fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Nú er úti veður vont...

já það re ekki gott veður úti.  Ég hef heyrt sögusagnir um að það eigi bara eftir að versna.. sjáum til.  Mér finnst ákveðið gaman í svona veðri. Er á góðum bíl, á hlý föt og þá er ekkert því til fyrirstöðu að fara út.  En þó er heitur kakóbolli, teppi og jólaflíssokkarnir sem mamma gaf mér sl helgi hrikalega freistandi :)

En ég sit hérna í vinnunni, horfi út um stóra gluggann minn og fylgist með umferðinni.  Maula piparköku með heimalagaða súkkulaði/möndlukaffinu mínu sem ég hafði með mér í Starbucksbílakönnunni minni.  Hún heldur kaffinu mínu sjóðheitu í nokkrar klst!!!

Helgin framundan, jólahlaðborð, vinna, snjór.  Ætla að setja upp aðventuljós, kransinn og útiseríuna mína  - mikið hlakka ég til !!

gah2_dimmuborgir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vegna ekki:)