mánudagur, mars 31, 2008

Snilldar helgi

Já við sonur áttum góða helgi.  Byrjuðum helgarfríið á að fara í bíó.  Já sonur í fyrsta skipti í bíó.  Það var líka alveg meiriháttar gaman.  Starfsmönnum EJS og börnum var boðið á sýninguna Horton.  Maður hló helling og Gabríel starði hugfanginn á stóra sjónvarpið, með poppið sitt og kókið og nammið í pokanum sem hann fékk að velja alveg sjálfur úr nammibarnum! Talaði svo um að fara aftur. Og það verður gert!

Var alveg yndislegt að koma í Fellshlið á laugardaginn.  Það er svo rólegt og gott andrúmsloft þarna, alltaf gott að koma þangað.  Takk kærlega fyrir okkur elsku Anna og Hermann.  Gabríel alveg dýrkar þau, leikur á alls oddi þegar hann kemur þangað.  Ekki skemmdi fyrir að hann fór á sleðann!! Já sonur minn fór á snjósleða!! Tók tvær salibunur og þá kominn með nóg í það skiptið.  Hann ætlaði svo út með Hermanni daginn eftri á "bláa" sleðann en hætti við því það var svo mikið fjúk og ekki nokkur leið að fá hanntil að skipta um skoðun.  Bökuðum pizzu - hann og Anna aðallega, merkilega lítið af pylsum á einni pizzunni - þe sá staður sem hann hafði átt að setja þær á.. og borðaði svo merkilega lítið í kvöldmatnum.  - hvort maður eigi að setja samansem merki þar á milli??

Við Anna og Hermann dormuðum yfir imbanum, fengum okkur rauðvín og dottuðum yfir Jeeves and Wooster. Sækir á mann svefn í svona afslappelsi.  Afskaplega notalegt. 

Sunnudaginn var leiðinlegt veður.  Keyrt inná Akureyri og stoppað á milli stika á Víkurskarðinu til að sjá í hvaða átt maður snéri.  En maður er náttla svo vanur þessu að maður kippir sér ekki mikið upp við þetta lengur :o)

Og sonur minn kíkti í kaffi til Huldu hans Hjölla.  Hjölli fór loks í meðferð blessaður og vona að honum gangi sem best þar.  Ég hafði haft áhyggjur af því að byrja aftur á reit A með samskipti þeirra Gabríels þar sem 6 vikur eru langur tími.  En Hulda hafði samband við mig og spurði hvort hún mætti fá Gabríel lánaðan eitthvað á þessum tíma.  Þær mæðgur (hún á tvær dætur) dýrka guttann (sem er náttla alveg skiljanlegt) og sagði hún þær sakna hans helling.  Ég varð mjög ánægð að heyra þetta.  Náttla eitthvað sem ég hefði aldrei beðið sjálf um.  Og hafði haft áhyggjur af þessu, og þetta er bara frábært.  Og ég hélt nú það að hann mætti nú fara í heimsókn til þeirra.  Kann virkilega að meta þetta hjá henni og þakka ég henni bara kærlega fyrir :)

Þannig hann fór þangað í gær.  Spurði hann fyrst hvort hann vildi kíkja í kaffi til Huldu, Töru og Tinnu.. svarið semég fékk var "nei... bara vatn"

sá stutti kann sitt !!

 

laugardagur, mars 29, 2008

Páskaeggjaopnun :)

Sylvía Ósk og Gabríel að opna páskaegg :) Var loks að koma þessu á netið - betra er seint en aldrei. Það er annað myndaband af honum á youtube þar sem hann bítur þokkalega veklega í eggið sitt, það er líka póstað á síðunni hans :)

fimmtudagur, mars 27, 2008

Árshátíð EJS 12. apríl :o)

jámm mín kemur suður að djamma 12. apríl !!! - ætla að lenda 11. apríl og árhátíðin er 12 apríl :)

Hlakka mikið til :)

miðvikudagur, mars 26, 2008

ábyrg móðir og single stelpa..

Og það er alltaf jafn gaman að vera til.  Er svo ánægð með hvar ég er í dag og hvað líf mitt er skemmtilegt þessa dagana! Alltaf eitthvað að gerast, fólk að poppa upp hér og þar; nýjir vinir og gamlir.

Eftir þessa dásemdar páska er maður fullur orku og úthvíldur.  Sonur minn var svo kátur að koma heim í gær, hljóp upp stigana "dótið mitt dótið mitt" Hann er svo skemmtilegur þessi gutti minn ! mamma hafði orð á því þegar ég sótti hann í gær "vá ég er bara þreytt eftir daginn hann er búinn að vera á fullu í allann dag" Já þessi sonur minn er snilld :)

Maður er á mörkunum að vera skynsamur og að sleppa fram af sér beislinu.  Getur maður ekki gert bæði? Það er svo gaman að vera til og ég vil ekki missa af einni mínútu.  Og ég vil ekki halda aftur af mér heldur.  En jafnframt vil ég ekki gera einhverjar gloríur sem mér er einni von og vísa þegar ég tek mig til :) - þið vitið hvað ég tala um sem þekkið mig :)

Ég er ekki að tala um að vilja vera á tveimur stöðum í einu, eða binda mig einhverstaðar, ég vil bara ekki loka á eitthvað strax sem gæti svo verið einhvers virði :) Það er bara oft hrikalega erfitt að vera bæði single stelpa og ábyrg móðir...

 

mánudagur, mars 24, 2008

Málshátturinn minn 2008

"hygginn kann sér hóf"  ... hugs hugs hugs.. Hvað meina þeir með þessu... ???

Og minn hugsunnarháttur náttla um leið smellti þessu upp á karlpeningana sem eru að herja á mig...

sunnudagur, mars 23, 2008

Afmæli í dag :)

Já ykkar yndislegust á afmæli í dag !! Er búin að fá fjölda smsa og kveðjur í dag. Takk takk elskurnar mínar.

Dagurinn er búinn að vera hrein snilld. Sonur minn pakkaði inn afmælisgjöf (með aðstoð ömmu sinnar) og skrifaði sjálfur á afmæliskortið mitt. Og hann var svo stoltur og þetta var svo flott hjá honum. Svo söng hann fyrir mig afmælissönginn!! Hann mundi sko strax í morgun þegar hann vaknaði að ég átti afmæli. Og hann mundi sko strax að ég átti að fá pakka og þegar pakkarnir væru búnir átti að opna páskaeggin! Hann fékk stórt egg frá pabba sínum með strumpi sem hann opnaði. Fékk dygga aðstoð Sylvíu bestu frænku. Set myndir inn á flickr við tækifæri.

Eftir hádegi fórum við mamma í páska/afmælisdekur í Lónið. Juuminn hvað það var næs! Sylvía færði okkur bjór útí lón og sátum við þar og sötruðum. Agalega yndælt að sitja þar í heitu vatninu, láta líða úr sér og vera alveg með tíma til að dekra svið sjalfa sig.

Var heima í gærkveldi. Fékk boð um að mæta á Hattinn en ákvað að vera heima. Togaðist mikið í mér en þegar ég vaknaði með syni mínum í morgun þá var ég svo fegin að hafa ákveðið að vera heima. Koma önnur kvöld eftir þetta kvöld og ég held að sá er bauð hafi alveg skilið það :) Föstudagskvöldið var hrein snilld, nóttin enn betri og morguninn bestur. Hlakka bara til framtíðarinnar :)

Eigið sem besta páska

Ykkar Guðrún K.

Gudrun

fimmtudagur, mars 20, 2008

Páksafrí!!!

jámm við sonur erum komin í sveitina í páskafrí.  Svo er afmælið mitt á sunnudaginn og langar mig á djammið á morgun í tilefni þess.  Veit ekki hvað skal gera.  En hálfvitarnir eru að spila í Skjólbrekku og langar að fara þangað.  Svo langar mig á djammið eftir það á Akureyri.  Einhverjir sjálfboðaliðar??

Fór í klippingu í dag ! Tekið meira af hárinu en síðast. Er alveg að fíla þetta :)

En nóg um það - mamma er að reyna að finna "patent" lausn á hvernig á að hengja máluð egg upp... með slaufuna upp og lykkjuna um greinina - en er ekki alveg nógu gott því "hnúturinn fer í gegn".....

þar til næst knús og kossar !!!

þriðjudagur, mars 18, 2008

Afmælisbarn dagsins:

Inga Hrund Gunnarsdóttir

(mynd tekin 28. mars 1991)

Til hamingju með daginn elsku vinkona!!

sunnudagur, mars 16, 2008

Sunnudagur til svefns!!

jámm - letidagur held ég bara! Það er að koma páskafrí.  Hvað skal gera - veit ekki enn.  Langar eitthvað út á lífið og langar að hitta fullt af fólki og langar í fullt fullt af heimsóknum. Skildi maður komast yfir eitthvað af þessu ? Eða enda páskarnir í eintómri leti og náðugheitum??

laugardagur, mars 15, 2008

Laugardagur til ljúfra stunda

hæ elskurnar mínar :) Jámm það er sko leti/ljúfur dagur í dag. Mamma og pabbi kíktu hingað við til að laga eldhúsinnréttingunga mína og skipta um klær.  Gaman að fá þau í heimsókn, Gabríel varð svona himin lifandi við að fá þau og sýndi ömmu sinni allt í herberginu sínu.  Og auk þess sem hún kom með okkur í íþróttaskólann.  Já það var síðasta skiptið sem það var.  Ég bara skrái hann næsta haust - hann er alveg að skemmta sér sá stutti í þessu.  Sérstaklega þegar þrautahringurinn er -þá hleypur hann hring eftir hring og prílar um allt.  Í dag meira að segja þorði hann að hoppa af stóra hestinum á dýnu - stór sigur þar!!!

Eftir heimsóknina þá sofnaði hann og svaf í 2 tíma - núna erum við að dúllast og velta fyrir okkur hvað við eigum að gera restina af helginni :)

á fDSC00220 östudaginn kíktum við í Dótakassann og lékum okkur smá stund í lestunum.  Okkur finnst svo gaman að kíkja þangað og sjá hvað e í boði þann daginn.  Og núna er mega útsala þar og náðum við lest á 990 kr sem eru eins og þær sem hann er að safna - Tommi lest sem sagt - rosa gaman !!!

þar til næst - eigið góða helgi og verið góð hvert við annað!!

fimmtudagur, mars 13, 2008

snjór, slabb og slydda...

ég er ekki að fíla þetta. Páskafrí í næstu viku - og hvað ég hlakka til. Hugurinn er kominn í frí, og ég veit að fleiri í kringum mig eru að keyra á síðustu orkunni sem þeir eiga. Meira að segja Gabríel er farinn að tala um að vilja bara vera heima - í miðri viku! það bara varla gerist ekki hjá honum - honum finnst svo gaman í skólanum. Hann dormar í rúminu og dregur lestirnar sínar uppí og vill helst ekki fara framúr. "mamma vil vera heima leika með dótið mitt"
Fór í skólann í morgun - horfa á vídeó úr danstímunum hans - og það var bara snilld! Sjá þessa gaura dansa og syngja. Enda gripu þeir lagið fyrir okkur líka með vídeóinu :) Svaka gaman að svoan uppákomum :) gefa lífinu gildi.
Helgi framundan - ég er ekki að vinna - og vá hvað ég hlakka til!!!
Njóta þess að vera í fríi og knúsa barnið mitt.
Þar til næst verið góð hvert við annað og klæðið ykkur vel !!

miðvikudagur, mars 12, 2008

Miðvikudagur

hey - hafið þið tekið eftir því að það er alltaf miðvikudagur?

þriðjudagur, mars 11, 2008

15 Vikur og 3 dagar :o)

Engar fréttir - góðar fréttir? Já er þakki bara - hef verið hálfgerð Pollýana undanfarið vegna lánamála, en maður verður bara að hugsa að það getur margt verra gerst en að verða gjaldþrota.. er það ekki?? Jú jú - smá röksemdarhugsanir og þá líður mér aðeins betur. Td - heilsa sonar míns er meira virði en allir peningar, og heilsan mín og minna nánustu. Að sonur minn finni ekki fyrir þessu er aðal atriðið, og hann skorti ekki neitt. Á meðan við erum hraust, ég hef vinnu og þak þá erum við sonur minn fær í flestan sjó. Enda búum við svo vel að eiga yndislega fjölskyldu sem styður við bakið á okkur.
Ætla samt ekki að mála skrattann á vegginn strax. Er með lögfræðing að vinna í þessu fyrir okkur, og baráttan er ekki búin enn.
Farin að hlakka ógurlega til sumarsins. 15 vikur og 3 dagar í frí.. but who's counting?? Gæli meira við páskafríið sem hefst í næstu viku.. það er styttra í það :)

fimmtudagur, mars 06, 2008

Loving life :o)

Juminn - komin helgi aftur?? Ég sko týndi einum degi - þegar Alli tilkynnti mér í morgun að hann ætlaði sko ekki að vinna aftur til 6 í dag þá sá ég að það væri fimmtudagur.. en ég er enn ekki búin að finna út hvaða dag ég missti úr?
Það er búið að vera mikið að gera. Í vinnunni - Íris var úti á landi í söluferð og annríkið í búðinni var þannig að ein manneskja náði ekki að sinna þvi. Við Alli stóðum á haus á þriðjudeginum, síminn stoppaði ekki og ég settist varla því það var mikill erill í búðinni. Bara gaman :o)
Annars er ekkert að frétta. Single life and loving it, er hvort eð er ekkert reiðubúin í eitthvað meira. Stundum held ég það en svo hugsa ég lengra og neibb ég er það ekki :o)
Gabríel er í ótrúlega góðu jafnvægi - vaknar brosandi, sofnar brosandi og það hvessir ekkert í þeim stutta þessa dagana - búinn að vera svona síðan hann fór að sofa allar nætur í sínu eigin rúmi. Hann er úthvíldur og sáttur. Vaknar svangur og fullur tilhlökkunnar til að takast á við nýjan dag. Hann er duglegur við að vilja prófa að fara á koppinn og er byrjaður að vilja fara á klóið í skólanum. Þetta er allt að koma hjá honum blessuðum.
Já við erum bæði í góðu jafnvægi þessa dagana. Maður er alltaf að fá smá reality check, og læra meira á sjálfan sig. Ég sef betur núna eftir að sonur er farinn að sofa heilar nætur- ekki að ég hafði átt við svefnvandamál að stríða - þvert á móti. En ég fæ heilan svefn núna- rumska ekki þegar hann er að brölta yfir til mín um miðjar nætur. Svo við bæði erum úthvíld á morgna - hress og hlökkum til nýs dags og hvað hann hefur uppá að bjóða !
Er að vinna helgina, svo það er róleg og notaleg helgi framundan :o) Hlakka til að eiga stundir með syni mínum. Hann hittir pabba sinn á laugardag á meðan ég er að vinna, svo eigum við alla helgina útaf fyrir okkur. Ég hlakka mikið til. Hann stækkar svo hratt og þroskast svo hratt ég er hrædd um að ef ég blikka augunum þá missi ég hreinlega af honum.
Þar til næst elskurnar mínar - hafði það gott og eigið góða helgi :)

mánudagur, mars 03, 2008

Mánudagur og snjór

Frábær helgi að baki - gott og skemmtilegt djamm á föstudegi, rólegur laugardagur í sveitinni ásamt góðum sunnudegi.  Lífið fer upp og niður eins og alltaf og veit maður aldrei hvað gerist á morgun.

þar til næst verið góð hvert við annað.

sunnudagur, mars 02, 2008

Myndskilaboð

"Gaman hjà afa og ömmu! Og mamma hjàlpar að kubba"