fimmtudagur, nóvember 20, 2008

ég á aðventuljós :o)

jámm það er kominn jólahugur í mann !! Hérna á Akureyri kyngir snjónum niður og allt hvítt!  Jólasnjór !!

Maður er að passa sig að setja ekki jólalögin á strax - mamma segir að það eigi ekki að byrja að spila fyrr en 1. des... hmm en að dusta rykið af diskunum er náttla allt í lagi :O) - reyndar veit ég um laumujólalagaspilara sem lesa þetta blogg hehehe.. nefni engin nöfn...

Fer að dusta rykið af seríunum. 

Annars er lítið að frétta.  Maður bara dritar út ferilskránni sinni á öll þau email sem maður sér að gæti notað mann eitthvað.  Það er lítið að frétta af atvinnumálum hérna á Akureyri, en ég er bara jákvæð.

Ég er í betri stöðu en margir sem eru þó enn með vinnu, svo ég kvarta ekki. 

Gaman að vera til - hlakka til jólanna - sem ég fæ td frí yfir alla hátíðina !!!  er í fríi 24 des og byrja ekki að vinna fyrr en 5 jan !! Og Dóan kemur, og Annan verður heima.  Mikið hlakka ég til !!!

knús til ykkar allra! 

 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er svona líka með jólalögin, nema í gær þegar ég var að laga til fyrir matarboð stalst ég til að kveikja á kertum og hlustaði á gömul klassísk bandarísk jólalög (ekki segja mömmu þinni frá því ;)).

Annars er viðmiðið hjá mér 1. í aðventu. Þá ætla ég líka að byrja að skreyta (er nú samt búin að setja upp eina seríu).

Gangi þér vel við atvinnuleit, ég hef trú á því að einhver átti sig á því hvað þú ert góður starfskrafutr, það var að minnsta kosti mjög gott að vinna með þér :)

kk
Solla