miðvikudagur, janúar 04, 2006

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár

Já þá er þessi blessaði tími um garð genginn, maður auðvitað er húðlatur eftir fríið, en ég var heppin og fékk nærri frí á milli jóla og nýárs, þurfti að mæta á fimmtudegi. Svo er maður saddur og sæll.
Takk fyrir kveðjurnar og kortin, og Gabríel þakkar fyrir pakkana sem hann fékk!
Þetta voru alveg snilldar jól. Mikið gaman og mikið hlegið, hvernig getur maður annað þegar maður á svona líltinn skriðdrekaterroristagullmola eins og ég!
Inga vinkona er að koma til mín um næstu helgi. Hlakka alveg rosalega til. Finn bara hve ég sakna stelpnanna minna mikið. Ég er komin með óbilandi þörf fyrir að koma suður og stoppa hjá stelpunum, ein um mig frá mér til mín. Og það þýðir ekkert að tala bara um það heldur verð ég að gera eitthvað í málunum. Enda ætla ég að fara að skipuleggja einhverja helgi í náinni framtíð til að skjótast suður, og fela mig fyrir ættingjum, og hitta bara vinkonur mínar.

Engin ummæli: