mánudagur, maí 07, 2007

Bjöggaball :)

alveg snilldar helgi að baki! Fórum í sveitina á föstudaginn í tilefni afmæli mömmu. Gabríel fór með afa sínum og ömmu reyndar fyrr um daginn - það er svo mikill munur fyrir hann að hætta fyrr og þurfa ekki að dröslast í bíl eftir 10 tíma vinnudag - sem er nógu langur fyrir svona lítinn kút.
Nú - á laugardag var afslappelsi og Ragga vinkona go hennar spúsi komu í heimsókn í Mývó - þau höfðu verið á "hvalveiðiskoðunnartúr" á Húsavík. Svo var planið að fara á Akureyri og kíkja í krukku. Og ég ákvað að skella mér - mamma og pabbi svo himinlifandi yfir að ég skuli drífa mig út að þau hugsuðu sig ekki um og pössuðu litla gullmolann minn.
Og það var svoooo gaman!! Ég hef ekki hlegið svona mikið svo lengi! Björgvin Halldórss var nöttla flottastur - en reyndar hlustaði ég ekki mikið á hann - en dansaði þó eitthvað. Og var hálf vönkuð á sunnudag en ekki mikið þó. Þetta var eitthvað sem ég virkilega þurfti á að halda - sérstaklega að hlæja svona mikið.
takk elsku Ragga fyrir frábært kvöld!!!

2 ummæli:

Ragga sagði...

Takk sömuleiðis elsku vinkona, þetta var snilldin ein!!!
Er ennþá í gleðivímu "Þó líði ár og öld..." hljómar enn í eyrum mér. :D

J?hanna sagði...

You go girl :)

Gerðu bara meira af þessu!