fimmtudagur, janúar 03, 2008

Ömurleg vinnubrögð!


ég átti einu sinni yndislega tík, Kítara hét hún. Þurfti að láta hana frá mér þar sem henni og xinu kom ekki saman. Hún tók hann aldrei í sátt. Bar enga virðingu fyrir honum og endaði með að glefsa í hann. Hún elskaði og dáði Gabríel, sinnti honum eins og sínum eigin hvolpi.

En á bænum sem hún fór á lendir hún fyrir bíl vorið 2006. Ég hugsa mikið til hennar enn, og á hún alltaf sérstakan sess í hjarta mínu. Lán í óláni kannski því ég hefði aldrei getað tekið hana með mér þegar ég skildi og flutti hingað til Akureyrar.

En. Ég flyt að austan og hingað til Akureyrar desember 2006. Og í janúar 2007 fara þeir fyrir austan að rukka mig fyrir hundaleyfisgjöld. Ég benti þeim á að tíkin mín hefði orðið fyrir bíl um vorið, ég hafi tilkynnt að ég ætti hana ekki lengur, nei ég skilaði ekki merkinu hennar þar sem hún týndi því alltaf jafnóðum svo það fannst ekki. Ok ekkert mál. Ég fæ innheimtubréf frá Intrum út af þessu í febrúar. Og ég náttla bilast. Nógu erfit hafi það verið að tilkynna hana dauða þarna um vorið en að standa í þessu aftur nærri ári seinna! Algjörlega fyrir neðan allar...

- í dag - 03. janúar 2008 - fæ ég bréf frá Fjarðabyggð - rukkun um hundaleyfisgjöld fyrir árið 2007 !!!!!! Hvað er að ??

2 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Æ en ömurlegt. Sendu þeim skriflegt svar og spurðu hvernig þú eigir að koma í veg fyrir að þetta gerist eftir ár.

J?hanna sagði...

Oh, ömurlega leiðinlegt. En því miður ekki fyrsta (og örugglega ekki síðasta) dæmið um algjöra lömun hjá opinberum stofnunum.