Fyrsta myndin mín af norðurljósum! Alveg dásamlega gaman að sitja úti í myrkrinu, með vélina og smella af, laga til, prufa nýtt, læra meira!
Ef skýjahulan hefði ekki verið til staðar hefði ég sennilegast verið úti alla nóttina, þetta er alveg dásamlegt! Núna verð ég alltaf með úlpu og teppi í bilnum, þá get ég bara farið út með vélina og þrífótinn og elt norður ljósin.
Þau eru svo falleg, þau dönsuðu fyrir okkur Álfkonurnar, græn með bleikum og fjólubláum borðum...
1 ummæli:
Æðisleg mynd :) Orðið svo langt síðan ég sá norðurljós en þessi mynd bætir það allt upp :) Takk fyrir mín kæra
Skrifa ummæli