
Ný vinna
Hæ snúllurnar mínar. ég er hætt hjá Bechtel og komin í vinnu hjá NetX á Reyðarfirði. Sú vinna legst rosalega vel í mig, og hlakka ég til að vera hérna, í rólegu og þægilegu umhverfi, umvafin skrifstofu og tölvuvörum. Gott fólk hérna, og mér vel tekið. Fæ meira að segja að vera ein hérna á morgun :o)
Gabríel er að byrja á leikskóla á mánudaginn, rosalega kvíði ég því, en hlakka til líka, mér finnst hann svo lítill en hann er það bara ekki - hann þarf svo á því að halda að hitta önnur börn og leika við þau!
Hann er farinn að labba út um allt, ekkert er heilagt lengur heima,
Leiðinlegt veður hérna, fæ legacyinn minn í dag - yess - treysti honum frekar í vondu veðri en impresunni.
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár
Já þá er þessi blessaði tími um garð genginn, maður auðvitað er húðlatur eftir fríið, en ég var heppin og fékk nærri frí á milli jóla og nýárs, þurfti að mæta á fimmtudegi. Svo er maður saddur og sæll.
Takk fyrir kveðjurnar og kortin, og Gabríel þakkar fyrir pakkana sem hann fékk!
Þetta voru alveg snilldar jól. Mikið gaman og mikið hlegið, hvernig getur maður annað þegar maður á svona líltinn skriðdrekaterroristagullmola eins og ég!
Inga vinkona er að koma til mín um næstu helgi. Hlakka alveg rosalega til. Finn bara hve ég sakna stelpnanna minna mikið. Ég er komin með óbilandi þörf fyrir að koma suður og stoppa hjá stelpunum, ein um mig frá mér til mín. Og það þýðir ekkert að tala bara um það heldur verð ég að gera eitthvað í málunum. Enda ætla ég að fara að skipuleggja einhverja helgi í náinni framtíð til að skjótast suður, og fela mig fyrir ættingjum, og hitta bara vinkonur mínar.