laugardagur, ágúst 23, 2008

Í vinnunni

jámm það er laugardagur og ég er í vinnunni.. Það er ekkert að gera -vona að það glæðist eitthvað núna síðasta klukkutímann.  En sólin skín og Ísland er í úrslitum í handbolta og líkurnar eru ekki mér í hag að það verði milljóna sala í dag. 

Gabríel er hjá pabba sínum og er mér best vitanlega og öruggum heimildum kátur og hress. 

Síðustu helgi var fjölskyldu dagur hjá Akureyrardeild EJS og var farið út í sveit þar sem einn okkar býr og var þar hoppikastali og hestar. Grill og ratleikur. Gabríel var hæstánægður með allt saman - og ekki skemmdi fyrir að hann fékk verðlaunapening fyrir að vinna ratleikinn.

Svo um kvöldið var húllumhæ hjá okkur fullorðna fólkinu þegar grísirnir voru farnir í pass.  Hrikalega gaman líka. 

Það er nákvæmlega ekkert að frétta. Ég er ánægð með lífið eins og það er í dag.  Sátt við þessa hillu sem ég stödd á í dag en samt veit að það er ekki endanleg hilla.  Fór í Lundaskóla um daginn með tölvur og hugsaði með mér "flottur skóli, þetta er skólinn hans Gabríels ef við búum í Hjallalundinum áfram næstu árin.... " hvað veit ég um hvar ég verð eftir 3 ár? en tilhugsunin var bara alls ekkert slæm, var frekar góð ef eitthvað er.  Stapílt og öruggt líf.  Við tvö - kannski einhver annar líka en ég þekki hann ekki ennþá... málið er að mér liggur ekkert á !  

Engin ummæli: