Ég er í alveg yndislegum ljósmyndahóp – Álfkonum. Þar eru konur á öllum aldri, alveg yndislegar. Ég er að læra svo mikið af þeim og það er alveg virkilega stutt í hláturinn. Ein kom með frábæra klausu á facebook hjá okkur, sem ég varð að deila með ykkur:
“Á þessari mynd má sjá sjaldgæfa tegund kvenkyns spendýra, svokallaðar ÁLFkonur sem flakka um í litlum eða stórum hópum fjarri afkvæmum sínum og mökum. Það sem einna helst einkennir og sameinar þessa mislitu tegund er lítill svartur hlutur sem hangir um háls þeirra. Framan á hlutnum er svokallað þriðja auga spendýrsins sem nemur umhverfið á allt annan hátt en hin tvö gera. Litli kassinn með þriðja auganu sem ég hef kosið að kalla myndavél, nota ÁLFkonur til þess að nærast en kjörlendi þeirra er víðátta landsins frá sjávarmáli til hæstu fjalla. Tegundin er hörð af sér og nærist allan sólahringinn jafnvel þótt úti sé vonskuveður. Þegar kvöldar eiga ÁLFkonur það til að gefa frá sér óskiljanleg hávær hljóð einkum ef að tungl er fullt og norðurljósin dansa um himininn. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því tegundin er talin hættulaus. Þegar ÁLFkonur eru ekki á flakki um kjörlendið nota þær tímann til þess að þjálfa upp vöðvanna í andlitinu. Þá veður á þeim eins og enginn sé morgundagurinn og annars lagið má heyra frá þeim miklar rokur sem erfitt er að útskýra nánar. Samhliða þessum miklu rokum sem geta staðið frá nokkrum mínútum upp í nokkra klukkutíma taka þær bakföll og halla sér svo fram og hhhaaaalllllddddaaa!!! Skál :) “
Höf: Berglind H. Helgadóttir ÁLFkona
2 ummæli:
Snilldar hópur sem þú ert komin í....gaman að sjá myndirnar þínar...
þær eru ROSALEGA fallegar...
Yndislegt :) Væri alveg til i ad eignast gott tridja auga og verda ALFkona :) Svo spennandi og svo hamingjusom fyrir tina hond vinkona :) Knus i hus
Skrifa ummæli