fimmtudagur, ágúst 14, 2003

3 tilraun til að koma þessu á netið!!!!
Í hin 2 skiptin hefur Hjölli restartað og allt horfið af f***ing skjánum - nett pirruð!!

En, til að gera þetta stutt (mega pirruð yfir að þurfa að pikka allt inn aftur) þá er lífið ok.

Versló var yndæl. Fór í sveitina eftir langa vinnuviku.

Á leiðinni heim náðum við í litla dýrlinginn minn, Kitöru, sem er 7 vikna border collie, og er hún ástæða þess að ég hef ekkert verið í tölvunni undanfarið. Hún er alger snillingur sú stutta, og er afar hress hvolpur. Kitara þe nafnið kemur úr Dragon Lance bókunum, eftir kvenpersónu, sem er herforingi, "warrior princess" sem er óhrædd við að kanna nýja hluti og staði, og lætur fátt sér koma á óvart.
Við erum líka búin að taka milljón myndir af henni, og ég vona að ég finni tíma um helgina til að koma þeim á netið.
Hún og Herkúles hafa hist, það var núna á sunnudaginn, og það var alger snilld að fylgjast með því. Hann meira að segja nennti að leika sér við hana, en auðvitað þurfti að skóla hana til aðeins. En hún lét sér um fátt finnast og var fljót að standa upp aftur og halda áfram leiknum.

Ragga kom til mín á föstudaginn var. Það var yndislegt að hafa hana í þessa fáu daga sem hún var hérna. Fengum okkur öl og spiluðum yatzy. Ég sýndi henni "barinn" sem var eins og vanalega - tómur, nema þessar fáu örlagabyttur sem eru þar daglega.
En við náðum að skemmta okkur - enda erum við svo skemmtilegar að við þurfum ekkert fleira !! HAHAHAHAHA!!!!

Ég fæ sko frí um helgina!!!!! Búin að vera að vinna mikið, mæti flesta morgna kl átta, og td á morgun er ég frá átta til sjö!
Svo bætir ekki að Valur, vinur Hjölla er hérna. Við pikkuðum hann upp á leiðinni til baka úr Mývó um versló, og hann byrjaði að vinna hérna. Hann býr hjá okkur á meðan hann fær annað húsnæði. Og svo er strákurinn ennþá hérna, sem hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig. Það er eitthvað mega mikið að þar í kolli. En það er afar orkufrekt að hafa þá tvo hérna. Ég hlakka geggjað til þess dags sem þeir verða farnir. Strákurinn fer núna á mánudaginn, spurning með Val.

Í næstu viku byrja ég svo að vinna í skólanum. Tek prófin mín á mán. og þrið. Og mér skilst á Hirti, verslunarstjóranum að ég sé meira og minna laus frá búðini eftir það. Verð að segja að ég hlakki til. Er orðin frekar þreytt á þessu enda eru dagarnir langir. Er að vona að ég losni þaðan á miðvikudeginum, þá er ég hálfan daginn í skólanum að vinna þar sem skólaselið hefst ekki fyrr en 25 ágúst.

En núna ætla ég að hætta og fara að slappa af.
Vonandi svarar þetta spurningum ykkar um hvernig lífið sé þessa dagana úti á landi!!


Engin ummæli: