Hæ snúllurnar mínar. ég er hætt hjá Bechtel og komin í vinnu hjá NetX á Reyðarfirði. Sú vinna legst rosalega vel í mig, og hlakka ég til að vera hérna, í rólegu og þægilegu umhverfi, umvafin skrifstofu og tölvuvörum. Gott fólk hérna, og mér vel tekið. Fæ meira að segja að vera ein hérna á morgun :o)
Gabríel er að byrja á leikskóla á mánudaginn, rosalega kvíði ég því, en hlakka til líka, mér finnst hann svo lítill en hann er það bara ekki - hann þarf svo á því að halda að hitta önnur börn og leika við þau!
Hann er farinn að labba út um allt, ekkert er heilagt lengur heima,
Leiðinlegt veður hérna, fæ legacyinn minn í dag - yess - treysti honum frekar í vondu veðri en impresunni.
1 ummæli:
Til hamingju með nýja starfið. Hljómar eins og þú sért komin í þitt náttúrlega umhverfi ;)
Frábært að Gabríel sé að byrja á leikskóla. Ég vil meina að það sé nauðsynlegt og hollt fyrir börn að umgangast önnur börn :)
Knús
Skrifa ummæli