sunnudagur, ágúst 10, 2008

Ný vika framundan :o)

og ég tek henni bara með brosi á vör.  Átti góða helgi og fékk hamingjusaman son heim í dag.

Mér finnst alveg ótrúlegt hvernig hlutirnir hafa þróast.  Ég er svo fegin að við fullorðna fólkið sem stöndum í kringum Gabríel náum að tala saman og vinna saman að hagsmunum Gabríels.  Hann er svo kátur og sáttur að það er frábært.  það munar svo miklu að fólk geti talað saman, geti rætt um hlutina, unnið saman og ekki verið með smámunasemi eða baknag.  Maður er að heyra allt of mikið af þess háttar sögum og atburðum sem barnið lendir hreinlega á milli.  Baknag og nöldur í garð hvors annars og jafn vel svo barnið heyri til.  Mér hefur alltaf þótt það hrikalegt að heyra frá þannig málum. 

Jú það er alltaf erfitt fyrst á eftir skilnaði. Og jú við áttum okkar rimmur líka en commonn - við náðum þó að halda því gjörsamlega frá barninu okkar.  Við erum fullorðið fólk! Og það sem fer oft í mínar fínustu líka er þegar ég heyri fólk segja "nei barnið mitt fær sko ekki að fara með þetta og þetta heim til hins foreldris..." og oftar en ekki kemur í sömu setningu "og ég vil ekki sjá neitt frá honum/henni svo  barnið fær ekki að koma með jólagjafirnar/afmælisgjafirnar heim" - hvað er að fólki??? þarf biturð og gremja að ná svona yfir barnið og marka hamingju þess og gleði með að deila því sem því þykir fallegt og vænt um með þeim sem því þykir vænst um??

Dæmi um son minn - hann fær dót í gjöf, hann tekur iðulega ástfóstri við dótið - sefur með það og fer með það allra sinna ferða.  Mér dytti aldrei í hug að meina barninu að taka þetta dót með sér til pabba síns.  Hann talar um "sýna pabba..." og gleðin skín úr stóru bláu augunum!  Nú ef það gleymist þar þá gleymist það - það er alltaf hægt að sækja það síðar! Sama þegar hann fær eitthvað dót hjá pabba sínum - hann fær að koma með það hingað heim - þau eru ekki að banna barninu að sýna mömmsunni sinni nýja dótið. 

Börnin okkar eru okkur allt og það er okkar að tryggja að þau séu hamingjusöm og kát.  Þegar barnið á í hlut verður fólk að setja til hliðar gremju, sárindi og reiði, og sérstaklega að rífast ekki eða úthúða hvort öðru svo barnið heyri.  Börnin eiga rétt á að skapa sínar eigin skoðanir á foreldrum sínum, en ekki fá mataðar skoðanir frá öðrum.

Ég er bara svo hrikalega fegin að hlutirnir eru að ganga svona vel hjá okkur.  Við erum jú öll að ala upp strákinn :o)  Þau meira að segja tóku það ekki í mál að ég færi að ráða mér barnapíu í vetur.  Ég er jú að vinna alltaf tvo daga í viku til 18:00 og skólinn lokar 17:00.  Hulda sækir hann í skólann þessa tvo daga í viku.  Þetta er náttla bara frábært! Hann að sjálfsögðu fílar það að hitta þau oftar en bara aðra hverja helgi.  Hvaða barni fyndist það ekki?? Svo það er win win situation! 

En nóg um þetta efni.  Helgin var snilld.  Lá í vídeói allan laugardaginn með dotti inni á milli.  Fór svo á konukvöld í Kiðagili á laugardag og hef sjaldan hlegið eins mikið.  Það var alveg magnað og maturinn var hrein snilld! Var á bílnum og kom heim um tvö í nótt.  Lá svo í leti í dag - fram að hádegi.  Anna mín kom og við fengum okkur hádegisverð, kíktum á torgið og fórum svo í bíó - ég átti alveg eftir að sjá Mamma Mia. Vá hvað ég hló mikið og vá hvað þessi mynd er mikið æði!!

Og svo kom sonur minn fallegi heim eftir greinilega vel heppnaða helgi hjá pabba sínum.  Kátur og sáttur.  - svona á lífið að vera :o)

Engin ummæli: