miðvikudagur, október 05, 2011

fyrsti snjórinn

sumir vöknuðu á undan klukkunni.. vöktu mömmu sína með að kalla innan úr næsta herbergi “mamma mammaaa það er kominn SNJÓR !!” Mamman leit á klukkuna; 06:30..  æði... 

Sonurinn var á útopnu um morguninn, þyrlaðist um íbúðina, og mamman þurfti varla að benda honum á að klæða sig í útifötin.  Og þurfti bara að segja einu sinni að nú þyrfti að slökkva á sjónvarpinu og finna skóna.  það var ekki einu sinni vesen að finna kuldaskóna þó þeir væru inni í hjólageymslu, í kompunni síðan sl vetur.  Venjulega hefði þetta ferli tekið nánast 10-15 mínútur; að klæða sig í útifötin, slökkva á sjónvarpinu og finna skóna (þó þeir væru bara við innganginn)

Og síðan heyrðist neðan úr stigaganginum; “mammaa ég er sko farinn að bíða eftir þér” Svona líka syngjandi kátur með nýja fallega hvíta snjóinn.  Mamman gat nú lítið annað en samgleðst drengnum sínum, svona hamingja smitar út frá sér. 

Mamman hefur venjulega aldrei glaðst yfir þessu blauta hvíta kalda, en í dag var þetta einhvern veginn öðruvísi.  Hún tók þátt í gleðinni með drengnum, reif upp myndavélina nýju og tók eina mynd út af svölunum sínum.  Sagði svo við þann stutta að hún ætlaði að taka nýju vélina og hans myndavél með í vinnuna, því þau gætu örugglega farið í smá myndagöngu eftir vinnu og skóla.   Loksins búin að finna áhugamál sem hægt er að virkja ljósu hliðarnar á vetrinum.

Allt í einu, í fyrsta skipti á ævinni er snjórinn ekki svo óyfirstíganlegur, ekki svo hræðilegur, kaldur.  Allt í einu er kannski veturinn ekki svo kaldur og dimmur..

DSC_4304

1 ummæli:

Anna Geirlaug sagði...

Gaman að heyra spennuna hjá stráknum...það var og er svooo gaman að leika sér í snjónum