laugardagur, mars 15, 2008

Laugardagur til ljúfra stunda

hæ elskurnar mínar :) Jámm það er sko leti/ljúfur dagur í dag. Mamma og pabbi kíktu hingað við til að laga eldhúsinnréttingunga mína og skipta um klær.  Gaman að fá þau í heimsókn, Gabríel varð svona himin lifandi við að fá þau og sýndi ömmu sinni allt í herberginu sínu.  Og auk þess sem hún kom með okkur í íþróttaskólann.  Já það var síðasta skiptið sem það var.  Ég bara skrái hann næsta haust - hann er alveg að skemmta sér sá stutti í þessu.  Sérstaklega þegar þrautahringurinn er -þá hleypur hann hring eftir hring og prílar um allt.  Í dag meira að segja þorði hann að hoppa af stóra hestinum á dýnu - stór sigur þar!!!

Eftir heimsóknina þá sofnaði hann og svaf í 2 tíma - núna erum við að dúllast og velta fyrir okkur hvað við eigum að gera restina af helginni :)

á fDSC00220 östudaginn kíktum við í Dótakassann og lékum okkur smá stund í lestunum.  Okkur finnst svo gaman að kíkja þangað og sjá hvað e í boði þann daginn.  Og núna er mega útsala þar og náðum við lest á 990 kr sem eru eins og þær sem hann er að safna - Tommi lest sem sagt - rosa gaman !!!

þar til næst - eigið góða helgi og verið góð hvert við annað!!

Engin ummæli: