fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Nú er úti veður vont...

já það re ekki gott veður úti.  Ég hef heyrt sögusagnir um að það eigi bara eftir að versna.. sjáum til.  Mér finnst ákveðið gaman í svona veðri. Er á góðum bíl, á hlý föt og þá er ekkert því til fyrirstöðu að fara út.  En þó er heitur kakóbolli, teppi og jólaflíssokkarnir sem mamma gaf mér sl helgi hrikalega freistandi :)

En ég sit hérna í vinnunni, horfi út um stóra gluggann minn og fylgist með umferðinni.  Maula piparköku með heimalagaða súkkulaði/möndlukaffinu mínu sem ég hafði með mér í Starbucksbílakönnunni minni.  Hún heldur kaffinu mínu sjóðheitu í nokkrar klst!!!

Helgin framundan, jólahlaðborð, vinna, snjór.  Ætla að setja upp aðventuljós, kransinn og útiseríuna mína  - mikið hlakka ég til !!

gah2_dimmuborgir

mánudagur, nóvember 24, 2008

Jólasveinar og jólastrákar

Áttum alveg yndislega helgi.  Við fórum í sveitina og vorum þar í góðu yfirlæti, í rólegheitum og notalegheitum. Sonur minn er svo mikill afa og ömmu strákur að hann hlakkar alltaf rosalega til að fara.  Og það var ekkert öðruvísi núna. 

Fórum í fjárhús, þær eru alltaf jafn brauðfrekar blessaðar. Mér finnst alltaf jafn notalegt að kíkja í húsin, hitta þessar frenjur og vera innan um þær.  Tilbreyting frá stressinu, fréttunum, gemsunum, tölvunum, umheiminum. 

Fórum í Dimmuborgir á laugardag.  það var virkilega gaman.  Mamma kom með og Þórhalla systir, Lárus og Hjörtur Smári mættu líka.  Áttum svo góða stund í Skjólbrekku með heitt kakó og meðlæti, sem var alveg kærkomið eftir kuldann.  En það var afskaplega gott veður.  Kalt og stillt!! Setti inn myndir á flikkrið okkar. 

Kíktum í jólahúsið í gær.  Mér finnst alltaf jafn yndislegt að koma þangað! Jólailmur, önnur veröld, maður verður barn aftur!  Sonur minn er svo mikill jólastrákur, hann elskar ljósin og glingrið og dótið.

Við sonur áttum góða stund í gær, settum upp seríur og fengum okkur pylsur.  Hann talar um að fá að skreyta og skreyta og skreyta, og er harðákveðinn í að skreyta jólatréð okkar sjálfur! Enda er okkur farið að hlakka mikið til að skreyta og hlakka til jólanna.

Smelli inn  mynd af mömmu og jólasveininum :)

mamma_jolasveinn

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

ég á aðventuljós :o)

jámm það er kominn jólahugur í mann !! Hérna á Akureyri kyngir snjónum niður og allt hvítt!  Jólasnjór !!

Maður er að passa sig að setja ekki jólalögin á strax - mamma segir að það eigi ekki að byrja að spila fyrr en 1. des... hmm en að dusta rykið af diskunum er náttla allt í lagi :O) - reyndar veit ég um laumujólalagaspilara sem lesa þetta blogg hehehe.. nefni engin nöfn...

Fer að dusta rykið af seríunum. 

Annars er lítið að frétta.  Maður bara dritar út ferilskránni sinni á öll þau email sem maður sér að gæti notað mann eitthvað.  Það er lítið að frétta af atvinnumálum hérna á Akureyri, en ég er bara jákvæð.

Ég er í betri stöðu en margir sem eru þó enn með vinnu, svo ég kvarta ekki. 

Gaman að vera til - hlakka til jólanna - sem ég fæ td frí yfir alla hátíðina !!!  er í fríi 24 des og byrja ekki að vinna fyrr en 5 jan !! Og Dóan kemur, og Annan verður heima.  Mikið hlakka ég til !!!

knús til ykkar allra! 

 

laugardagur, nóvember 15, 2008

Yay !! myndin mín var valin :


Schmap Amsterdam Guide fann myndina mína á flickr síðunni minni af De Waag. Staður sem Dóa kynnir fyrir mér sem yndislegum stað. Ok þetta gamla hús var vigt fyrir skip sem komu með farma sína. Auk þess sem nornir voru brenndar á þessu torgi. Ég allavega fann fyrir frábærum stað þegar ég var þarna og við Dóa áttum góða stund þarna. Ég horfi á það sem "my happy place" - dagurinn sem við sátum þarna, með öl og samlokur, í sólinni, njótandi lífsins.

Allavega þá tók ég mynd af De Waag, og síðar setti á Flickr síðuna mína. Og einn daginn fékk ég tölvupóst um að ferðamannabæklingur vildi fá að setja myndina mína í hóp mynda til að velja úr fyrir næsta bækling. Ok ég samþykkti það og viti menn hún var valin!! ég er ógó ánægð. Þetta er ekkert borgað eða neitt, bara gaman að því að myndin mín kemur fram í bækling og á vefsíðu sem fær einhverjar flettingar... :)

brot úr bækling má sjá hérna og undir In De Waag, þar kemur myndin mín merkt Sólargeislinn sem er flickr nafnið mitt :

Schmap Amsterdam Guide

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

James Bond

EJS bauð starfsfólki sínu í bíó í gær.  Og popp og kók.  Var afskaplega gaman.  James Bond var bara býsna góður.  Sonur fékk Sylvíu og Áslaugu í heimsókn á meðan og miðað við brosið sem náði marga hringi (þakið súkkulaði) þá var hann hinn hamingjusamasti með þetta allt saman. 

Það snjóar á eyrinni í dag.  Og það eru 2 hús komin með jólaseríur í Skógarlundinum (götunni við hliðina á Hjallalundi) Mér fannst það afskaplega notalegt að sjá þetta í myrkrinu í gær.  Enda er þessi stytting á dagsljósinu ekkert að fara neitt afskaplega vel í mig.  Maður fer að lauma upp seríu og seríu svo lítið beri á :o)

 

föstudagur, nóvember 07, 2008

Lukkuláki, sveitin og talningar

nóg að gera á stóru heimili! Fer í hádeginu og sæki guttann minn og við förum uop í sveit.  Hann verður í passi yfir nóttina þar sem talning er í búðinni á morgun.  jamm... my fav.. not.

Hann fór í bíó í gær.  Þær buðu honum með sér Hulda, Tinna og Tara.  Fóru á Lukku Láka, og hann kom svona sæll með þetta allt saman heim.  Um átta, kom  hann, með súkkulaði skegg allan hringinn.  Útúrkeyrður, enda líka var hann alveg búinn þegar komið inn í rúm. Hann vildi ekki hlusta á sögu, bara fá klór á bakið og heyra Draumahöllina :o)

Eigið góða helgi :o)

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

49 dagar til jóla !!

og 49 dagar í afmæli Gabríels !

hó hó hó "!! jámm og bara 20 dagar þar til maður fer að lumast til að setja upp seríur hér og þar :) - annars sé ég seríur í nokkrum gluggum á leiðnni heim úr vinnu. Fólk er greinilega að lauma þessu upp svona í skammdeginu á þessum erfiðleikatímum.

Ég held ennþá ró minni og neita að stressa mig á þessu. Það hefur ekkert uppá sig að velta sér uppúr hlutum sem maður ræður ekkert við. Heldur brosa fram í heiminn og hugsa jákvætt !

Annars erum við sonur bara hress. Hann fer í sveitina á föstudag þar sem það er talning hjá okkur á laugardag. Ég fer svo uppeftir til hans að henni lokinni.

smá mynd til að sýna hve gaman er hjá þeim í skólanum og ýmis uppátæki:

IMG_4171

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Sunnudagur til rólegheita :o)

var að vinna í gær.  Fekk mér nokkra bjóra með vinnufélögunum á föstudag, þar sem SinginBEE var í gangi og EJS að keppa.  Við vorum bara býsna ánægð með okkar menn.  Teljum þó að Bjarni hefði getað klárað Stevie Wonder.  Þetta er sá sami sem sagði í flugvélinni á leið til Budapest "if someone is going to get arrested it will be me on behalf of my staff" þegar við Íris vorum með "flugdólgslætin" þegar við báðum um glös fyrir rauðvínið okkar þar sem við erum of miklar dömur til að drekka rauðvín af stút! hehe alltaf safnar maður reynslupunktum í sarpinn.  Og er hann orðinn nokkuð góður í stærð sá sarpur!

Helgin er annars búin að vera ljúf.  Fékk djammboð í gær, en þegar ég kom heim, dottaði ég og um tíu var ég hreinlega engan veginn reddí til að fara út. Við skulum taka það fram að ég svaf til níu í gær, aftur í gærkveldi nokkra tíma, og til níu í morgun líka OG fékk napattack um tólf í dag og nappaði til hálf tvö!!

Ákvað nú að skella mér í að verlsa fyrir heimilið.  En ekki vantaði mikið í búið.  Bæta aðeins í frystikistuna.  Ég er svo glöð í dag með þetta allt saman.  Borga mína reikninga, og þar sem ég hef ekki verið að eltast við einhverja "must have" draumóra þá er ég ekki með fjárhagsáhyggjur í dag.  Og vá hvað þetta er mikill léttir! 

Ég heyrði lagið með Eddie Vedder í dag - hef ekki heyrt í þónokkurn langan tíma; Society, og þetta lag lýsir alveg græðgi fólks, og því að fólk þarf að eignast allt.  Hluti sem skipta engu máli.  Ég er svo sammala Skjá 1 með auglýsingarnar það besta í heimi er ókeypis.  Texti Eddie Vedder er svona:

Society

hmmm ooh hooo hooo
It's a mistery to me
we have a greed
with which we have agreed
You think you have to want
more than you need
until you have it all you won't be free
society, you're a crazy breed
I hope you're not lonely without me
When you want more than you have
you think you need
and when you think more than you want
your thoughts begin to bleed
I think I need to find a bigger place
'cos when you have more than you think
you need more space
society, you're a crazy breed
I hope you're not lonely without me
society, crazy and deep
I hope you're not lonely without me
there's those thinking more or less less is more
but if less is more how you're keeping score?
Means for every point you make
your level drops
kinda like its starting from the top
you can't do that...
society, you're a crazy breed
I hope you're not lonely without me
society, crazy and deep
I hope you're not lonely without me
society, have mercy on me
I hope you're not angry if I disagree
society, crazy and deep
I hope you're not lonely without me

~ Eddie Vedder~