dagarnir bara líða áfram, brjálað aðgera í vinnunni og orkan engin í lok dags samkvæmt því. Ég er sennilegast í downtíma þar sem mér finnst afskaplega takmarkaður tilgangur með þessu öllu saman, eina sem kemur manni á fætur er sonurinn þar sem hann er það eina sem ég hef náð að gera almennilega hingað til.
Ég er ógisslega einmanna. Mig vantar eitthvað / einhvern til að lífga upp á hjá mér. Einhvern til að hlakka til að hitta, geta átt stefnumót með, farið í bíó, átt skemmtilegar samræður við á kaffihúsi, bar, bara einhverstaðar.
En kannski er maður ekkert nógu spennandi - x'ið gat ekki hugsað sér að búa með mér. Get ég þá ætlast til að einhver annar vilji það? Samt hefði maður haldið að maður væri nú ágætur kostur, hef alltaf verið með mitt á hreinu, staðið mig í vinnu, og er í góðri stöðu, dugleg, ágætlega klár (væri ekki í þessari vinnu ef það væri IQ undir meðallagi), útlitið kannski ekki alveg brill, fólk hleypur ekkert í burtu við að sjá mig... (nema þá þegar ég sný mér undan - kurteisin að drepa suma) - er góð í mér, gaman af að hlæja og tek hlutina ekkert of hátíðlega..
Mig langar ekki að vera ein, en samt ekki til að vera í heavy sambandi sem kæfir mann, langar bara í að deita, skemmta mér, hafa það gaman og taka lífinu létt.
- já og bíllinn minn, ég elska bílinn minn...