Já við sonur áttum góða helgi. Byrjuðum helgarfríið á að fara í bíó. Já sonur í fyrsta skipti í bíó. Það var líka alveg meiriháttar gaman. Starfsmönnum EJS og börnum var boðið á sýninguna Horton. Maður hló helling og Gabríel starði hugfanginn á stóra sjónvarpið, með poppið sitt og kókið og nammið í pokanum sem hann fékk að velja alveg sjálfur úr nammibarnum! Talaði svo um að fara aftur. Og það verður gert!
Var alveg yndislegt að koma í Fellshlið á laugardaginn. Það er svo rólegt og gott andrúmsloft þarna, alltaf gott að koma þangað. Takk kærlega fyrir okkur elsku Anna og Hermann. Gabríel alveg dýrkar þau, leikur á alls oddi þegar hann kemur þangað. Ekki skemmdi fyrir að hann fór á sleðann!! Já sonur minn fór á snjósleða!! Tók tvær salibunur og þá kominn með nóg í það skiptið. Hann ætlaði svo út með Hermanni daginn eftri á "bláa" sleðann en hætti við því það var svo mikið fjúk og ekki nokkur leið að fá hanntil að skipta um skoðun. Bökuðum pizzu - hann og Anna aðallega, merkilega lítið af pylsum á einni pizzunni - þe sá staður sem hann hafði átt að setja þær á.. og borðaði svo merkilega lítið í kvöldmatnum. - hvort maður eigi að setja samansem merki þar á milli??
Við Anna og Hermann dormuðum yfir imbanum, fengum okkur rauðvín og dottuðum yfir Jeeves and Wooster. Sækir á mann svefn í svona afslappelsi. Afskaplega notalegt.
Sunnudaginn var leiðinlegt veður. Keyrt inná Akureyri og stoppað á milli stika á Víkurskarðinu til að sjá í hvaða átt maður snéri. En maður er náttla svo vanur þessu að maður kippir sér ekki mikið upp við þetta lengur :o)
Og sonur minn kíkti í kaffi til Huldu hans Hjölla. Hjölli fór loks í meðferð blessaður og vona að honum gangi sem best þar. Ég hafði haft áhyggjur af því að byrja aftur á reit A með samskipti þeirra Gabríels þar sem 6 vikur eru langur tími. En Hulda hafði samband við mig og spurði hvort hún mætti fá Gabríel lánaðan eitthvað á þessum tíma. Þær mæðgur (hún á tvær dætur) dýrka guttann (sem er náttla alveg skiljanlegt) og sagði hún þær sakna hans helling. Ég varð mjög ánægð að heyra þetta. Náttla eitthvað sem ég hefði aldrei beðið sjálf um. Og hafði haft áhyggjur af þessu, og þetta er bara frábært. Og ég hélt nú það að hann mætti nú fara í heimsókn til þeirra. Kann virkilega að meta þetta hjá henni og þakka ég henni bara kærlega fyrir :)
Þannig hann fór þangað í gær. Spurði hann fyrst hvort hann vildi kíkja í kaffi til Huldu, Töru og Tinnu.. svarið semég fékk var "nei... bara vatn"
sá stutti kann sitt !!