sunnudagur, ágúst 24, 2008

Yndislegt líf

Eftir góða aflslappandi helgi líður mér frábærlega vel.  Veit að sonur minn átti góða helgi lika og hlakka ég hrikalega til að sjá hann á morgun. 

Stundum hugsa ég að ég sé að láta hann of mikið frá mér en á móti þarf ég líka alveg á því að halda.  Ég er alltaf að vinna þessa laugardaga sem hann er hjá pabba sínum og með þessu móti fæ ég einn dag sem ég get sofið lengur, farið í sturtu og fengið mér kaffi bollann.  Átt smá stund fyrir mig.  Með því móti kem ég endurnærð, hressari og orkumeiri inn í mömmustarfið en ég hef verið ella. 

Lífið er alveg hrein snilld þessa dagana, mér líður svo vel, Gabríel líður svo vel hann er svo kátur, ég er svo heppin að eiga svona yndislegan son, og þakka Guði fyrir heilbrigði hans og hraustleika.

DSC02821

 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kemst alltaf í gott skap við að lesa bloggin þín. Við samt þökkum alltof sjaldan fyrir það sem við höfum því við höldum alltaf að það gæti verið betra. Ég þakka fyrir að vera heilbrigð og að fá þau tækifæri sem mér hafa boðist og ég tekið.
Einn daginn þurfum við að fara að taka kaffibollann og slúddann;)

Kv. Hafrún

Nafnlaus sagði...

knús mín kæra - en hvar er bloggið þitt???
Og hvenær er hittingur???