þriðjudagur, mars 11, 2008

15 Vikur og 3 dagar :o)

Engar fréttir - góðar fréttir? Já er þakki bara - hef verið hálfgerð Pollýana undanfarið vegna lánamála, en maður verður bara að hugsa að það getur margt verra gerst en að verða gjaldþrota.. er það ekki?? Jú jú - smá röksemdarhugsanir og þá líður mér aðeins betur. Td - heilsa sonar míns er meira virði en allir peningar, og heilsan mín og minna nánustu. Að sonur minn finni ekki fyrir þessu er aðal atriðið, og hann skorti ekki neitt. Á meðan við erum hraust, ég hef vinnu og þak þá erum við sonur minn fær í flestan sjó. Enda búum við svo vel að eiga yndislega fjölskyldu sem styður við bakið á okkur.
Ætla samt ekki að mála skrattann á vegginn strax. Er með lögfræðing að vinna í þessu fyrir okkur, og baráttan er ekki búin enn.
Farin að hlakka ógurlega til sumarsins. 15 vikur og 3 dagar í frí.. but who's counting?? Gæli meira við páskafríið sem hefst í næstu viku.. það er styttra í það :)

Engin ummæli: