fimmtudagur, ágúst 30, 2007

bíllinn minn....

er seldur... /cry
Get ekki kvartað, fékk gott boð og tók því. Græði ekkert en ég kem ekki út í mínus. Ég á eftir að sakna hans rosalega, en þetta er bara bíll sem var of dýr í afborgun fyrir mig, auk þess sem hann hentar ekki að vetrarlagi þar sem ég flakka á milli Mývó og Akureyrar. Fúlt en svo verður að vera...

mánudagur, ágúst 27, 2007

ekkert að tala um..

dagarnir bara líða áfram, brjálað aðgera í vinnunni og orkan engin í lok dags samkvæmt því. Ég er sennilegast í downtíma þar sem mér finnst afskaplega takmarkaður tilgangur með þessu öllu saman, eina sem kemur manni á fætur er sonurinn þar sem hann er það eina sem ég hef náð að gera almennilega hingað til.
Ég er ógisslega einmanna. Mig vantar eitthvað / einhvern til að lífga upp á hjá mér. Einhvern til að hlakka til að hitta, geta átt stefnumót með, farið í bíó, átt skemmtilegar samræður við á kaffihúsi, bar, bara einhverstaðar.
En kannski er maður ekkert nógu spennandi - x'ið gat ekki hugsað sér að búa með mér. Get ég þá ætlast til að einhver annar vilji það? Samt hefði maður haldið að maður væri nú ágætur kostur, hef alltaf verið með mitt á hreinu, staðið mig í vinnu, og er í góðri stöðu, dugleg, ágætlega klár (væri ekki í þessari vinnu ef það væri IQ undir meðallagi), útlitið kannski ekki alveg brill, fólk hleypur ekkert í burtu við að sjá mig... (nema þá þegar ég sný mér undan - kurteisin að drepa suma) - er góð í mér, gaman af að hlæja og tek hlutina ekkert of hátíðlega..
Mig langar ekki að vera ein, en samt ekki til að vera í heavy sambandi sem kæfir mann, langar bara í að deita, skemmta mér, hafa það gaman og taka lífinu létt.
- já og bíllinn minn, ég elska bílinn minn...

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Réttardagur



mánudagur, ágúst 20, 2007

vá nærri vika liðin...

og ekkert blogg enda er líka búið að vera mikið að gera! Stend á haus og reyni að standast söluáætlanir, þessar elskur (lituðu vélarnar) eru snilld! - langar í eina bleika verð ég að segja!!
Svo ég hef ekki mikinn tíma fyrir neitt nema Gabríel og þegar hann er sofnaður þá er ég búin á því.
Að gera eitthvað á kvöldin er lúxus sem ég hef ekki. Eftir áreiti dagsins þá hef ég ekki minnstu löngun í síma, skype, msn, sms, eða annað utanaðkomandi...
Ég nýt þess að koma heim með soninn, knúsast og leika okkur í lego. Þegar hann er sofnaður þá vil ég eiga tíma bara fyrir mig.
Þegar maður er undir stöðugu áreiti allan daginn í síma og í versluninni þá þarf maður stund fyrir sig sjálfan og þá stund hef ég bara á kvöldin, eftir átta - fyrir tíu (um tíu er ég við að sofna) til að hafa full hlaðin batterí næsta vinnudag.
Ég vona að fólk geti skilið þetta...

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Ekki mikið að gerast..

sakna Dóu minnar á msn.. Fullt af hugsunum sem eru að flækjast fyrir í mínum litla ruglaða haus...
Vinnan er ok, nóg að gera. Sæki Gabríel enn kl 5 þar sem ég er ekki með pössun enn. Ég nýt þess að eiga meiri tíma með honum. Finnst stundum rosalega erfitt að fara af stað á morgnana því það er svo notalegt að eiga morgunstundir með honum. Vorum bæði í kúrilúri stuði í morgun, hann var ekkert á því að fara á fætur. Hann var kominn uppí þegar ég vaknaði og hann steinsvaf til korterí átta! Barnið sem er vant að hoppa á hausnum á mér klukkan 7! Núna er hann eflaust að láta fóstrurnar á Undralandi hlaupa á eftir sér, blautur eftir pollana þar sem hann ætlaði sko ekki í stígvélin sem hann fór með í skólann. Og spurning hvort hann samþykki að fara í pollagallann...
Ég hlakka bara til að fara og sækja hann og fara heim...

laugardagur, ágúst 11, 2007

að vinna...

nákvæmlega ekkert að gera - meira að segja síminn hringir ekki. Fer upp í sveit á eftir. Gisti þar í nótt. - lesa Harry Potter...
Gerði ekkert í gær,slappaði þvílíkt vel af; fékk mér kaldan og var á netinu og skype :o)
Eigið góða helgi!

föstudagur, ágúst 10, 2007

Ein heima í kvöld....

langar á djammið...

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Lífið er snilld!

Átti frábæra helgi og lífið heldur áfram að vera snilld og vera alltaf betra og betra. Fórum í Fellshlíð á laugardaginn, reyndar með smá auka rúnt í sveitina. Alltaf gott að koma í sveitirnar; Mývó og Fellshlíð. Hermann blessaður grillmeistari aldarinnar fór á kostum fyrir okkur konurnar. Gabríel minn er orðinn heimavanur í Fellshlíð, kann vel við sig þar. Þau eiga yndislega tík, Blíða, sem er svo mikið djást að orð fá því ekki lýst!
Gabríel var rosalega duglegur og sofnaði þar ekkert mál. Honum líður vel þarna, kann við sig og er öruggur með allt. Og við konurnar héldum áfram að hafa það notalegt á meðan Hermann grillmeistari grillaði annann rétt kvöldsins; humar. Fyrri réttur var lamb - alveg svo ólýsanlega gott. Og eftirréttur voru ávextir, grillaður ananas með súkkulaðimalibu sósu ídýfu! OMG súkkulaðifullnæging frá himnaríki!!
Þetta var okkar helgi saman áður en Dóan mín fer til Amsterdam. Tvær af mínum bestu vinkonum verða í Hollandi. Þeirra verður beggja sárt saknað og feikilega góð ástæða til að fara þangað!!
Maður var náttla í nokkuð góðum smsum við Svíþjóð þar sem ég hefði svo viljað hafa Mattias minn þarna með okkur. Líka þar sem Hermann hefði alveg getað þegið samherja. Mattias hefði fallið vel inn þarna, enda yndislegur eftir því. Síðasti Geirfuglinn segja stelpurnar um hann...
Og þegar sonur minn er farinn að heimta að fá að tala við hann kl 8 á morgnana (eins og í morgun) þá er eitthvað þar sem vert er að halda í !
Hann sem sagt réðst inn á bað til mín í morgun, á meðan ég var í sturtu "Gablel tala við Mattimas" og heldur á símanum. Skype sessionið kvöldinu áður með webcam var greinilega ekki nóg.
Nú og auðvitað hringdum við í manninn......

laugardagur, ágúst 04, 2007

ljóti hávaðinn...

Greinilegt að það eru einhverjir utanaðkomandi í rólega stigaganginum mínum því þvílíku ömurlegu lætin voru í nótt. Gaurar að hlaupa upp og niður stigann kallandi og æpandi, flöskuglamur og drykkjulæti úti á plani og dyrabjöllum hringt. Ef þeir hefðu vakið Gabríel þá hefði ég hringt á lögguna. Ég er kannski skrýtin en mér finnst alveg óþarfi að láta svona í miðju íbúðahverfi...

föstudagur, ágúst 03, 2007

Verslunnarmannahelgin

jamm og jæja...
Þá er þessi helgi komin, og ætlum við að hafa það gaman við mæðgin. Heima í kvöld í afslappelsi. Fáum heimsókn frá Önnu og Dóu sem eru á leið á tónleika með Ljótu Hálfvitunum á Græna Hattinum í kvöld. Ég ákvað að fara ekki þar sem ég er búin að fá pössun fyrir hann sl helgar og vil því ekki senda hann í pass eina helgina í viðbót. Enda er sjaldan sú staða að mig langi að vera annars staðar en hjá honum.
Við ætlum svo á morgun til mömmu og pabba í smá heimsókn. En við gistum á morgun í Fellshlíð hjá henni Önnu minni. Verður eitthvað smá húllumhæ þar í tilefni helgarinnar og að sjálfsögðu kveðja Dóu mína sem er að fara í skóla í Amsterdam. Og að lokum heima á sunnudag og hittingur með Hafdísi og Jóhanni Haraldi á mánudaginn! Hlakka svo til að hitta allt þetta fólk !!
Óska Jóhönnu og hennar manni góðrar ferðar í sumarfríinu!! Og ykkur hinum óska ég góðrar helgar! knús...