mánudagur, ágúst 27, 2007

ekkert að tala um..

dagarnir bara líða áfram, brjálað aðgera í vinnunni og orkan engin í lok dags samkvæmt því. Ég er sennilegast í downtíma þar sem mér finnst afskaplega takmarkaður tilgangur með þessu öllu saman, eina sem kemur manni á fætur er sonurinn þar sem hann er það eina sem ég hef náð að gera almennilega hingað til.
Ég er ógisslega einmanna. Mig vantar eitthvað / einhvern til að lífga upp á hjá mér. Einhvern til að hlakka til að hitta, geta átt stefnumót með, farið í bíó, átt skemmtilegar samræður við á kaffihúsi, bar, bara einhverstaðar.
En kannski er maður ekkert nógu spennandi - x'ið gat ekki hugsað sér að búa með mér. Get ég þá ætlast til að einhver annar vilji það? Samt hefði maður haldið að maður væri nú ágætur kostur, hef alltaf verið með mitt á hreinu, staðið mig í vinnu, og er í góðri stöðu, dugleg, ágætlega klár (væri ekki í þessari vinnu ef það væri IQ undir meðallagi), útlitið kannski ekki alveg brill, fólk hleypur ekkert í burtu við að sjá mig... (nema þá þegar ég sný mér undan - kurteisin að drepa suma) - er góð í mér, gaman af að hlæja og tek hlutina ekkert of hátíðlega..
Mig langar ekki að vera ein, en samt ekki til að vera í heavy sambandi sem kæfir mann, langar bara í að deita, skemmta mér, hafa það gaman og taka lífinu létt.
- já og bíllinn minn, ég elska bílinn minn...

5 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Þú ert yndisleg, knús !

J?hanna sagði...

Hurru... ekki láta þér detta í hug að þinn fyrrverandi sé einhver spegill á það hvernig þú ert í sambúð, eða bara yfir höfuð.
Þú ert gullfalleg, klár og skemmtileg :*

Komdu þér uppúr þessum niðurdúr, það er leiðinlegt að vera down ;)

Luvya

Solla sagði...

Sumir dagar eru bara svona leiðindardagar.

Ég veit vel að þú ert brilliant og að greindin er vel yfir meðallagi. Varð því aðnjótandi að vinna með þér (og það voru nú ekki allir í vinnunni með greind yfir meðallagi:))
Auk þess ertu skemmtileg og góður og traustur vinur. Þegar það kemur að því áttu eftir að finna einhvern mann sem á þig skilið. Í millitíðinni skaltu einbeita þér að því að þykja vænt um sjálfa þig.

Gangi þér vel :)

Nafnlaus sagði...

Mundu ÞÚ ERT ÞAÐ LANG BESTA SEM GERST HEFUR.

Guðrún K. sagði...

takk þið eruð yndislegar :)