fimmtudagur, mars 06, 2008

Loving life :o)

Juminn - komin helgi aftur?? Ég sko týndi einum degi - þegar Alli tilkynnti mér í morgun að hann ætlaði sko ekki að vinna aftur til 6 í dag þá sá ég að það væri fimmtudagur.. en ég er enn ekki búin að finna út hvaða dag ég missti úr?
Það er búið að vera mikið að gera. Í vinnunni - Íris var úti á landi í söluferð og annríkið í búðinni var þannig að ein manneskja náði ekki að sinna þvi. Við Alli stóðum á haus á þriðjudeginum, síminn stoppaði ekki og ég settist varla því það var mikill erill í búðinni. Bara gaman :o)
Annars er ekkert að frétta. Single life and loving it, er hvort eð er ekkert reiðubúin í eitthvað meira. Stundum held ég það en svo hugsa ég lengra og neibb ég er það ekki :o)
Gabríel er í ótrúlega góðu jafnvægi - vaknar brosandi, sofnar brosandi og það hvessir ekkert í þeim stutta þessa dagana - búinn að vera svona síðan hann fór að sofa allar nætur í sínu eigin rúmi. Hann er úthvíldur og sáttur. Vaknar svangur og fullur tilhlökkunnar til að takast á við nýjan dag. Hann er duglegur við að vilja prófa að fara á koppinn og er byrjaður að vilja fara á klóið í skólanum. Þetta er allt að koma hjá honum blessuðum.
Já við erum bæði í góðu jafnvægi þessa dagana. Maður er alltaf að fá smá reality check, og læra meira á sjálfan sig. Ég sef betur núna eftir að sonur er farinn að sofa heilar nætur- ekki að ég hafði átt við svefnvandamál að stríða - þvert á móti. En ég fæ heilan svefn núna- rumska ekki þegar hann er að brölta yfir til mín um miðjar nætur. Svo við bæði erum úthvíld á morgna - hress og hlökkum til nýs dags og hvað hann hefur uppá að bjóða !
Er að vinna helgina, svo það er róleg og notaleg helgi framundan :o) Hlakka til að eiga stundir með syni mínum. Hann hittir pabba sinn á laugardag á meðan ég er að vinna, svo eigum við alla helgina útaf fyrir okkur. Ég hlakka mikið til. Hann stækkar svo hratt og þroskast svo hratt ég er hrædd um að ef ég blikka augunum þá missi ég hreinlega af honum.
Þar til næst elskurnar mínar - hafði það gott og eigið góða helgi :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að sjá að þér líður vel Guðrún mín. Annars eru skilyrðin fyrir inntöku í júnkufélagið að vera einhleyp kona og ekki ástfangin.

Nafnlaus sagði...

ok - ég er hvorugt :)