mánudagur, maí 21, 2007

Grænn sportbíll


Frábær helgi að baki! Fór í skemmtilega heimsókn til Hafdísar og sonar hennar Jóhanns Haralds. Þau búa rétt fyrir utan eyrina, ekki langt að skjótast. Alveg nauðsynlegt að fara og hitta annað fólk, og tala við aðra en bara vinnufélaga go soninn. Takk kærlega fyrir okkur Hafdís. Situr uppi með okkur núna góða mín!

Við Gabríel áttum góða daga saman. Fann hvað hann naut þess að hafa mig eina hjá sér. Bara ein vika og síðan er verslunin opin bara til fimm - þá get ég sótt hann sjálf á leikskólann.

Ég grillaði í gær!! Og ég ekki alveg komin á þá bylgjulengd að við erum bara 2 í mat og ég tók allt of mikið til á grillið. Og þegar uppi var staðið þá var orðið allt of seint að bjóða í mat. Svo gaf ég honum ávexti og rjóma í eftirmat, og ég vissi ekki hvert hann ætlaði af kæti blessaða barnið.

Svo í gærkveldi þegar hamingjusama barnið mitt var farið að sofa, fann ég hvað ég var sátt og ánægð. Stolt af heimilinu sem ég hef búið til handa okkur Gabríel, fallegt, notalegt hlýlegt heimili sem honum líður vel á. Já okkur báðum!

2 ummæli:

J?hanna sagði...

Mmmm... þessi grillmatur lítur vel út :)

Njóttu augnabliksins - tíminn er svo miklu fljótari að líða heldur en maður kærir sig um.

Luv

Inga Hrund sagði...

Knús og kossar úr Reykjavík!