miðvikudagur, október 12, 2011

vetur ?

Jæja - þá kom frostið.. ekki snjórinn ennþá samt..
það er samt voða dimmt núna þegar klukkan hringir og ég finn alveg að ég er ekki alveg jafn spræk á fætur og fyrir td bara hálfum mánuði síðan. Vona að þetta sé bara því ég er að fara heldur seint að sofa.

Finn auka orku hjá mér samt - þe ég er ekki að sofna kl 8 eins og í fyrra - og samt ekki ná að vakna kl 7. Ég er full orku á kvöldin (skýrir hve seint ég sofna) og ég held það sé einungis vegna Bjargs..

finn samt kvíða fyrir vetrinum. Svo miklar breytingar í vinahópnum og ég er svo hrædd um að enda aftur bara single one out... finn strax breytingar nú þegar í þá áttina eitthvað en næ ekki að benda bent á þær. Ég er líka sjálf meira upptekin, meira að gera hjá mér.

En núna er "me time" - Guðrúnartími. Ég verð að hugsa og einbeita mér að því sem ég byrjaði á í haust á Bjargi, sem btw gengur vel og ég finn aukna vellíðan. Er búin að setja mér ákveðin markmið, næstu 3 ár verða helguð þessum markmiðum.

En sálartetrið þarf samt á félagshliðinni að halda líka.

þar til næst elskurnar ..

Engin ummæli: