miðvikudagur, janúar 25, 2006

Við það sama hér

já hér er allt bara hið besta - okkur líður vel. Gaman í vinnunni, hresst fólk, nóg að gera en samt rólegt andrúmsloft. Það er rosalega fínt að vera hérna og þetta leggst rosalega vel í mig allt saman. Þeir strákar sem ég er að vinna með hafa tekið mér mjög vel.
Gabríel fer í annað sinn á leikskóla í dag. Dagurinn í gær byrjaði vel, og máttu fóstrurnar meira að segja tala við hann og taka hann upp. Ég vildi bara óska að ég gæti verið með í aðlögun... Hann smakkaði á leirnum og litunum og lék sér við hin börnin og var hinn sælasti með þetta allt saman. Hann var líka ekkert smá þreyttur í gær, og það bara eftir 1 klst hvernig verður hann þá í dag eftir tvo tíma ?? En þetta er allt alveg meiriháttar og leggst vel í okkur. Það verður ekkert mál að skilja hann eftir þarna, allavega fyrir hann, annað mál með mig og mitt litla mömmu hjarta....

Engin ummæli: