miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Daglegt brauð

það er ekki mikið um að vera þessa dagana.  Vinna og knúsa drenginn minn þegar ég er ekki að vinna.  Finn ég er ekki alveg búin að finna hilluna mína en þessi hilla sem ég notast við núna dugar í augnablikinu og mér líður vel með núverandi aðstöðu okkar.  

Dóa tók mig á eintal úti í Amsterdam og fórum yfir stöðu mála.  Hún kom með svo mikið af góðum staðreyndum og benti á marga hluti sem ég hafði ekki tekið eftir hvorki fyrr(þá) eða núna. Hluti sem vinkonur mínar sáu en ég vildi ekki sjá.  Sé það svo kristal núna að það er scary hvað ég var blind. En ekki lengur.  

Já merkifréttir dagsins í gær - ég fékk mér nýja ecco skó... kvenkyns sandala (ha ha h a) ! - alveg eins og ég átti því hinir sem ég er búin að eiga í 4 ár gáfu upp öndina í gær... ég grét þá skal ég segja ykkur.  Er búin að þramma á þeim út um allt, lönd og borgir í öllum veðrum og vindum... Ég spurði hvort það borgaði sig að gera við þá og þegar hann heyrði aldurinn þá sagði hann hreint nei.  Skoðaði þá og vildi helst henda þeim sjálfur í tunnuna (skósölumaðurinn)

Annars er bara allt í góðu.  Sonur kátur - gaman í skólanum - varla hefur tíma til að kyssa mömmsuna sína bless núna.  Mér finnst það heldur betra að missa af kossi en að heyra grátur þegar ég fer.  Þeir eru góðir saman hann og vinir hans.  Hugsa að þeir láti leikskólakennarana alveg vinna fyrir þessum litlu launum sem þær fá, enda að mínu mati eiga þær betra skilið þessar elskur!

Knús til ykkar

 

2 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Æ já, ég er sammála þér að það er betra þegar barnið manns hefur ekki tíma til að kveðja mann á leikskólanum heldur en að líma sig utan á mann og gráta.

J?hanna sagði...

*knús*