þriðjudagur, maí 15, 2007

datt í dúnalogn...


Var nóg að gera fyrir hádegi. Síminn hringdi og fólk kom. Núna - ekkert. Hlýtt úti, dulítið hvasst, sólin potar nefinu reglulega út á milli skýjanna til að minna okkur á sig. Sonur minn er enn í sveitinni og ég sakna hans mikið. Einmannalegt heima þegar hans nýtur ekki við. Hann hefur svo mikinn lífskraft og hann er svo ferskur og kemur með svo hressar uppákomur. Hann verður þar líka á morgun þar sem leikskólinn lokar í hádeginu og ég hefði þurft að fá frí eftir hád á morgun. Og þá væri ég að taka áhættu með heilsuna hans þar sem hann er ekki orðinn fullfrískur enn. Svo; ein heima aftur í kvöld.

Ég fór að versla í gær. Ísskápurinn gargaði á móti mér af tómleika. Greinilegt að ef maður væri ekki með barn á heimilinu þá væri ísskápurinn svona alltaf. Svo mín trillaði í Bónus og verslaði fyrir um 11 þúsund!! - getið rétt ímyndað ykkur hve tómt var orðið. Nema í kistunni minni. Ég á fullt af kjöti og frosnum mat.

Engin ummæli: