mánudagur, janúar 30, 2006

Fáskrúðsfirðingar eru svolítið spes

Ok nú er ég farin að vinna í skemmtilegri búð, með fullt af skemmtilegum vörum, alls kyns dóti fyrir alla á öllum aldri, karlkyns sem kvenkyns. Ég er náttla ekki "innanbæjarmanneskja" hérna, og heldur ekki á Fáskrúðsfirði. Og þar sem fólk er ekki alltaf into utanbæjarfólk þá fæ ég jafnvel ókurteisi - svona sneyptar kveðjur frá sambæjungum mínum þegar þeir koma hingað til að versla hjá mér. Eins og ég sé ekki þess verðug að afgreiða í þessari búð hérna. Eins og fólk geti ekki unað mér því að flytja hingað austur og finna aðra vinnu en frystihúsið? Merkielga er að körlunum finnst skemmtilegt að sjá mig hérna, og rabba mikið, á meðan kellur eru fúllyndar og kuldalegar.....

2 ummæli:

Dóa sagði...

En fyndið - þetta er alveg eins á Dalvíkinni!

Ætli þetta sé ekki smábæjar fílingurinn í hnotskurn? Karlarnir ánægðir að sjá nýjan kvenmann, en konurnar sjá ekkert annað en ógnun - amk alls ekki möguleikann á nýrri vinkonu?

Kannast við þetta!

Knús og kossar

Nafnlaus sagði...

Hvað ertu að segja kona!!!! Obboðslegt óöryggi og minnimáttarkennd er í kvenþjóðinni á fáskrúðsfirði!!!
En You Go Girl!!!!