mánudagur, nóvember 24, 2008

Jólasveinar og jólastrákar

Áttum alveg yndislega helgi.  Við fórum í sveitina og vorum þar í góðu yfirlæti, í rólegheitum og notalegheitum. Sonur minn er svo mikill afa og ömmu strákur að hann hlakkar alltaf rosalega til að fara.  Og það var ekkert öðruvísi núna. 

Fórum í fjárhús, þær eru alltaf jafn brauðfrekar blessaðar. Mér finnst alltaf jafn notalegt að kíkja í húsin, hitta þessar frenjur og vera innan um þær.  Tilbreyting frá stressinu, fréttunum, gemsunum, tölvunum, umheiminum. 

Fórum í Dimmuborgir á laugardag.  það var virkilega gaman.  Mamma kom með og Þórhalla systir, Lárus og Hjörtur Smári mættu líka.  Áttum svo góða stund í Skjólbrekku með heitt kakó og meðlæti, sem var alveg kærkomið eftir kuldann.  En það var afskaplega gott veður.  Kalt og stillt!! Setti inn myndir á flikkrið okkar. 

Kíktum í jólahúsið í gær.  Mér finnst alltaf jafn yndislegt að koma þangað! Jólailmur, önnur veröld, maður verður barn aftur!  Sonur minn er svo mikill jólastrákur, hann elskar ljósin og glingrið og dótið.

Við sonur áttum góða stund í gær, settum upp seríur og fengum okkur pylsur.  Hann talar um að fá að skreyta og skreyta og skreyta, og er harðákveðinn í að skreyta jólatréð okkar sjálfur! Enda er okkur farið að hlakka mikið til að skreyta og hlakka til jólanna.

Smelli inn  mynd af mömmu og jólasveininum :)

mamma_jolasveinn

Engin ummæli: