þriðjudagur, janúar 22, 2008

Fyrsta foreldraviðtalið


jámm ég semst er orðin fullorðin.. fór í foreldraviðtal í skólanum hans Gabríels, áður en ég veit af þá verður hann farinn í framhald og ég farin að sækja hann heim úr partíum... omg...

En þær voru rosalega jákvæðar á Flúðum. Svo virðist sem sonur minn er afskaplega hress og skemmtilegur strákur (sem ég náttla vissi fyrir) og uppátækjasamur, duglegur, orkumikill, jafnframt þægur, blíður, og auðvitað vissi ég þetta líka allt fyrir.

Hann fær fullt hús stiga, allt jákvætt, allt í góðu gengi með þroska, gróf og fín hreyfingar, situr á rassinum þegar þarf, borðar allan mat og vel af honum. Getur leikið sér einn og í hóp, stríðir ekki og er ekki strítt.

Ég er svo montin af honum syni mínum, duglegur og yndislegur drengur. Enda er hann með svo stórt hjarta og býr yfir mikilli væntumþykju.

3 ummæli:

J?hanna sagði...

sátt og hamingjusamt barn þarna á ferð :)

Love you guys

Jóhanna

Inga Hrund sagði...

Svo sannarlega ástæða til að vera montin :)
Mitt barn er óþekkt, áttu ráð ?

Nafnlaus sagði...

minn getur líka verið óþægur en það er auðvelt að tala hann til. Ég leyfi honum að skoða nóg og skoða með honum, svo segjum við "bless við dótið" því eins og lög heimsins eru þá þýðir aldrei að ýta á eftir þessum elskum það gerir bara íllt verra :)